Handbolti

Arnór Atlason: Okkar bíður erfið leið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Atlason var frábær á EM í Austurríki í fyrra.
Arnór Atlason var frábær á EM í Austurríki í fyrra. Mynd/DIENER
Íslenska handboltalandsliðið kemur saman til æfinga í dag fyrir HM í Svíþjóð en fyrsti leikurinn er á móti Ungverjum eftir ellefu daga. Strákarnir munu spila tvo æfingaleiki við Þjóðverja í Laugardalshöllinni á föstudag og laugardag áður en þeir fljúga til Svíþjóðar.

„Það er alltaf gaman að hitta strákana í landsliðinu. Það er allt öðruvísi að mæta á æfingar fyrir svona mót en á venjulega æfingu. Menn eru búnir að fá smá frí þannig að við hlökkum til að byrja," sagði Arnór Atlason, hetja íslenska liðsins á EM í Austurríki í fyrra.

„Okkar bíður erfið leið. Það er mikil­vægt fyrir okkur að byrja vel og taka stig með okkur í þennan milliriðil sem verður svakalegur. Fyrstu sjö sætin gefa sæti í undan­keppni Ólympíuleikanna og það er það sem maður horfir alltaf á," sagði Arnór.

Heimsmeistarakeppnin verður að þessu sinni í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×