Sport

Arnór Atlason: Okkar bíður erfið leið

Íslenska handboltalandsliðið kemur saman til æfinga í dag fyrir HM í Svíþjóð en fyrsti leikurinn er á móti Ungverjum eftir ellefu daga. Strákarnir munu spila tvo æfingaleiki við Þjóðverja í Laugardalshöllinni á föstudag og laugardag áður en þeir fljúga til Svíþjóðar.

Handbolti

Gylfi Þór: Sprakk út eftir stjóraskiptin í fyrra

Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð.

Fótbolti

Jón Arnór: Ég hélt að krossböndin hefðu farið hjá mér

Jón Arnór Stefánsson meiddist illa á hné í síðasta leik CB Granada á árinu og mun af þeim sökum missa af tveimur fyrstu mánuðum ársins 2011. Jón Arnór spilar stórt hlutverki í liðinu, sem sést vel á því að liðið steinlá með 27 stiga mun og skoraði aðeins 57 stig í fyrsta leiknum án hans í gær.

Körfubolti

Morrison skoraði mark helgarinnar gegn Man Utd

Eins og vanalega er hægt að skoða öll helstu tilþrifin úr enska boltanum hér á Vísi. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá fimm flottustu mörkin sem skoruð voru um helgina en mark James Morrison fyrir WBA gegn Manchester United er þar í fyrsa sæti.

Enski boltinn

Mourinho maður ársins á Ítalíu

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, var valinn maður ársins 2010 af hinu fræga ítalska blaði Gazzetta dello Sport. Þetta er í fyrsta sinn í 32 ár sem fótboltaþjálfari hlýtur þennan titil.

Fótbolti

Coe: Beckham gæti orðið stjarnan í breska Ólympíuliðinu 2012

Sebastian Coe, formaður skipulagsnefndar Ólympíuleikanna í London 2012, segir að David Beckham gæti orðið aðalstjarna breska fótboltaliðsins á leikunum hvort sem er að hann þjálfi liðið eða spili með. Knattspyrnukeppnin á ÓL er fyrir leikmenn 23 ára og yngri en þrír eldri leikmenn fá að vera með.

Enski boltinn

Ronaldinho kominn til Brasilíu

„Mér þykir leiðinlegt að við náðum ekki því besta út úr honum. Hann er einn hæfileikaríkasti leikmaður heims og ég bjóst við góðu ári hjá honum," segir Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, um brasilíska leikmanninn Ronaldinho.

Fótbolti

Eiður Smári fer ekki til Swansea

Eiður Smári Guðjohnsen er ekki á leið til Swansea. Þetta kom fram í Sunnudagsmessunni sem nú er í gangi á Stöð 2 Sport 2. Guðmundur Benediktsson ræddi við Eið fyrir þáttinn þar sem Eiður tjáði honum að hann væri ekki að fara í Swansea.

Enski boltinn

Reina þreyttur á kjaftasögunum

„Það eru forréttindi að fá að vera markvörður Liverpool," segir Pepe Reina sem skrifaði í fyrra undir sex ára samning við félagið. Þann samning segist hann ætla að virða.

Enski boltinn

Kaka orðaður við Man Utd

Brasilíski miðjumaðurinn Kaka hjá Real Madrid er orðaður við Manchester United í enska blaðinu Daily Star Sunday. Blaðið segir að í umræðunni sé að lána Kaka til félagsins nú í janúar með það fyrir augum að United kaupi leikmanninn svo alfarið næsta sumar.

Enski boltinn

Aston Villa jafnaði gegn Chelsea í uppbótartíma

Það var mikil dramatík á lokamínútunum í viðureign Chelsea og Aston Villa í dag. Leikurinn endaði með jafntefli 3-3 þar sem Ciaran Clark jafnaði fyrir Villa í uppbótartíma en skömmu áður hélt John Terry að hann hafi verið að skora sigurmarkið í leiknum.

Enski boltinn

Samaras sá um Rangers í Glasgow-slagnum

Grikkinn hárprúði, Georgios Samaras, skoraði bæði mörk Celtic sem vann 2-0 útisigur á Rangers í Glasgow-slagnum í skoska boltanum í dag. Staðan í hálfleik var markalaus en í seinni hálfleik reyndist Celtic sterkara liðið.

Fótbolti

Newcastle vill líka fá Beckham

Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur mikinn áhuga á að fá David Beckham til félagsins. Beckham er í leit að félagi til að fara til á lánssamningi nú í janúar og er talið líklegast að Tottenham verði fyrir valinu.

Enski boltinn