Massa snar í snúningum í Barcelona 21. febrúar 2011 17:38 Felipe Massa á Ferrari á Barcelona brautinni í dag. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Felipe Massa hjá Ferrari var fljótastur þeirra Formúlu 1 ökumanna, sem æfðu á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Massa varð 0.817 úr sekúndu á undan Mark Webber á Red Bull. Í ljósi þess að æfingar í Barein 3.-6. mars hafa verið felldar niður vegna ástandsins í Barein og mótshald 13. mars frestað í bili eða fellt niður á þessu ári, þá munu Formúlu 1 lið æfa á ný í Bareclona 8.-11. mars. Tveimur vikum fyrir fyrsta mót ársins, sem verður í Melbourne í Ástralíu 27. mars. Felipe Massa hefur í tvígang unnið mótið í Barein og sagði eftirfarandi í frétt á autosport.com um fréttir dagsins. "Ég kann vel við Barein brautina og hefði því viljað byrja meistaramótið þar. En kannski förum við aftur þangað og keppum. Ég kann vel við brautina og að vera þar", sagði Massa. "En ef við förum ekki, þá er það í lagi. Mannlegi þátturinn er mikilvægari en faglegi þátturinn og það sem er að gerast þar er alvarlegt. Ég vona að allt komist í lag. Öryggið er mikilvægast."Tímarnir í dag. 1. Massa Ferrari 1m22.625s 121 2. Webber Red Bull-Renault 1m23.442s + 0.817 69 3. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m23.550s + 0.925 90 4. Heidfeld Renault 1m23.657s + 1.032 95 5. Hamilton McLaren-Mercedes 1m24.003s + 1.378 107 6. Maldonado Williams-Cosworth 1m24.057s + 1.432 121 7. Sutil Force India-Mercedes 1m24.177s + 1.552 64 8. Perez Sauber-Ferrari 1m24.515s + 1.890 74 9. D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m26.501s + 3.876 50 10. Schumacher Mercedes 1m27.079s + 4.454 114 11. Trulli Lotus-Renault 1m29.992s + 7.367 18 Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari var fljótastur þeirra Formúlu 1 ökumanna, sem æfðu á Barcelona brautinni á Spáni í dag. Massa varð 0.817 úr sekúndu á undan Mark Webber á Red Bull. Í ljósi þess að æfingar í Barein 3.-6. mars hafa verið felldar niður vegna ástandsins í Barein og mótshald 13. mars frestað í bili eða fellt niður á þessu ári, þá munu Formúlu 1 lið æfa á ný í Bareclona 8.-11. mars. Tveimur vikum fyrir fyrsta mót ársins, sem verður í Melbourne í Ástralíu 27. mars. Felipe Massa hefur í tvígang unnið mótið í Barein og sagði eftirfarandi í frétt á autosport.com um fréttir dagsins. "Ég kann vel við Barein brautina og hefði því viljað byrja meistaramótið þar. En kannski förum við aftur þangað og keppum. Ég kann vel við brautina og að vera þar", sagði Massa. "En ef við förum ekki, þá er það í lagi. Mannlegi þátturinn er mikilvægari en faglegi þátturinn og það sem er að gerast þar er alvarlegt. Ég vona að allt komist í lag. Öryggið er mikilvægast."Tímarnir í dag. 1. Massa Ferrari 1m22.625s 121 2. Webber Red Bull-Renault 1m23.442s + 0.817 69 3. Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m23.550s + 0.925 90 4. Heidfeld Renault 1m23.657s + 1.032 95 5. Hamilton McLaren-Mercedes 1m24.003s + 1.378 107 6. Maldonado Williams-Cosworth 1m24.057s + 1.432 121 7. Sutil Force India-Mercedes 1m24.177s + 1.552 64 8. Perez Sauber-Ferrari 1m24.515s + 1.890 74 9. D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m26.501s + 3.876 50 10. Schumacher Mercedes 1m27.079s + 4.454 114 11. Trulli Lotus-Renault 1m29.992s + 7.367 18
Mest lesið Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“ Fótbolti Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Íslenski boltinn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Enski boltinn Arnór laus úr prísund Blackburn Enski boltinn Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Enski boltinn Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni Fótbolti Hélt upp á HM-gullið með nýrri klippingu en konan var brjáluð Sport 24 ára írskur afreksknapi lést Sport Aðstoðarþjálfari Dallas Mavericks handtekinn Körfubolti Þrenn slagsmál á fyrstu níu sekúndunum Sport Fleiri fréttir Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira