Sport

Vettel hóf titilvörnina með sigri

Sebastian Vettel hjá Red Bull vann fyrsta Formúlu 1 mót ársins á götum Melbourne í Ástralíu í dag. Hann hafði nokkra yfirburði í mótinu, eftir að hafa náð langbesta tíma í tímatökum.

Formúla 1

Suarez: Hraðinn í enska boltanum er mun meiri en á HM

Luis Suarez hefur stimplað sig vel inn hjá enska liðinu Liverpool og virðist finna sig vel á Englandi þrátt fyrir að tala sjálfur um það að hann hafi aldrei spilað í svona hröðum bolta áður. Suarez segist hinsvegar fá meira pláss til að athafna sig og það komi sér vel fyrir hann.

Enski boltinn

David Luiz: Torres er frábær persóna

Brasilíumaðurinn David Luiz er sannfærður um að Fernando Torres muni fara að raða inn mörkum fyrir Chelsea þegar hann nær loksins að brjóta ísinn. David Luiz hefur slegið í gegn hjá Chelsea en það hefur lítið gengið hjá Torres síðan að þeir voru keyptir fyrir 71 milljón punda á síðasta degi félagsskiptagluggans.

Enski boltinn

Nokkrir NBA-leikmenn á tæknivillu-brúninni

Dwight Howard, miðherji Orlando Magic, er tæknivillu-kóngur NBA-deildarinnar í körfubolta það sem af er og sá eini sem hefur farið í bann vegna of margra tæknivilla á þessu tímabili. Howard hefur fengið 16 tæknivillur en menn fá leikbann fyrir sextándu tækivilluna og svo eins leiks bann fyrir hverjar tvær tæknivillur sem bætast við.

Körfubolti

Javier Hernández með tvö mörk í 3-1 sigri á Paragvæ

Manchester United maðurinn Javier Hernández skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik í 3-1 sigri Mexíkó á Paragvæ í æfingaleik í Oakland í Kaliforníu í nótt og þessi 22 ára strákur er í miklu markastuði þessa daganna eins og hefur sést í leikjum með United að undanförnu.

Fótbolti

Adriano kemur í stað Ronaldo hjá Corinthians

Brasilíski framherjinn Adriano hefur enn á ný sagt skilið við evrópska fótboltann og er á heimaleið frá Ítalíu. Roma sagði upp samningi hans eftir tíu mánuði fulla af eintómum vonbrigðum en Adriano fékk hinsvegar strax samning hjá brasilísla liðinu Corinthians.

Fótbolti

Jón Arnór yfir tíu stigin sjötta leikinn í röð

Jón Arnór Stefánsson skoraði 10 stig á 28 mínútum þegar Granada tapaði 68-85 á útivelli á móti Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag. Þetta er sjötti leikurinn í röð sem Jón Arnór brýtur tíu stiga múrinn en hann gat þó ekki komið í veg fyrir þriðja tap Granada í röð.

Körfubolti

Stefán Logi: Lærði það hjá Gumma Hreiðars að verja víti

Stefán Logi Magnússon fékk sitt fyrsta tækifæri í alvöru landsleik á Kýpur í kvöld og sá til þess öðrum fremur að íslenska liðið hélt marki sínu hreinu og náði í sitt fyrsta stig í undankeppni EM. Stefán Logi varði meðal annars vítaspyrnu á 21. mínútu leiksins og gerði það á glæsilegan hátt.

Fótbolti

Huseklepp tryggði Norðmönnum jafntefli á móti Dönum

Norðmenn eru með þriggja stiga forskot á Portúgal og Danmörku í riðli Íslands eftir 1-1 jafntefli á móti Dönum á Ullevaal Stadion í Osló í kvöld. Danir urðu þó fyrstir til þess að taka stig af Norðmönnum í undankeppninni því norska liðið var búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína.

Fótbolti

Ólafur: Þetta var kærkomið stig

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, fagnaði fyrsta stiginu í undankeppni EM eftir markalaust jafntefli á móti Kýpur í kvöld. Íslenska liðið hafði tapað fyrstu þremur leikjum sínum en náði nú í sitt fyrsta stig þó að liðið sitji ennþá á botni riðilsins.

Fótbolti

Snorri Steinn með sex mörk í tíu marka sigri AG

AG Kaupmannahöfn vann tíu marka útisigur á HC Midtjylland, 37-27. í næst síðustu umferð deildarkeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í dag. AG er fyrir löngu búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn enda með 14 stiga forskot á AaB Håndbold þegar aðeins einn leikur er eftir fyrir úrslitakeppni.

Handbolti

Ísland síðasta landsliðið til að ná stigi af Spáni

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja héldu áfram sigurgöngu sinni í undankeppni EM 2012 með því að vinna 2-1 sigur á Tékklandi í Granada í gær. David Villa gerði bæði mörkin í leiknum en þetta var átjándi sigur spænska liðsins í leik í undankeppnum HM eða EM.

Fótbolti

Ferdinand forðaðist það að hitta Capello

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, segir að Rio Ferdinand hafi forðast sig þegar fréttist af því að Capello ætlaði taka af honum fyrirliðabandið í enska landsliðinu og láta John Terry fá það aftur. Capello þótti ekki skemmtilegt að horfa á hina ýmsu leikmenn liðsins skiptast á fyrirliðabandið á móti Dönum á dögunum á meðan Terry var enn inn á vellinum.

Enski boltinn

Scott Parker byrjar á móti Wales

Michael Dawson, Scott Parker, Frank Lampard, Jack Wilshere, Ashley Young og Darren Bent eru allir í byrjunarliði Englendinga á móti Wales i undankeppni EM en leikurinn verður í sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 15.00.

Enski boltinn

Guðjón sá eini sem hefur náð í stig í mars

Það eru liðin tæp ellefu ár síðan að íslenska karlalandsliðið í fótbolta náði síðast í stig í marsmánuði í undankeppni EM eða HM. Liðið leikur sinn sjöunda mótsleik í mars á Kýpur í dag og reynir þar að ná í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Íslenski boltinn

NBA: Wade og LeBron skoruðu saman 71 stig í sigri Miami

Stórstjörnunar voru í stuði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, Dwyane Wade skoraði 39 stig í sigri Miami á Philadelphia og LeBron James var með 32 stig, Kobe Bryant var með 37 stig í sigri Los Angeles Lakers á Clippers og Derrick Rose skoraði 7 síðustu stig Chicago í sigri á Memphis. Topplið San Antonio Spurs tapaði öðrum leiknum í röð án Tim Duncan og Boston missti Chicago frá sér eftir tap fyrir Charlotte.

Körfubolti

Eggert: Taflan lýgur ekki

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir það tímabært að liðið nái í sín fyrstu stig í undankeppni EM 2012.

Fótbolti