Enski boltinn

Reina þreyttur á kjaftasögunum

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Það eru forréttindi að fá að vera markvörður Liverpool," segir Pepe Reina sem skrifaði í fyrra undir sex ára samning við félagið. Þann samning segist hann ætla að virða.

Reina er meðal bestu markvarða heims en hann hefur verið orðaður við hin ýmsu lið undanfarnar vikur, þar á meðal erkifjendur Liverpool í Manchester United.

„Ég er orðinn þreyttur á þessum kjaftasögum þar sem ég er sagður vera á leið til hinna og þessara liða í Englandi og víðar. Þær eru ekki sannar. Ég er maður orða minna og ætla að standa við gerðan samning. Ég er 100% leikmaður Liverpool," segir Reina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×