Íslenski boltinn

Öllum leikjum frestað nema viðureign Vals og Þórs

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slæmt veður er á suðvesturhorni landsins og hefur fimm leikjum verið frestað í dag.
Slæmt veður er á suðvesturhorni landsins og hefur fimm leikjum verið frestað í dag. Mynd/Daníel
KSÍ hefur gefið það út að öllum leikjum dagsins í Pepsi-deild karla hefur verið frestað fyrir utan viðureign Vals og Þórs á Vodafone-vellinum. Sá leikur hefst klukkan 17.00.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, staðfesti við Vísi að óleikfært sé á öllum völlum sem átti að spila á í dag en alls áttu fimm leikir að hefjast klukkan 17.00. Klukkan 19.15 átti að fara fram leikur Fram og Keflavíkur.

Leikmenn Þórs eru þegar komnir til Reykjavíkur og segir Birkir að það sé hluti af ástæðu þess að sá leikur fer fram. Þó sé veðrið hvað skást á Hlíðarenda.

Tveimur leikjum, í Vestmannaeyjum og í Grindavík, var frestað fyrir hádegi en þrír leikir bættust í þann hóp um klukkan 16.

Öllum leikjunum fimm hefur verið frestað til morguns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×