Páll: Kjánalegt að láta ekki aðra leiki fara fram Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 18. september 2011 20:26 Mynd/Anton Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Páll Viðar Gíslason þjálfari Þórs var að vonum svekktur með að fá ekkert út úr leiknum gegn Val í kvöld og skildi ekki af hverju aðrir leikir sem áttu að fara fram á höfuðborgarsvæðinu fóru ekki fram í kvöld. „Ég er fyrst of fremst svekktur að hafa ekki fengið neitt út úr þessum leik. Mér fannst við öflugri í seinni hálfleik. Við fengum ágætis upphlaup og stóðum okkur mun betur í seinni hálfleik en fyrri. Mér fannst við eiga meira skilið út úr þessum leik en ekki neitt," sagði Páll eftir leikinn. „Menn halda að spila undan vindi hjálpi eitthvað til og menn eru kannski ekki eins ákveðnir að taka hlaup og bakka hvern annan upp en við vorum skipulagaðari og sterkari í seinni hálfleik. Okkur gekk betur að halda boltanum innan liðsins og það var súrt að fá á sig þetta mark á 90. mínútu og þar með ekki neitt," sagði Páll sem vildi ekki tjá sig um vítið sem tryggði Val sigur á lokamínútunum en hann taldi sitt lið hafa verið rænt víti í fyrri hálfleik. „Maður sér ýmislegt við völlinn. Meðal annars sá ég annars ágætan dómarann taka sprett með flautuna út úr sér. Mér fannst við eiga að fá víti en hann breytti því á einhverri leið. Ég veit ekki hvort hann hefur fengið einhver skilaboð á leiðinni." „Mér fannst að það ætti ekki að fresta einu né neinu þar sem við vorum látnir stíga upp í flugvél og spila hér í dag. Mér finnst afar einkennilegt að ekki hafi verið spilað á fleiri völlum. Það er afar kjánalegt. Persónulega hefðum við alltaf viljað spila þennan leik en það er einkennilegt að öllum öðrum leikjum sé frestað vegna veðurs en það sé ekki of slæmt fyrir okkur norðanmenn að koma í rússíbanaferð í flugvél," sagði Páll en Akureyringarnir hringdu suður í dag áður en þeir stigu upp í flugvél til að ganga úr skugga um að það yrði örugglega leikið. „Við reiknuðum með að það yrði spilað út um alla borg þar sem það er spenna á toppi og botni en kannski var þessi leikur minna merkilegur en aðrir, ég veit það ekki," sagði ósáttur Páll. „Það sem stendur upp úr er að við ætluðum að ná okkur í að minnsta kosti eitt stig. Leikmenn sýndu að við ætluðum að ná í þetta stig en það er eitthvað sem ræður því að við fengum á okkur mark á 90. mínútu. Það er súrsætt að tapa eftir að hafa hlaupið og gefið allt af sér í ofsaveðri í 90 mínútur." „Það var ekki mikið um færi, þetta var út og suður og upp og niður og boltinn mikið útaf, eðlilega. Við áttum ágætis upphlaup og fengum fínt færi rétt áður en þeir skora en við rúllum til og misstum af því. Örlögin eru svona. Þetta er kannski af því að Hlíðarendavöllur er eini spilhæfi völlurinn á landinu undir þessum kringumstæðum, þá er kannski ekki skrítið að þeir nái að kreista fram sigur á þessum frábæra velli," sagði Páll að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira