Sport

Beckenbauer: Goetze er okkar Messi

Þýska goðsögnin, Franz Beckenbauer, fer fögrum orðum um Mario Goetze, leikmanns Borussia Dortmund, eftir að félagið sigraði Hamburg, 3-1, í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar.

Fótbolti

Umfjöllun: Meistarabragur á sigri KR

KR vann dramatískan 3-2 sigur á Víkingi á heimavelli sínum í kvöld og jók forskot sitt á ÍBV á toppi deildarinnar í fjögur stig en KR á auk þess leik til góða. Staða Víkings í botnbaráttunni versnar enn því liðið er nú fimm stigum á eftir Grindavík en spilamennska Víkings hefur batnað mikið í síðustu tveimur leikjum.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: Óskar bjargaði Grindavík

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Breiðabliks í blíðunni á Grindavíkurvelli. Heimamenn voru fyrir leikinn í 10 sæti með 12 stig en Blikar sæti ofar með fimmtán stig. Það var því vona á hörkuleik milli þeirra tveggja liða sem höfðu fengið flest mörk á sig í deildinni. Mörkin voru þó ekki mörg í kvöld. Eitt hjá hvoru liði og niðurstaðan því jafntefli.

Íslenski boltinn

Umfjöllun: KR græddi á jafntefli í Eyjum

ÍBV og Valur gerðu 1-1 jafntefli í uppgjöri liðanna í öðru og þriðja sæti Pepsi-deildarinnar. Það má segja að sigurvegarinn hafi verið KR því þessi töpuðu stig hjá næstu liðum í töflunni styrkja stöðu þeirra í toppsætinu.

Íslenski boltinn

Man. Utd. vann Samfélagsskjöldin eftir magnaðan úrslitaleik

Manchester United vann stórleikinn gegn Manchester City, 3-2, um Samfélagsskjöldin eftir að hafa lent 2-0 undir. Man. Utd. lék frábærlega í síðari hálfleiknum og sýndi meistaratakta. David De Gea, markvörður Man. Utd, var sennilega manna kátastur eftir leikinn en hann gat gert betur í báðum mörkunum sem United fékk á sig í leiknum. Fylgst var með gangi mála beint á Vísi sem sjá má hér að neðan.

Enski boltinn

Barcelona vann í Dallas

Barcelona vann í gærkvöldi 2-0 sigur á mexíkóska liðinu Club America. Leikurinn fór fram á heimavelli NFL-liðsins Dallas Cowboys í Dallas.

Fótbolti

Mancini vill fá fleiri leikmenn

Roberto Mancini segir að hann sé ekki með nógu marga leikmenn til að geta unnið ensku úrvalsdeildina á næsta keppnistímabili. Hann vill fá 2-3 leikmenn til viðbótar.

Enski boltinn

Risalax úr Hrútafjarðará og fleiri stórlaxar úr Breiðdalsá

Enskur veiðimaður fékk í vikunni einn stærsta lax í sögu Hrútafjarðarár er hann var að veiða í efsta veiðistaðnum Réttarfossi. Eftir langa viðureign landaði hann nýrunni hrygnu sem hann mældi á bakkanum sem 106 cm langa og ca. 12 kg! Tók hann einnig mynd af henni áður en hann sleppti henni aftur út í hylinn. Ágæt veiði er í ánni, ekkert mok eins og oft undanfarinn ár en vatnið gott og veiði eftir því. En Hrútafjarðará á oft sínu bestu spretti síðsumars.

Veiði

Carew kominn til West Ham

John Carew gekk í dag til liðs við enska B-deildarfélagið West Ham. Hann var síðast á mála hjá Aston Villa en samningur hans rann út í lok síðasta tímabils.

Enski boltinn

Eiður meiddist í æfingaleik

AEK frá Grikklandi tapaði í kvöld æfingaleik fyrir spænska liðinu Getafe, 1-0. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði AEK en fór meiddur af velli eftir 25 mínútur.

Fótbolti

Jón Guðni á bekknum

Jón Guðni Fjóluson sat á bekknum er lið hans, Germinal Beerschot, gerði 2-2 jafntefli við Gent á heimavelli í belgísku úrvalsdeildinni í dag.

Fótbolti