Sport

West Ham komið í átta liða úrslit enska bikarsins

West Ham tryggði sér leik á móti Stoke í átta liða úrslitum enska bikarsins með öruggum 5-1 sigri á b-deildarliði Burnley á Upton Park í kvöld. Burnley-liðið beit frá sér í fyrri hálfleik en í þeim seinni tók West Ham öll völd á vellinum og tryggði sér sannfærandi sigur.

Enski boltinn

Mosfellingar unnu Framara í Safamýri

Afturelding vann óvæntan sigur á Fram í Safamýri í N1 deild karla í kvöld. Mosfellingar höfðu tapað fyrstu þremur leikjum sínum eftir HM-frí en unnu sex marka sigur á Fram í kvöld, 32-26.

Handbolti

Valsmenn stoppuðu sigurgöngu HK-inga

Valur vann fjögurra marka sigur á HK, 32-28, í N1 deild karla í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli HK í Digranesi. HK átti möguleika á því að komast upp í annað sætið með sigri en dettur þess í stað niður í fjórða sætið.

Handbolti

Kristján Arason: Þetta er á réttri leið

„Það var kominn tími á að vinna þá,“ sagði Kristján Arason, þjálfari FH, eftir að liðið vann sigur á toppliði Akureyrar í N1-deildinni í kvöld. Liðin mættust tvívegis á Akureyri í síðustu viku og unnu heimamenn þá báða leikina.

Handbolti

Guðlaugur: Menn farnir að hugsa um helgina

„Þetta gekk ekki. Við áttum einfaldlega mjög dapran seinni hálfleik,“ sagði Guðlaugur Arnarsson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið tapaði fyrir FH í Kaplakrikanum í kvöld. Þetta var í þriðja sinn á rúmri viku sem liðin mætast en Akureyri vann hina tvo leikina.

Handbolti

FH-ingar unnu sjö marka sigur á toppliði Akureyrar

FH vann sjö marka stórsigur á Akureyri, 30-23, í N1 deild karla í Kaplakrika í kvöld en þetta var þriðji leikur liðanna á einni viku og höfðu Norðanmenn unnið hina tvo. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku FH-ingar öll völd í seinni hálfleiknum sem þeir unnu 17-11 og fögnuðu því sínum fyrsta sigri á móti Akureyri í vetur.

Handbolti

Kálfinn enn til vandræða hjá Van der Vaart

Hollendingurinn Rafael van der Vaart er enn á ný meiddur og mun ekki vera með Tottenham á móti Blackpool í ensku úrvalsdeildinni á morgun. Van der Vaart er aftur meiddur á kálfa en þessi þráðlátu kálfameiðsli hafa háð honum allt þetta tímabil.

Enski boltinn

FIA styður ákvörðun um að keppa ekki í Barein

FIA, alþjóða bílasambandið styður ákvörðun þeirra sem hafa með Formúlu 1 mótshaldið í í Barein að gera, þess efnis að hætta við Formúlu 1 mótið sem átti að vera í Barein þann 13. mars. FIA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis síðdegis í dag. Ekki er ljóst hvort mótið verður á dagskrá síðar á árinu.

Formúla 1

Jakob tapaði naumlega í þriggja stiga skotkeppninni

Stjörnuleikurinn í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta fer fram í kvöld og þar verða þrír íslenskir leikmenn í aðalhlutverki: Hlynur Bæringsson, Jakob Sigurðarson og Logi Gunnarsson. Stjörnuleikurinn fer fram í Sundsvall eða á heimavelli Hlyns og Jakobs.

Körfubolti

Massa snar í snúningum í Barcelona

Felipe Massa hjá Ferrari var fljótastur þeirra Formúlu 1 ökumanna, sem æfðu á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Massa varð 0.817 úr sekúndu á undan Mark Webber á Red Bull.

Formúla 1

Gennaro Gattuso fær fjögurra leikja bann

Gennaro Gattuso, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að ráðast á Joe Jordan, aðstoðarmaður Harry Redknapp hjá Tottenham í fyrri leik AC Milan og Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti

Hætt við mótshald í Barein 13. mars

Yfirvöld og Formúlu 1 mótshaldarar í Barein hafa ákveðið að fyrsta Formúlu 1 mót ársins fari ekki fram 13. mars, vegna aðstæðna í landinu. Krónprinsinn í Barein, Salman bin Hamad bin Isa Al Kahlifa lét Bernie Ecclestone vita af þessu í símtali í dag, samkvæmt frétt á autosport.com. Fyrsta Formúlu 1 mót ársins verður því í Ástralíu 27. mars.

Formúla 1

Magnús Már aftur í KR

Magnús Már Lúðvíksson er genginn í raðir KR á nýjan leik. Að þessu sinni kemur hann til KR frá norska félaginu Hödd. Þetta kemur fram á heimasíðu KR í dag.

Íslenski boltinn

Evra framlengir við Man. Utd

Stuðningsmenn Man. Utd gátu leyft sér að brosa í dag þegar bakvörðurinn Patrice Evra skrifaði undir nýja samning við félagið sem gildir til ársins 2014.

Enski boltinn

Stjörnuleikur NBA 2011 - myndasyrpa

Stjörnuleikur NBA deildarinnar fór fram í gær þar sem að lið Vesturdeildarinnar hafði betur gegn liði Austurdeildarinnar, 148-143. Leikurinn fór fram í Los Angeles og að venju voru Stjörnur bæði inni á vellinum og í áhorfendastæðunum. Ljósmyndarar AP náðu að venju glæsilegu sjónarhorni á leikinn og í myndasyrpunni má sjá brot af því helsta.

Körfubolti

Troðslukeppni NBA - myndasyrpa

Troðslukeppni NBA deildarinnar sem fram fór á laugardaginn í Los Angeles fer í sögubækurnar fyrir frumleika og tilþrif. Blake Griffin leikmaður Los Angeles Clippers sigraði í keppninni en hann þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum. Myndasyrpan frá AP fréttastofunni segir meira en mörg orð.

Körfubolti