Sport

Hópslagsmál á Ásvöllum í kvöld

Það sauð heldur betur upp úr í leik Hauka og KFÍ í lokaumferð Iceland Express deildar karla í körfubolta á Ásvöllum í kvöld. Haukarnir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni með 88-68 sigri en gætu verið án nokkurra leikmanna í fyrsta leik á móti Snæfelli því fjórum leikmönnum liðsins var vikið út úr húsi í kvöld og einn leikmaður endaði á sjúkrahúsi.

Körfubolti

Gunnar Einarsson: Nú er þetta orðið karlasport

"Þetta sýnir að við erum klárir í úrslitakeppnina og við erum farnir að bíða spenntir eftir henni núna,“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, eftir að liðið vann öruggan sigur á Grindavík í lokaumferð Iceland Express-deildarinnar.

Körfubolti

Haukar tryggðu sér síðasta sætið í úrslitakeppninni

Haukar tryggðu sér áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppni Iceland Express deildar karla með því að vinna öruggan 20 stiga sigur á botnliði KFÍ, 88-68, í lokaumferðinni í kvöld. Fjölnir vann á sama tíma fjögurra stiga sigur á ÍR en missti naumlega af úrslitakeppninni annað árið í röð.

Körfubolti

KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum

KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla.

Körfubolti

Bin Hammam íhugar framboð

Mohamed Bin Hamman, forseti Knattspyrnusambands Asíu, segir að hann muni tilkynna á næstu tíu dögum hvort hann ætlar að bjóða sig fram í kjöri forseta Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, í júní næstkomandi.

Fótbolti

Rehhagel orðaður við Schalke

Þrátt fyrir að Schalke sé komið í fjóðungsúrslit Meistaradeildar Evrópu eru forráðamenn liðsins sagðir þreyttir á slæmu gengi liðsins í deildinni heima og íhuga að segja stjóranum Felix Magath upp störfum.

Fótbolti

Nýliðinn Sergio Perez stal senunni

Sergio Perez frá Mexíkó, sem er nýliði í Formúlu 1 sló öllum við á Katalóníu brautinni á Spáni í dag, á æfingum Formúlu 1 keppnisliða. Hann náði besta tíma á Sauber bíl, sem er með Ferrari vél.

Formúla 1

Cole sleppur við kæru

Ashley Cole verður ekki kærður af lögreglu fyrir að skjóta á ungan nema sem var í starfsþjálfun hjá Chelsea með loftriffil sem hann tók með sér á æfingasvæði félagsins.

Enski boltinn

Haaß: Íslendingar voru bara betri

Michael Haaß, leikstjórnandi í þýska landsliðinu í handbolta, viðurkenndi eftir leikinn gegn Íslandi í gær að þeir hafi einfaldlega verið lakari aðilinn í leiknum.

Handbolti

Þarf Gerrard að fara í aðgerð?

Svo gæti farið að Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, þurfi að fara í aðgerð vegna meiðsla í nára. Hann hefur verið tæpur að undanförnu og fór ekki með liðinu til Portúgals þar sem Liverpool mætir Braga í Evrópukeppni UEFA í kvöld.

Enski boltinn