Sport

Spilað á Spáni um helgina

Verkfalli félaga sem leika í spænsku úrvalsdeildinni hefur verið afstýrt eftir að dómstóll í Madríd ógilti verkfallsboðun samtaka úrvalsdeildarfélaga þar í landi.

Fótbolti

Alonso: Engin afhroð í Ástralíu hjá Ferrari

Fernando Alonso lauk keppni í fjórða sæti í Formúlu 1 mótinu í Ástralíu á sunnudaginn, eftir að hafa misst marga ökumenn framúr sér í fyrsta hring. Alonso segir þó Ferrari ekki hafa beðið nein afhroð í mótinu, en liðsfélagi hans, Felipe Massa varð sjöundi í mótinu. Eftir að tveir Sauber ökumenn voru dæmdir úr leik.

Formúla 1

Ferguson: Einn titill nóg

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að tímabilið myndi vera vel heppnað þó svo að liðinu myndi takast að vinna aðeins einn titil á árinu.

Enski boltinn

Þýskur táningur kastaði banananum

Þýskur táningur hefur viðurkennt að hann kastaði banana inn á völlinn þegar Skotland og Brasilía áttust við í vináttulandsleik á Emirates-leikvanginum í Lundúnum á sunnudaginn.

Fótbolti

Butt hættir í sumar

Markvörðurinn Hans-Jörg Butt hefur ákveðið að hann muni leggja hanskana á hilluna þegar að tímabilinu lýkur í sumar.

Fótbolti

Fannar: Við getum unnið titilinn

Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna.

Körfubolti

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Körfubolti

Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

Asamoah Gyan framherji Sunderland tryggði Gana 1-1 jafntefli gegn Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Gyan fór illa með varnarmanninn Joleon Lescott á 90. Mínútu áður en hann skaut boltanum framhjá markverðinum Joe Hart. Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing.

Fótbolti

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

"Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

Körfubolti

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Körfubolti

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Körfubolti

Sigur hjá lærisveinum Dags

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld með fínum heimasigri á Gummersbach.

Handbolti