Sport

Ölgerðin: Það má ekki kalla Peppa Pepsi kallinn

Ölgerðin hefur látið hanna lukkudýr Pepsi-deildarinnar og ber hann nafnið „Pepsi-dósin“ og gælunafnið er „Peppi“. KSÍ kynnti kappann sem Peppa Pepsi-karl en það féll ekki í kramið hjá mönnum í Ölgerðinni sem sáu sig tilneydda til að ítreka rétt nafn nýja lukkutröllsins.

Íslenski boltinn

Hermann vongóður um nýjan samning

Hermann Hreiðarsson, leikmaður Portsmouth, segist í samtali við enska dagblaðið Portsmouth News að hann sé vongóður um að gengið verði frá nýjum samningi á milli hans og félagsins á næstunni.

Enski boltinn

Hverjir byrja hjá Chelsea? - Sir Alex hefur ekki hugmynd

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segist ekki getað séð fyrir sér hvaða leikmenn verða í byrjunarliðinu hjá Chelsea í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. United er með þriggja stiga forskot á Chelsea en Lundúnaliðið kemst á toppinn með sigri.

Enski boltinn

Ancelotti valinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea og Peter Odemwingie, framherji West Bromwich Albion, voru bestir í aprílmánuði að mati valnefndar ensku úrvalsdeildarinnar. Ancelotti var kosinn besti stjórinn annan mánuðinn í röð og Odemwingie var kosinn besti leikmaðurinn en hann fékk samskonar verðlaun fyrir septembermánuð.

Enski boltinn

Fabregas, Nasri og Diaby verða ekki með Arsenal á móti Stoke

Arsenal verður án þriggja sterkra leikmanna þegar liðið sækir Stoke heim á Britannia Stadium í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. Fyrirliðinn Cesc Fabregas, Samir Nasri og Abou Diaby eiga allir við meiðsli að stríða en það jákvæða er að Thomas Vermaelen gæti þarna spilað sinn fyrsta leik síðan í ágúst.

Enski boltinn

Spekingur á TV2: Alfreð hegðar sér eins og Mourinho

Bent Nyegaard, handboltaspekingur dönsku TV2 sjónvarpsstöðvarinnar var ekki sáttur með Alfreð Gíslason, þjálfara þýska stórliðsins Kiel, og ummæli hans um danska dómara eftir að Barcelona sló Kiel-liðið út úr Meistaradeildinni í handbolta.

Handbolti

Reynir Þór hættur hjá Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu.

Handbolti

Verður Real Madrid Evrópumeistari eftir allt saman?

Knattspyrnuliði Real Madrid tókst ekki að endurheimta Evróubikarinn eftir langa bið þegar þeir duttu út fyrir Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta í vikunni en körfuboltalið félagsins getur bætt úr því þegar úrslit Euroleague fara fram í Barcelona um helgina.

Körfubolti

Sir Alex: Við verðum meistarar ef við vinnum Chelsea

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, er sannfærður um að liðið verði enskur meistari í tólfta sinn undir hans stjórn takist liðinu að vinna Chelsea á Old Trafford á sunnudaginn. Chelsea er þremur stigum á eftir United þegar þrír leikir eru eftir.

Enski boltinn

Robbie kominn til Grindavíkur

Skoski reynsluboltinn og framherjinn Robbie Winters skrifaði undir samning við Grindavík í morgun og gildir samningurinn út þessa leiktíð. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Grindavík.

Íslenski boltinn

Terry: Þrái ekkert heitar en að verða aftur meistari

John Terry, fyrirliði Chelsea, mætir með lið sitt á Old Trafford á sunnudaginn og þar geta Chelsea-menn tekið toppsætið af heimamönnum í Manchester United með sigri. Það væri magnað afrek ekki síst þar sem Chelsea var fimmtán stigum á eftir United í mars.

Enski boltinn

Magic hefur ekki mikla trú á því að Lakers komi til baka

Kobe Bryant og félagar í Los Angeles Lakers eru í slæmum málum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir tvö töp á heimavelli í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Dallas Mavericks. Þriðji leikurinn er í Dallas í kvöld og í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 1.30.

Körfubolti

Alonso fljótastur í Tyrklandi, en meistarin Vettel ók útaf brautinni

Rigning var á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í morgun, þegar undirbúningur keppenda fyrir fjórða Formúlu 1 mót ársins hófst fyrir alvöru. Fernando Alonso á Ferrari náði besta tíma við erfiðar aðstæður, en Nico Rosberg á Mercedes varð annar 1.402 sekúndu á eftir Vettel og liðsfélagi Rosbergs, Michael Schumacher þriðji 1.462 á eftir Vettel.

Formúla 1