NBA í nótt: Cleveland kom fram hefndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. mars 2011 09:00 LeBron James er ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum Cleveland. Nordic Photos / Getty Images LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90. James átti þó stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann var með 27 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst en stuðningsmenn heimamanna púuðu látlaust á hann allan leikinn eins og búast mátti við. James lék sem kunnugt er lengi með Cleveland áður en hann gekk til liðs við Miami í sumar. Fannst mörgum stuðningsmönnum Cleveland að með því hefði hann stungið þá í bakið. Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mættust í vetur og hafði Miami unnið hina þrjá leikina. JJ Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland og Anthony Parker 20. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og er reyndar með versta árangur allra liða í deildinni. „Við náum alltaf því besta út úr andstæðingnum," sagði James eftir leikinn. „Þeir mættu hingað í kvöld og spiluðu mjög vel. Þetta var góður sigur fyrir þá." Cleveland komst mest 23 stigum yfir, í stöðunni 71-48. En Miami náði þrátt fyrir það að jafna metin þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 83-83. Heimamenn náðu þó aftur að síga fram úr og tryggðu sér sigurinn með 12-0 spretti á lokamínútunum. Houston vann New Jersey, 112-87. Kyle Lowry skoraði sextán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Houston sem á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar. Oklahoma city vann Golden State, 115-114, í framlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig en það var Russell Westbrook sem tryggði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sacramento vann Phoenix, 116-113. Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Sacramento. Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
LeBron James sneri aftur á sinn gamla heimavöll í NBA-deildinni í nótt og tapaði í þetta sinn er Cleveland lagði Miami, 102-90. James átti þó stórleik og náði þrefaldri tvennu. Hann var með 27 stig, tólf stoðsendingar og tíu fráköst en stuðningsmenn heimamanna púuðu látlaust á hann allan leikinn eins og búast mátti við. James lék sem kunnugt er lengi með Cleveland áður en hann gekk til liðs við Miami í sumar. Fannst mörgum stuðningsmönnum Cleveland að með því hefði hann stungið þá í bakið. Þetta var í fjórða sinn sem þessi lið mættust í vetur og hafði Miami unnið hina þrjá leikina. JJ Hickson skoraði 21 stig fyrir Cleveland og Anthony Parker 20. Liðinu hefur ekki gengið vel í vetur og er reyndar með versta árangur allra liða í deildinni. „Við náum alltaf því besta út úr andstæðingnum," sagði James eftir leikinn. „Þeir mættu hingað í kvöld og spiluðu mjög vel. Þetta var góður sigur fyrir þá." Cleveland komst mest 23 stigum yfir, í stöðunni 71-48. En Miami náði þrátt fyrir það að jafna metin þegar um sjö mínútur voru til leiksloka en staðan var þá 83-83. Heimamenn náðu þó aftur að síga fram úr og tryggðu sér sigurinn með 12-0 spretti á lokamínútunum. Houston vann New Jersey, 112-87. Kyle Lowry skoraði sextán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst fyrir Houston sem á í harðri baráttu um sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú í níunda sæti Vesturdeildarinnar. Oklahoma city vann Golden State, 115-114, í framlengdum leik. Kevin Durant skoraði 39 stig en það var Russell Westbrook sem tryggði sigurinn af vítalínunni þegar lítið var eftir. Sacramento vann Phoenix, 116-113. Marcus Thornton skoraði 24 stig og tók ellefu fráköst fyrir Sacramento. Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira