Körfubolti

Góður sigur hjá Helenu og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Helena fagnar nýverið í leik með TCU.
Helena fagnar nýverið í leik með TCU. Mynd/AP
Helena Sverrisdóttir átti góðan leik þegar að lið hennar í bandaríska háskólaboltanum, TCU, vann góðan sigur á sterku liði Oklahoma í nótt, 76-69.

Oklahoma er metið fjórtánda sterkasta lið Bandaríkjanna og því var sigurinn kærkominn fyrir TCU. Liðið var í nótt að spila sinn síðasta leik áður en hefðbundið keppnistímabil hefst í bandaríska háskólaboltanum.

Helena átti ríkan þátt í sigrinum en hún ásamt Emily Carter skoruðu ellefu af síðustu tólf stigum TCU í leiknum.

Helena hefur verið dugleg að skrá nafn sitt í sögubækur skólans en í nótt komst hún upp í fjórða sætið yfir þá leikmenn sem hafa skorað mest úr skotum utan af velli (ekki af vítalínunni).

Hún skoraði alls 24 stig í leiknum, tók fimm fráköst og gaf eina stoðsendingu á alls 31 mínútu.

Þess má geta að Carlee Roethlisberger, yngri systir ruðningskappans Ben sem leikur sem leikstjórnadi Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni, skoraði sex stig fyrir Oklahoma í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×