Fannar: Við getum unnið titilinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. mars 2011 22:36 Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. "Þetta var rosalega ljúfur sigur. Mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessu fólki sem var mætt hingað úr hverju við værum gerðir. Við vildum verðlauna þau fyrir mætinguna með góðum körfubolta," sagði Fannar en frábær mæting var í Ásgarðinn í kvöld og fullt út úr dyrum. "Körfubolti er íþrótt áhlaupa og maður þarf að vera klár þegar lið koma. Bæði lið skiptust á að gera áhlaup í þessum leik. Við áttum áhlaupið sem dugði til sigurs," sagði Fannar sem hefur trú á því að Stjarnan geti sópað Snæfelli, 3-0. "Að sjálfsögðu höfum við trú á því. Við erum búnir að vinna þá tvisvar í röð og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að vinna þá einu sinni í viðbót. "Við erum fullir sjálfstrausts og erum að toppa á réttum tíma. Við toppuðum á kolvitlausum tíma í fyrra. Við erum færir í flesta sjó," sagði Fannar en hvað getur Stjörnuliðið farið langt? "Við getum unnið titilinn. Til þess erum við að þessu. Við ætlum ekki að hætta eftir þennan leik eða þetta einvígi. Við ætlum að klára þetta. Fara og vinna þennan titil," sagði Fannar brattur. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Stjörnumaðurinn Fannar Helgason frá Ósi segir að það sé mikið sjálfstraust í liði Stjörnunnar og hann segir liðið geta farið alla leið á þessu tímabili. Stjarnan vann Snæfell í kvöld og er komið í 2-0 í undanúrslitarimmu liðanna. "Þetta var rosalega ljúfur sigur. Mjög mikilvægt fyrir okkur að sýna þessu fólki sem var mætt hingað úr hverju við værum gerðir. Við vildum verðlauna þau fyrir mætinguna með góðum körfubolta," sagði Fannar en frábær mæting var í Ásgarðinn í kvöld og fullt út úr dyrum. "Körfubolti er íþrótt áhlaupa og maður þarf að vera klár þegar lið koma. Bæði lið skiptust á að gera áhlaup í þessum leik. Við áttum áhlaupið sem dugði til sigurs," sagði Fannar sem hefur trú á því að Stjarnan geti sópað Snæfelli, 3-0. "Að sjálfsögðu höfum við trú á því. Við erum búnir að vinna þá tvisvar í röð og ég sé ekki af hverju við ættum ekki að vinna þá einu sinni í viðbót. "Við erum fullir sjálfstrausts og erum að toppa á réttum tíma. Við toppuðum á kolvitlausum tíma í fyrra. Við erum færir í flesta sjó," sagði Fannar en hvað getur Stjörnuliðið farið langt? "Við getum unnið titilinn. Til þess erum við að þessu. Við ætlum ekki að hætta eftir þennan leik eða þetta einvígi. Við ætlum að klára þetta. Fara og vinna þennan titil," sagði Fannar brattur.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Tengdar fréttir Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21 Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49 Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00 Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22 Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46 Mest lesið NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Handbolti Mjög skrýtinn misskilningur Sport Dagskráin: Big Ben, taplaus lið mætast og Skiptiborðið missir ekki af neinu Sport Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Fleiri fréttir Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Sjá meira
Nonni Mæju: Þurfum að skrifa nýja sögu Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Snæfells, var að vonum daufur í dálkinn eftir annað tap Snæfells í röð gegn Stjörnunni í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 22:21
Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra. 29. mars 2011 16:49
Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst. 29. mars 2011 21:00
Ingi: Teitur myndi ekki trufla okkur þó hann væri nakinn hinum megin Leikmenn og þjálfari Snæfells voru ekki par sáttir við framkomu Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla. 29. mars 2011 16:22
Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli "Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. 29. mars 2011 21:46