Sport

Arna Sif skiptir um lið í dönsku deildinni

Landsliðslínumaðurinn Arna Sif Pálsdóttir er búin að finna sér nýtt lið í dönsku úrvalsdeildinni en hún er búin að semja við Aalborg DH liðið eftir að hafa spilað með Team Esbjerg á síðasta tímabilið.

Handbolti

Veiði að glæðast í Meðalfellsvatni

Við fengum þær fréttir frá Einari Sigurðssyni sem var við veiðar á laugardaginn við Meðalfellsvatn að veiðin væri loksins að glæðast. Einar var við veiðar ásamt syni sínum og lönduðu þeir 12 fiskum fyrir hádegið en urðu lítið varir eftir hádegi.

Veiði

Jón Guðni spilar með Fram á morgun

"Ég var með nokkur tilboð líka frá Norðurlöndunum en ekkert sem var að heilla mig. Að fara hingað er fínt næsta skref fyrir mig," sagði Jón Guðni Fjóluson sem í dag skrifaði undir samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Germinal Beerschot.

Íslenski boltinn

Hiddink mun virða samning sinn við Tyrki

Umboðsmaður Guus Hiddink, þjálfara tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að þjálfarinn sé á leiðinni til Chelsea. Talsmaður tyrkneska knattspyrnusambandsins, Turker Tozar, er sama sinnis.

Fótbolti

Vettel nýtur þess að keppa í Montreal

Sebastian Vettel hjá Red Bull hefur unnið fimm Formúlu 1 mót af sex á keppnistímabilinu og keppir í Montreal í Kanada um næstu helgi, ásamt liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel vann síðustu keppni, sem fór fram í Mónakó og Webber varð fjórði.

Formúla 1

Læknar ákveða hvort Perez fær að keppa

Sergio Perez hjá Sauber Formúlu 1 liðinu keppti ekki í Mónakó á dögunum, eftir að hann hlaut heilahristing eftir óhapp í tímatökum. Læknar FIA, alþjóða bílasambandsins munu ákveða í vikunni eftir læknisskoðun hvort Perez fær leyfi til að keppa. Liðsfélagi Perez, Kamui Kobayashi varð í fimmta sæti í mótinu í Mónakó.

Formúla 1

Bayern vill kaupa Boateng

Svo gæti farið að Jerome Boateng snúi aftur í þýska boltann eftir skamma viðveru í enska boltanum hjá Man. City. Forráðamenn FC Bayern eru bjartsýnir á að geta keypt leikmanninn þó svo City sé ekkert allt of æst í að selja.

Enski boltinn

Jón Guðni búinn að semja við lið í Belgíu

Framarar urðu fyrir miklu áfalli í dag þegar lykilmaður liðsins, Jón Guðni Fjóluson, skrifaði undir þriggja ára samning við belgíska félagið Germinal Beerschot. Samningurinn gildir frá og með 1. júlí næstkomandi. Jón Guðni mun væntanlega spila með Fram þar til hann fer út.

Íslenski boltinn

5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn

Stjórn SVFR hóf veiðitímabilið 2011 með því að taka fyrstu köstin í Norðurá í gærmorgun. Kalt var í veðri en gott vatn í ánni og ágætis aðstæður. Bjarni Júlíusson formaður tók fyrstu köstin á Brotið og varð var við lax en náði ekki að setja í hann. Það var síðan Ásmundur Helgason sem landaði fyrsta laxinum á Stokkhylsbrotinu. Það var falleg 84 cm hrygna sem tók Glaða tvíburann.

Veiði

Emerton hugar að heimför

Ástralinn Brett Emerton hefur ákveðið að enda feril sinn í heimalandinu. Hann á eitt ár eftir af samningi sínum við Blackburn Rovers. Hinn 32 ára gamli Emerton er sterklega orðaður við FC Sydney.

Enski boltinn

Young vill spila með þeim bestu

Það er afar fátt sem bendir til þess að vængmaðurinn Ashley Young verði áfram í herbúðum Aston Villa á næstu leiktíð. Young sjálfur segist vilja spila með þeim bestu.

Enski boltinn

Búið að reka þjálfara Pistons

Hinn nýi eigandi Detroit Pistons, Tom Gores, var ekki lengi að láta til sín taka hjá félaginu því aðeins fjórum dögum eftir að hann eignaðist félagið var hann búinn að reka þjálfarann, John Kuester.

Körfubolti

Bjarki lék frábært golf á Hólmsvelli - Guðrún Brá er ósigrandi

Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sýndi frábær tilþrif á öðru stigamóti Golfsambands Íslands á Arion unglingamótaröðinni. Bjarki lék báða hringina á Hólmsvelli í Leiru á 68 höggum eða -4 og samtals var hann á 8 höggum undir pari. Hann sigraði með yfirburðum í keppni 17-18 ára en Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK sigraði í 17-18 ára flokki kvenna og er þetta annað mótið í röð sem hún vinnur á unglingamótaröðinni. Guðrún Brá sigraði einnig á fyrsta stigamótinu í Eimskipsmótaröðinni í fullorðinsflokki á Akranesi á dögunum.

Golf

Hiddink nálgast Chelsea

Knattspyrnusamband Tyrklands staðfesti í morgun að Hollendingurinn Guus Hiddink væri væntanlega á förum frá þeim til þess að taka við Chelsea.

Enski boltinn

Góð opnun í Blöndu

Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna.

Veiði

Miami komið í bílstjórasætið

Miami Heat komst í nótt í 2-1 forystu í einvíginu gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn. Miami vann þá tveggja stgia sigur, 88-86, i æsispennandi leik sem fram fór í Dallas.

Körfubolti

Glæsilegur sigur á Úkraínu

Ísland vann í gær frábæran nítján marka sigur á Úkraínu í forkeppni HM 2011 í Brasilíu. Liðin mætast aftur um næstu helgi en aðeins stórslys getur komið í veg fyrir að Ísland sé nú á leið á sitt annað stórmót í handbolta í röð.

Handbolti

Stelpurnar stórkostlegar

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók stöllur sínar frá Úkraínu í sextíu mínútna kennslustund í leik liðanna í gærdag. Nítján marka sigur landsliðsins var eitthvað sem var ekki einu sinni til í villtustu draumum þjálfara liðsins Ágústs Jóhannssonar.

Handbolti

Utan vallar: Er Ólafur okkar gæfu smiður?

Þegar Ísland situr á botni síns riðils með eitt stig af fimmtán mögulegum og með landsliðsþjálfara sem hefur unnið einn mótsleik af fimmtán síðan hann tók við, er eðlilegt að spyrja hvort hann sé rétti maðurinn til að finna lausnir á þeim erfiðleikum sem steðja að liðinu.

Fótbolti