Handbolti

Sigur hjá lærisveinum Dags

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander í leik gegn Hamburg.
Alexander í leik gegn Hamburg.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld með fínum heimasigri á Gummersbach.

Lokatölur 24-20 eftir að Berlin hafði leitt í hálfleik, 12-7.

Alexander Petersson var óvenju rólegur í liði Berlin og skoraði aðeins eitt mark í kvöld.

Ivan Nincevic var markahæstur hjá Berlin í kvöld með 6 mörk og Christoph Schindler skoraði jafn mörg mörk fyrir Gummersbach.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×