Sport Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Fótbolti 10.7.2011 09:00 Venesúela vann óvæntan 1-0 sigur á Ekvador Venesúela heldur áfram að koma á óvart í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið vann í kvöld 1-0 sigur á Ekvador og er í góðri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar. Fótbolti 9.7.2011 23:32 Heimsmeistarar Þjóðverja fallnir úr leik Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Wolfsburg í kvöld. Japan sló út heimsmeistarana, gestagjafa Þjóðverja, með 1-0 sigri eftir framlengingu. Fótbolti 9.7.2011 21:17 Fred bjargaði stigi fyrir Brasilíu Brasilía og Paragvæ skildu jöfn 2-2 í annarri umferð B-riðils í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í Argentínu í kvöld. Fred bjargaði málunum fyrir Brasilíu skömmu fyrir leikslok. Fótbolti 9.7.2011 20:50 Cole og Woodgate á leið til Stoke Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport. Enski boltinn 9.7.2011 20:30 Nasri fer í æfingaferð til Asíu - Fabregas ekki Franski miðjumaðurinn Samir Nasri fer með Arsenal í æfingaferð til Asíu. Nasri hefur verið orðaður sterklega við brotthvarf frá Lundúnarliðinu. Cesc Fabregas verður hins vegar eftir í London þar sem hann glímir við meiðsli. Enski boltinn 9.7.2011 19:34 Kristinn: Bannað að hlæja að óvitum Kristinn Steindórsson skoraði eitt mark í 4-1 sigrinum á Þór í Kópavogi í dag. Hann hélt sér heitum í hálfleik meðan aðrir leikmenn liðsins fóru inn í klefa líkt og venjan er. Íslenski boltinn 9.7.2011 19:14 Ármann Pétur: Þeir kláruðu færin sín Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs sagði Blikana hafa nýtt færin sín í 4-1 sigri Kópavogsliðsins. Þar hefði skilið á milli. Íslenski boltinn 9.7.2011 19:12 Enn dettur England út eftir vítaspyrnukeppni Frakkar eru komnir í undanúrslit á HM kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Liðið lagði England í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í dag eftir vítaspyrnukeppni. Englendingar voru þremur mínútum frá sigri í venjulegum leiktíma. Fótbolti 9.7.2011 18:50 Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Formúla 1 9.7.2011 18:16 Baulað á Messi í Argentínu Argentínska landsliðið hefur ollið vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum og spilamennskan ekki verið góð. Svo ósáttir eru stuðningsmennirnir að þeir bauluðu á Lionel Messi skærustu stjörnu landsliðsins í markalausa jafnteflinu gegn Kólumbíu. Fótbolti 9.7.2011 16:45 BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. Íslenski boltinn 9.7.2011 16:45 Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands. Íslenski boltinn 9.7.2011 15:13 Cannavaro leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár. Fótbolti 9.7.2011 14:15 Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Íslenski boltinn 9.7.2011 13:41 Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32 Sanchez með mark í anda Romario Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum. Fótbolti 9.7.2011 12:15 Tala látinna í Twente hækkar 24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins. Fótbolti 9.7.2011 11:45 West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum. Enski boltinn 9.7.2011 11:00 Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24 Essien meiðist enn á ný á hné Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku. Enski boltinn 9.7.2011 10:00 Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00 Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Golf 9.7.2011 07:00 Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Handbolti 9.7.2011 01:09 Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30 Togaði í djásnið á Dos Santos Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle. Fótbolti 8.7.2011 22:45 BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. Íslenski boltinn 8.7.2011 22:08 Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar ÍA er óstöðvandi í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið gjörsigraði KA norðan heiða í kvöld með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Júlíusson Hjartarson skoraði tvö mörk Skagamanna sem hafa sex stiga forskot á toppnum. Íslenski boltinn 8.7.2011 21:26 Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist. Fótbolti 8.7.2011 21:15 Bielsa tekur við Bilbao Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins. Fótbolti 8.7.2011 20:30 « ‹ ›
Roma semur við eina skærustu stjörnu Argentínu Ítalska félagið AS Roma hefur gengið frá kaupum á argentínska táningnum Erik Lamela frá River Plate í Argentínu. Talið er að kaupverðið sé um 12 milljónir evra eða sem nemur tæpum tveimur milljörðum íslenskra króna. Fótbolti 10.7.2011 09:00
Venesúela vann óvæntan 1-0 sigur á Ekvador Venesúela heldur áfram að koma á óvart í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið vann í kvöld 1-0 sigur á Ekvador og er í góðri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar. Fótbolti 9.7.2011 23:32
Heimsmeistarar Þjóðverja fallnir úr leik Óvænt úrslit urðu á heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu í Wolfsburg í kvöld. Japan sló út heimsmeistarana, gestagjafa Þjóðverja, með 1-0 sigri eftir framlengingu. Fótbolti 9.7.2011 21:17
Fred bjargaði stigi fyrir Brasilíu Brasilía og Paragvæ skildu jöfn 2-2 í annarri umferð B-riðils í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í Argentínu í kvöld. Fred bjargaði málunum fyrir Brasilíu skömmu fyrir leikslok. Fótbolti 9.7.2011 20:50
Cole og Woodgate á leið til Stoke Peter Coates stjórnarformaður Stoke segir að félagið eigi í viðræðum við ensku landsliðsmennina Carlton Cole og Jonathan Woodgate. Þetta kom fram í spjalli Coates við enska fjölmiðilinn Talksport. Enski boltinn 9.7.2011 20:30
Nasri fer í æfingaferð til Asíu - Fabregas ekki Franski miðjumaðurinn Samir Nasri fer með Arsenal í æfingaferð til Asíu. Nasri hefur verið orðaður sterklega við brotthvarf frá Lundúnarliðinu. Cesc Fabregas verður hins vegar eftir í London þar sem hann glímir við meiðsli. Enski boltinn 9.7.2011 19:34
Kristinn: Bannað að hlæja að óvitum Kristinn Steindórsson skoraði eitt mark í 4-1 sigrinum á Þór í Kópavogi í dag. Hann hélt sér heitum í hálfleik meðan aðrir leikmenn liðsins fóru inn í klefa líkt og venjan er. Íslenski boltinn 9.7.2011 19:14
Ármann Pétur: Þeir kláruðu færin sín Ármann Pétur Ævarsson leikmaður Þórs sagði Blikana hafa nýtt færin sín í 4-1 sigri Kópavogsliðsins. Þar hefði skilið á milli. Íslenski boltinn 9.7.2011 19:12
Enn dettur England út eftir vítaspyrnukeppni Frakkar eru komnir í undanúrslit á HM kvenna í knattspyrnu í Þýskalandi. Liðið lagði England í fyrsta leik 8-liða úrslitanna í dag eftir vítaspyrnukeppni. Englendingar voru þremur mínútum frá sigri í venjulegum leiktíma. Fótbolti 9.7.2011 18:50
Webber mun sækja til sigurs og segir karp um reglur leiðinlegt Mark Webber er fremstur á ráslínu í breska Formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram á morgun. Hann telur að ruglingur með túlkun á reglum um útbúnað bílanna þessa mótshelgina á Silverstone ekki vera gott mál gagnvart áhorfendum. Formúla 1 9.7.2011 18:16
Baulað á Messi í Argentínu Argentínska landsliðið hefur ollið vonbrigðum í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu. Liðið hefur gert jafntefli í tveimur fyrstu leikjum sínum og spilamennskan ekki verið góð. Svo ósáttir eru stuðningsmennirnir að þeir bauluðu á Lionel Messi skærustu stjörnu landsliðsins í markalausa jafnteflinu gegn Kólumbíu. Fótbolti 9.7.2011 16:45
BÍ/Bolungarvík ósátt við kynþáttafordóma í Ólafsvík Víkingur í Ólafsvík vann mikilvægan 4-1 sigur á BÍ/Bolungarvík í viðureign liðanna á Snæfellsnesi í gær. Á heimasíðu BÍ/Bolungarvíkur segir að leikmenn liðsins hafi orðið fyrir niðrandi hrópum frá heimamönnum meðan á leik stóð. Íslenski boltinn 9.7.2011 16:45
Elín Metta skoraði fjögur og Ísland í 5. sæti Íslenska stúlknalandsliðið í knattspyrnu lagði Svíþjóð 5-3 í leik um 5. sætið á Norðurlandamótinu í Finnlandi. Íslenska liðið lenti 0-3 undir snemma leiks en sneri leiknum sér í hag. Elín Metta Jensen skoraði fjögur mörk Íslands. Íslenski boltinn 9.7.2011 15:13
Cannavaro leggur skóna á hilluna Knattspyrnumaðurinn Fabio Cannavaro hefur ákveðið að fylgja læknisráði og leggja skóna á hilluna. Cannavaro var fyrirliði heimsmeistaraliðs Ítalíu árið 2006 og var valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA sama ár. Fótbolti 9.7.2011 14:15
Umfjöllun: Breiðablik vann stórsigur á Þór í Kópavogi Breiðablik vann stórsigur á Þórsurum í 10. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag. Lokatölurnar 4-1 en úrslitin gefa þó ekki alveg rétta mynd af leiknum. Þórsarar spiluðu vel á köflum og sköpuðu sér fín færi. Íslenski boltinn 9.7.2011 13:41
Webber fljótastur í tímatökunni á Silverstone Mark Webber á Red Bull verður fremstur á ráslínu í breska kappakstrinum á Silverstone brautinni í Bretlandi á sunnudag. Hann náði besta tíma í tímatökum í dag og varð á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Fernando Alonso náði þriðja sæti á Ferrari og Felipe Massa á samskonar bíl því fjórða. Formúla 1 9.7.2011 13:32
Sanchez með mark í anda Romario Perú vann nokkuð óvæntan 1-0 sigur á Mexíkó í Suður-Ameríkukeppninni í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile og Úrúgvæ skildu jöfn 1-1 í fyrri leik kvöldsins þar sem Alexis Sanchez var á skotskónum. Fótbolti 9.7.2011 12:15
Tala látinna í Twente hækkar 24 ára karlmaður sem slasaðist þegar þakið á leikvangi FC Twente féll á verkamenn á fimmtudaginn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í gær. Þar með hafa tveir látið lífið vegna slyssins. Fótbolti 9.7.2011 11:45
West Ham vill að Diamanti verði meinað að spila fótbolta Enska knattspyrnufélagið West Ham vilja að FIFA og ítalska knattspyrnusambandið komi í veg fyrir að Alessandro Diamanti fái að spila fótbolta. Diamanti gekk til liðs við Brescia frá West Ham á síðasta ári. Að sögn West Ham hefur Brescia ekki enn lokið við að greiða fyrir kaupin á leikmanninum. Enski boltinn 9.7.2011 11:00
Vettel rétt á undan Alonso á lokaæfingunni Sebastian Vettel á Red Bull varð 0.063 úr sekúndu á undan Fernando Alonso á Ferrari á lokaæfingu Formúlu 1 liða á Silverstone brautinni í morgun. Brautin var þurr, en keppendur æfðu í tvígang á blautri braut í gær og þá náði Mark Webber á Red Bull besta tíma á fyrri æfingunni, en Felipe Massa á Ferrari á þeirri síðari um daginn. Formúla 1 9.7.2011 10:24
Essien meiðist enn á ný á hné Michael Essien leikmaður Chelsea meiddist á hné á æfingu hjá félaginu í gær. Essien sleit krossbönd í hné fyrir einu og hálfu ári síðan sem varð til þess að hann missti af HM 2010 í Suður-Afríku. Enski boltinn 9.7.2011 10:00
Aron Einar: Enginn Brynjuís í Coventry Knattspyrnumaðurinn Aron Einar Gunnarsson stóðst læknisskoðun hjá Cardiff City í gær og skrifaði að henni lokinni undir þriggja ára samning við félagið. Cardiff á nú aðeins eftir að ganga frá greiðslu á uppeldisbótum til Coventry. Enski boltinn 9.7.2011 08:00
Golflandsliðin töpuðu bæði gegn Ítalíu Íslensku landsliðin í golfi töpuðu viðureignum sínum á EM áhugamanna í golfi í gær. Íslenska kvennalandsliðið sem spilar í Austurríki beið lægri hlut gegn Ítalíu, 2:3. Signý Arnórsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir unnu sína leiki í tvímenningi. Golf 9.7.2011 07:00
Ásbjörn Friðriksson til liðs við Allingsas HK Handknattleikskappinn Ásbjörn Friðriksson úr FH hefur skrifað undir samning við sænska félagið Allingsas HK. Félagið leikur í efstu deild í Svíþjóð og er samningur Ásbjörns til tveggja ára með möguleika á eins árs framlengingu. Handbolti 9.7.2011 01:09
Adebayor dreifði peningum í bókstaflegri merkingu Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor sló í gegn á danssýningu í Gana á dögunum. Þá óð Adabayor upp á svið í miðju atriði og byrjaði að dreifa peningum. Enski boltinn 8.7.2011 23:30
Togaði í djásnið á Dos Santos Þó svo mörkin láti á sér standa í Copa America er ekkert gefið eftir í leikjum mótsins og menn í mótinu beita öllum brögðum til þess að stöðva andstæðinginn. Það fékk Mexíkóinn Giovani Dos Santos að reyna í leiknum gegn Síle. Fótbolti 8.7.2011 22:45
BÍ/Bolungarvík steinlá í Ólafsvík Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í BÍ/Bolungarvík töpuðu 4-1 gegn Víkingum í Ólafsvík í kvöld. Vestfirðingar komust yfir snemma leiks en Ólafsvíkingar komu tilbaka og tryggðu sér glæsilegan sigur. Íslenski boltinn 8.7.2011 22:08
Skagamenn sóttu þrjú stig norður yfir heiðar ÍA er óstöðvandi í 1. deild karla í knattspyrnu. Liðið gjörsigraði KA norðan heiða í kvöld með fjórum mörkum gegn einu. Hjörtur Júlíusson Hjartarson skoraði tvö mörk Skagamanna sem hafa sex stiga forskot á toppnum. Íslenski boltinn 8.7.2011 21:26
Myndasyrpa frá leikvangi Twente sem hrundi Einn maður lést og margir slösuðust þegar þakið á leikvangi hollenska fótboltaliðsins FC Twente hrundi í gær. Talið er að þakið hafi hrunið vegna þess að tveir burðarbitar kiknuðu. Ekki er vitað hvers vegna það gerðist. Fótbolti 8.7.2011 21:15
Bielsa tekur við Bilbao Argentínski þjálfarinn Marcelo Bielsa mun taka við sem þjálfari spænska félagsins Athletic Bilbao í kjölfar þess að Jose Urrutia vann forsetakosningar félagsins. Fótbolti 8.7.2011 20:30