Sport Konurnar byrjuðu illa á EM í Austurríki Íslenska kvennalandsliðið í golf lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Austurríki. Fimm bestu skorin af alls sex gilda í höggleiknum fyrstu tvo keppnisdagana og er Ísland í 17. sæti af allls 20 liðum. Samtals er Ísland á +17 höggum yfir pari en Danir eru í sérflokki í efsta sæti á -15. Golf 5.7.2011 18:30 Tiger Woods verður ekki með á opna breska Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Golf 5.7.2011 17:30 Ástralar ósáttir við Harry Kewell Harry Kewell einn besti og dáðasti knattspyrnumaður Ástralíu hefur skapað sér óvæntar óvinsældir í heimalandinu. Allt leit út fyrir að Kewell ætlaði að ljúka ferlinum í áströlsku A-deildinni en nú virðist vera komið babb í bátinn. Fótbolti 5.7.2011 16:45 Alou Diarra til Marseille Franski miðjumaðurinn Alou Diarra hefur gengið til liðs við Marseille. Samingur Diarra er til þriggja ára en hann kemur til liðsins frá Bordeaux. Fótbolti 5.7.2011 16:00 Riise gæti farið í mál við Lilleström Norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Björn Helge Riise hefur krafið fyrrum félag sitt Lilleström um rúmar sex milljónir íslenskra króna. Krafan á uppruna sinn í samningi sem Riise gerði við Lilleström þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2005. Fótbolti 5.7.2011 15:30 Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 5.7.2011 15:10 City ætlar ekki að flýta sér að selja Tevez Forráðamenn Manchester City segjast ekki þurfa að flýta sér að selja Carlos Tevez. Argentínumaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að fara frá félaginu. Enski boltinn 5.7.2011 14:45 Ótrúlegur viðsnúningur þegar U17 landsliðið tapaði gegn Frökkum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri beið lægri hlut gegn Frakklandi 3-2 á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi í dag. Íslensku stúlkurnar voru 2-0 yfir í hálfleik og með undirtökin í leiknum. Íslenski boltinn 5.7.2011 14:18 Steven Gerrard missir af æfingaferð Liverpool til Asíu Steven Gerrard fyrirliði Liverpool missir af æfingaferð enska úrvalsdeildarliðsins til Asíu. Forráðamenn Liverpool telja mikilvægara að Gerrard verði áfram í umsjón sjúkraliðsins á Anfield en hann er að jafna sig á meiðslum. Enski boltinn 5.7.2011 14:15 Aron Einar sterklega orðaður við Cardiff Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson gæti verið á leið til Cardiff City ef marka má velska fjölmiðla. Walesonline heldur því fram að Aron Einar gæti skrifað undir við nýtt félag innan 48 klukkustunda. Fótbolti 5.7.2011 14:00 Williams vann fyrsta og 100 sigurinn á Silverstone Williams liðið er á heimavelli á Silverstone brautinni eins og önnur Formúlu 1 lið, sem eru staðsett í Bretlandi. Níunda umferðin í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina. Williams liðið vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 1979 og þann 100 í röðinni árið 1997. Formúla 1 5.7.2011 13:59 Coentrao til Real Madrid á 30 milljónir evra Benfica hefur samþykkt boð frá Real Madrid í portúgalska vinstri bakvörðinn Fabio Coentrao. Kaupverðið er talið vera 30 milljónir evra eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna. Landsliðsmaðurinn portúgalski á eftir að semja um kaup og kjör auk þess sem hann þarf að gangast undir læknisskoðun. Fótbolti 5.7.2011 13:30 Chile vann Mexíkó - Jafnt hjá Úrúgvæ Tveir leikir fóru fram í Suður-Ameríku bikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile vann sigur á Mexíkó 2-1 eftir að hafa lent marki undir en Úrúgvæ náði aðeins jafntefli 1-1 gegn Perú. Fótbolti 5.7.2011 13:00 Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. Handbolti 5.7.2011 11:31 U19 landslið Íslands steinlá gegn Hollandi Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri beið lægri hlut 20-12 gegn Hollendingum á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg. Íslenska liðið leiddi í hálfleik 9-7. Handbolti 5.7.2011 10:58 Hasan Salihamidzic til Wolfsburg Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður. Fótbolti 5.7.2011 10:45 Scholes gerir lítið úr fallegum fótbolta Arsenal Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Manchester United segist vonast til þess að Samir Nasri gangi til liðs við félagið frá Arsenal. Hann segir lítinn tilgang í að spila fallegan fótbolta ef það skilar engum árangri. Enski boltinn 5.7.2011 10:15 Nærveru Jovanovic hjá Liverpool ekki lengur óskað Serbinn Milan Jovanovic leikmaður Liverpool hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að krafta hans sé ekki lengur óskað. Jovanovic kom til félagsins á frjálsri sölu síðastliðið sumar en fékk fá tækifæri með Liverpool eftir að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn. Enski boltinn 5.7.2011 09:45 Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten "Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Fótbolti 5.7.2011 09:00 Peter Ridsdale kaupir Plymouth Argyle Allt bendir til þess að Peter Ridsdale muni kaupa enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle fyrir eitt breskt pund. Félagið hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin misseri og fór í greiðslustöðvun í mars síðastliðnum. Enski boltinn 5.7.2011 09:00 Björn Bergmann stendur sig í vinnunni Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, stendur sig vel í vinnunni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Björn Bergmann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa fengið hæstu einkunn að meðaltali í leik í deildinni og hann er í efsta sæti á stoðsendingalistanum. Fótbolti 5.7.2011 07:00 Rory McIlroy er með frábært æfingasvæði í bakgarðinum Norður –Írinn Rory McIlroy hefur vakið gríðarlega athygli frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á dögunum. Hinn 22 ára gamli kylfingur veit vart aura sinna tal eftir velgengnina undanfarin ár og hann hefur látið útbúa magnað æfingasvæði í bakgarðinum á heimili sínu. Golf 4.7.2011 23:48 Rafael van der Vaart vonast til þess að Modric verði kyrr Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í sumar. Hinn 25 ára gamli Modric kom flestum á óvart þegar hann sagðist vilja fara frá liðinu en Tottenham hefur þegar hafnað 22 milljóna punda tilboði í króatíska miðjumanninn. Enski boltinn 4.7.2011 23:30 Carlos Tevez vill fara frá Manchester City Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Í stuttri yfirlýsingu sagði framherjinn að hann vilji vera nær dætrum sínum sem eru búsettar í Argentínu. Enski boltinn 4.7.2011 22:12 Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi. Körfubolti 4.7.2011 21:15 Kvennalandsliðið í golfi hefur keppni á EM í Austurríki Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á EM sem fram fer í Austurríki. Alls hafa 20 þjóðir keppnisrétt á þessu móti og fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik. Að því loknum er þjóðunum skipt í þrjá riðla eftir skori – og holukeppni ræður úrslitum um lokastöðuna á síðustu tveimur keppnisdögunum. Golf 4.7.2011 20:30 Ronaldo æfur yfir fölsku viðtali í Sunday Mirror Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag. Ronaldo skrifaði á Twitter samskiptasíðuna að viðtalið væri uppspuni frá rótum og hann hafi aldrei farið í viðtalið. Fótbolti 4.7.2011 19:45 Golfskóli Birgis Leifs: Takturinn er mikilvægur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir hve mikilvægt það er að vera með góðan takt í golfsveiflunni. Birgir sýnir æfingar sem flestir kylfingar geta nýtt sér en þær eru úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 4.7.2011 19:00 Golfíþróttin þarf á Tiger að halda - aðsóknin hrundi á AT&T Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Woods var ekki með á AT&T meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn en hann vann það mót árið 2009. Í ár vantaði um 40.000 áhorfendur á mótið miðað við í fyrra og er fækkunin um 22%. Golf 4.7.2011 18:15 Íslenska karlandsliðið hefur leik á EM á morgun Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Portúgal. Alls eru 20 þjóðir sem eru með keppnisrétt á þessu móti. Golf 4.7.2011 17:30 « ‹ ›
Konurnar byrjuðu illa á EM í Austurríki Íslenska kvennalandsliðið í golf lék ekki vel á fyrsta keppnisdeginum á Evrópumeistaramóti áhugakylfinga sem fram fer í Austurríki. Fimm bestu skorin af alls sex gilda í höggleiknum fyrstu tvo keppnisdagana og er Ísland í 17. sæti af allls 20 liðum. Samtals er Ísland á +17 höggum yfir pari en Danir eru í sérflokki í efsta sæti á -15. Golf 5.7.2011 18:30
Tiger Woods verður ekki með á opna breska Tiger Woods hefur ákveðið að taka ekki þátt á opna breska meistaramótinu í golfi sem fram fer á Royal St. George's vellinum í næstu viku. Bandaríski kylfingurinn hefur ekkert keppt að undanförnu vegna meiðsla og í dag gaf hann það út að hann yrði ekki með á stórmótinu. Golf 5.7.2011 17:30
Ástralar ósáttir við Harry Kewell Harry Kewell einn besti og dáðasti knattspyrnumaður Ástralíu hefur skapað sér óvæntar óvinsældir í heimalandinu. Allt leit út fyrir að Kewell ætlaði að ljúka ferlinum í áströlsku A-deildinni en nú virðist vera komið babb í bátinn. Fótbolti 5.7.2011 16:45
Alou Diarra til Marseille Franski miðjumaðurinn Alou Diarra hefur gengið til liðs við Marseille. Samingur Diarra er til þriggja ára en hann kemur til liðsins frá Bordeaux. Fótbolti 5.7.2011 16:00
Riise gæti farið í mál við Lilleström Norski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Björn Helge Riise hefur krafið fyrrum félag sitt Lilleström um rúmar sex milljónir íslenskra króna. Krafan á uppruna sinn í samningi sem Riise gerði við Lilleström þegar hann gekk til liðs við félagið árið 2005. Fótbolti 5.7.2011 15:30
Mansell hrifinn af frammistöðu Vettel og lét ekki beinbrot stöðva sig Fyrrum Formúlu 1 ökumaðurinn og Bretinn Nigel Mansell er hrifinn af frammistöðu Sebastian Vettel og hvernig hann hefur náð tökum á nýjum dekkjum í Formúlu 1. Sjálfur varð Mansell meistari 1992 og lét ekki brotin bein í fæti stöðva sig frá takmarki sínu í titilslagnum á sínum tima. Mansell verður meðal dómara á breska kappakstrinum um næstu helgi. Formúla 1 5.7.2011 15:10
City ætlar ekki að flýta sér að selja Tevez Forráðamenn Manchester City segjast ekki þurfa að flýta sér að selja Carlos Tevez. Argentínumaðurinn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann óskaði eftir því að fara frá félaginu. Enski boltinn 5.7.2011 14:45
Ótrúlegur viðsnúningur þegar U17 landsliðið tapaði gegn Frökkum Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu skipað leikmönnum 17 ára og yngri beið lægri hlut gegn Frakklandi 3-2 á Norðurlandamóti stúlkna í Finnlandi í dag. Íslensku stúlkurnar voru 2-0 yfir í hálfleik og með undirtökin í leiknum. Íslenski boltinn 5.7.2011 14:18
Steven Gerrard missir af æfingaferð Liverpool til Asíu Steven Gerrard fyrirliði Liverpool missir af æfingaferð enska úrvalsdeildarliðsins til Asíu. Forráðamenn Liverpool telja mikilvægara að Gerrard verði áfram í umsjón sjúkraliðsins á Anfield en hann er að jafna sig á meiðslum. Enski boltinn 5.7.2011 14:15
Aron Einar sterklega orðaður við Cardiff Íslenski landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson gæti verið á leið til Cardiff City ef marka má velska fjölmiðla. Walesonline heldur því fram að Aron Einar gæti skrifað undir við nýtt félag innan 48 klukkustunda. Fótbolti 5.7.2011 14:00
Williams vann fyrsta og 100 sigurinn á Silverstone Williams liðið er á heimavelli á Silverstone brautinni eins og önnur Formúlu 1 lið, sem eru staðsett í Bretlandi. Níunda umferðin í Formúlu 1 verður á brautinni um helgina. Williams liðið vann sinn fyrsta sigur á brautinni árið 1979 og þann 100 í röðinni árið 1997. Formúla 1 5.7.2011 13:59
Coentrao til Real Madrid á 30 milljónir evra Benfica hefur samþykkt boð frá Real Madrid í portúgalska vinstri bakvörðinn Fabio Coentrao. Kaupverðið er talið vera 30 milljónir evra eða sem nemur um fimm milljörðum íslenskra króna. Landsliðsmaðurinn portúgalski á eftir að semja um kaup og kjör auk þess sem hann þarf að gangast undir læknisskoðun. Fótbolti 5.7.2011 13:30
Chile vann Mexíkó - Jafnt hjá Úrúgvæ Tveir leikir fóru fram í Suður-Ameríku bikarnum í knattspyrnu í gærkvöldi. Chile vann sigur á Mexíkó 2-1 eftir að hafa lent marki undir en Úrúgvæ náði aðeins jafntefli 1-1 gegn Perú. Fótbolti 5.7.2011 13:00
Sigurgeir Árni á leið til Kristiansund HK Fyrirliði Íslandsmeistara FH í handknattleik, Sigurgeir Árni Ægisson, er á leið til norska félagsins Kristiansund HK. Þjálfari liðsins er Íslendingurinn Gunnar Magnússon en auk þess leikur Akureyringurinn Jónatan Magnússon með liðinu. Handbolti 5.7.2011 11:31
U19 landslið Íslands steinlá gegn Hollandi Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri beið lægri hlut 20-12 gegn Hollendingum á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem fram fer í Gautaborg. Íslenska liðið leiddi í hálfleik 9-7. Handbolti 5.7.2011 10:58
Hasan Salihamidzic til Wolfsburg Bosníumaðurinn Hasan Salihamidzic er genginn til liðs við þýska félagið Wolfsburg. Salihamidzic kemur til liðsins á frjálsri sölu en samningur hans við Juventus var ekki endurnýjaður. Fótbolti 5.7.2011 10:45
Scholes gerir lítið úr fallegum fótbolta Arsenal Paul Scholes sem nýverið lagði skóna á hilluna eftir farsælan feril með Manchester United segist vonast til þess að Samir Nasri gangi til liðs við félagið frá Arsenal. Hann segir lítinn tilgang í að spila fallegan fótbolta ef það skilar engum árangri. Enski boltinn 5.7.2011 10:15
Nærveru Jovanovic hjá Liverpool ekki lengur óskað Serbinn Milan Jovanovic leikmaður Liverpool hefur fengið þau skilaboð frá félaginu að krafta hans sé ekki lengur óskað. Jovanovic kom til félagsins á frjálsri sölu síðastliðið sumar en fékk fá tækifæri með Liverpool eftir að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn. Enski boltinn 5.7.2011 09:45
Kolbeinn fetar í fótspor Van Basten "Ég tel Ajax vera eitt stærsta félag í Evrópu og jafnvel í heiminum. Þetta er stórt tækifæri fyrir mig að spila fyrir svona sögufrægt félag,“ segir Kolbeinn Sigþórsson. Kolbeinn skrifaði undir fjögurra ára samning við hollensku meistaranna í gær en kaupverðið er talið vera um fjórar milljónir evra. Fótbolti 5.7.2011 09:00
Peter Ridsdale kaupir Plymouth Argyle Allt bendir til þess að Peter Ridsdale muni kaupa enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle fyrir eitt breskt pund. Félagið hefur átt í fjárhagslegum erfiðleikum undanfarin misseri og fór í greiðslustöðvun í mars síðastliðnum. Enski boltinn 5.7.2011 09:00
Björn Bergmann stendur sig í vinnunni Björn Bergmann Sigurðarson, leikmaður U21 árs landsliðs Íslands, stendur sig vel í vinnunni hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström. Björn Bergmann er í fjórða sæti á lista yfir þá sem hafa fengið hæstu einkunn að meðaltali í leik í deildinni og hann er í efsta sæti á stoðsendingalistanum. Fótbolti 5.7.2011 07:00
Rory McIlroy er með frábært æfingasvæði í bakgarðinum Norður –Írinn Rory McIlroy hefur vakið gríðarlega athygli frá því hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í golfi á dögunum. Hinn 22 ára gamli kylfingur veit vart aura sinna tal eftir velgengnina undanfarin ár og hann hefur látið útbúa magnað æfingasvæði í bakgarðinum á heimili sínu. Golf 4.7.2011 23:48
Rafael van der Vaart vonast til þess að Modric verði kyrr Hollenski landsliðsmaðurinn Rafael van der Vaart telur að liðsfélagi hans Luka Modric hjá enska liðinu Tottenham sé ekki á höttunum eftir hærri launum fari hann frá Tottenham í sumar. Hinn 25 ára gamli Modric kom flestum á óvart þegar hann sagðist vilja fara frá liðinu en Tottenham hefur þegar hafnað 22 milljóna punda tilboði í króatíska miðjumanninn. Enski boltinn 4.7.2011 23:30
Carlos Tevez vill fara frá Manchester City Argentínski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Carlos Tevez, gaf í kvöld út þá yfirlýsingu að hann vilji yfirgefa herbúðir enska bikarmeistaraliðsins Manchester City. Í stuttri yfirlýsingu sagði framherjinn að hann vilji vera nær dætrum sínum sem eru búsettar í Argentínu. Enski boltinn 4.7.2011 22:12
Ólafur afhenti Rússum sigurverðlaunin Rússar fögnuðu sigri á Evrópumeistaramótinu í körfuknattleik kvenna en úrslitaleikurinn fór fram í gær. Rússar og Tyrkir áttust við í úrslitaleiknum og þar höfðu Rússar betur 59-42 og var sigur þeirra aldrei í hættu. Ólafur Rafnsson forseti FIBA Europe og forseti Íþrótta – og ólympíusambands Íslands afhenti sigurvegurunum verðlaunin í leikslok en mótið fór fram í Póllandi. Körfubolti 4.7.2011 21:15
Kvennalandsliðið í golfi hefur keppni á EM í Austurríki Íslenska kvennalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á EM sem fram fer í Austurríki. Alls hafa 20 þjóðir keppnisrétt á þessu móti og fyrstu tvo keppnisdagana er keppt í höggleik. Að því loknum er þjóðunum skipt í þrjá riðla eftir skori – og holukeppni ræður úrslitum um lokastöðuna á síðustu tveimur keppnisdögunum. Golf 4.7.2011 20:30
Ronaldo æfur yfir fölsku viðtali í Sunday Mirror Portúgalski landsliðsmaðurinn í fótbolta, Cristiano Ronaldo, er ekki sáttur við enska dagblaðið Sunday Mirror sem birti viðtal við hann s.l. sunnudag. Ronaldo skrifaði á Twitter samskiptasíðuna að viðtalið væri uppspuni frá rótum og hann hafi aldrei farið í viðtalið. Fótbolti 4.7.2011 19:45
Golfskóli Birgis Leifs: Takturinn er mikilvægur Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur og Íslandsmeistari í golfi, fer hér yfir hve mikilvægt það er að vera með góðan takt í golfsveiflunni. Birgir sýnir æfingar sem flestir kylfingar geta nýtt sér en þær eru úr þáttunum Golfskóli Birgis Leifs sem sýndir eru á Stöð 2 sport. Golf 4.7.2011 19:00
Golfíþróttin þarf á Tiger að halda - aðsóknin hrundi á AT&T Það er alveg ljóst að golfíþróttin þarf á Tiger Woods að halda en hann hefur verið fjarverandi að undanförnu vegna meiðsla. Woods var ekki með á AT&T meistaramótinu sem lauk á sunnudaginn en hann vann það mót árið 2009. Í ár vantaði um 40.000 áhorfendur á mótið miðað við í fyrra og er fækkunin um 22%. Golf 4.7.2011 18:15
Íslenska karlandsliðið hefur leik á EM á morgun Íslenska karlalandsliðið í golfi hefur leik á morgun á Evrópumeistaramótinu sem fram fer í Portúgal. Alls eru 20 þjóðir sem eru með keppnisrétt á þessu móti. Golf 4.7.2011 17:30