Handbolti

Mamelund: Þurfum að vera ljónheppnir til að vinna verðlaun á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlend Mamelund í leik með Noregi á EM í Austurríki í fyrra.
Erlend Mamelund í leik með Noregi á EM í Austurríki í fyrra. Mynd/AFP
Norski landsliðsmaðurinn Erlend Mamelund, fyrrum samherji Arnórs Atlasonar hjá FC Kaupamannahöfn og núverandi leikmaður Haslum HK í Noregi, segir að norska landsliðið þurfi að vera ljónheppið eigi það að vinna til verðlauna á HM í handbolta í Svíþjóð.

Norska landsliðið er með Íslandi í riðli en hin liðin í riðlinum eru Ungverjalandi, Austurríki, Japan og Brasilía. Norðmenn mæta Japan í í fyrsta leik.

„Ég hef ekki sama hlutverk hjá landsliðinu og ég er með hjá Haslum. Ég hef minni ábyrgð í sókninni og mun þess vegna einbeita mér meira að vörninni," sagði Mamelund sem varð á dögunum norskur bikarmeistari eftir 24-20 sigur Haslum HK á Follo í úrslitaleiknum.

„Ef við ætlum okkur að vinna verðlaun á HM þá þurfum við að vera ljónheppnir. En Follo veitti okkur harða keppni í úrslitaleiknum og lokakeppni er lokakeppni. Það er því allt mögulegt," sagði Mamelund.

Mamelund var í liði Norðmanna á bæði HM í Þýskalandi 2007 og á HM í Króatíu 2009. Norðmenn enduðu í 13. sæti 2007 og í 9. sæti í síðustu keppni. Norðmenn urðu síðan í 7. sæti á EM í Austurríki í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×