Umfjöllun: Stjarnan hirti öll stigin í Árbænum Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 19. september 2011 00:01 Mynd/Pjetur Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Í beinni: Bournemouth - Liverpool | Salah stimplar sig aftur inn í enska Enski boltinn Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira