Páll: Kjánalegt að láta ekki aðra leiki fara fram Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. september 2011 20:26 Mynd/Anton Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira