Umfjöllun: Stjarnan hirti öll stigin í Árbænum Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 19. september 2011 00:01 Mynd/Pjetur Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira
Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Sjá meira