Sport

Keimlíkir - annar Þórsari en hinn KR-ingur

Nafnarnir Arnar Logi Tómasson, KR-ingur, og Arnar Logi Viðarsson, Þórsari, hittust á Norðurálsmótinu á Akranesi fyrr í sumar. Þeir eru nauðalíkir í útliti, fæddir sama árið og í sama mánuðinum. Þeir eru áhugasamir um fótbolta þótt þeir styðji sitthvort liðið.

Íslenski boltinn

Atli Sigurjónsson: Við erum vanir þessu

Atli Sigurjónsson leikmaður Þórs gefur lítið fyrir að Akureyringar verði á nálum þegar þeir mæta KR í úrslitum Valitor-bikars karla í knattspyrnu á morgun. Hann segir leikinn hljóta að vera stóra stund fyrir Akureyrarbæ.

Íslenski boltinn

Hargreaves með tilboð í höndunum frá WBA

Owen Hargreaves, landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, stendur til boða samningur hjá West Brom í ensku úrvalsdeildinni. Hargreaves, sem glímt hefur við meiðsli undanfarin ár, fékk ekki nýjan samning hjá Manchester United í vor.

Enski boltinn

Guðmundur leggur flest upp í Pepsi-deildinni

Guðmundur Steinarsson hefur ekki skoraði í 805 mínútur í Pepsi-deildinni en hefur á sama tíma tekið forystuna á listanum yfir þá sem hafa átt flestar stoðsendingar. Guðmundur ætlar að bæta tvö félagsmet í næsta leik Keflavíkur.

Íslenski boltinn

Úttekt BBC: Engin hefur búið til fleiri færi en Fabregas

David Ornstein, blaðamaður á BBC, skrifaði í dag grein á heimasíðu BBC, þar sem að hann fór yfir það hversu mikið Cesc Fabregas hefur gert fyrir Arsenal-liðið á undanförnum fimm árum. Mikilvægi Fabregas sést þar vel, bæði á gengi Arsenal án hans sem og á hversu mörg færi hann skapar fyrir liðsfélaga sína.

Enski boltinn

Matthäus framlengir við Búlgaríu

Þjóðverjinn Lothar Matthäus hefur framlengt samning sinn sem landsliðsþjálfari Búlgaríu til 2013. Borislav Mihaylov, forseti búlgarska knattspyrnusambandsins og fyrrum landsliðsmarkvörður, tilkynnti fréttamönnum um ákvörðunina í dag.

Fótbolti

Metsumar í vændum í Svalbarðsá?

,Ég er búinn að vera leiðsögumaður við Svalbarðsá um fimm ára skeið og ég hef ekki fyrr séð jafn mikið af laxi í ánni og núna. Laxinn er dreifður um alla ána. Gljúfrin eru pökkuð af laxi og það er einnig mjög mikið af laxi í neðri hluta árinnar. Ég trúi ekki öðru en að þetta verði enn eitt metsumarið en mesta veiðin í ánni var í fyrrasumar er 504 laxar voru færðir til bókar."Þetta segir Stefán Hrafnsson leiðsögumaður en hann er nú nýbúinn að aðstoða hóp breskra veiðimanna í Svalbarðsá. Líkt og fram kemur hér annars staðar á síðunni þá hafa veiðimennirnir fengið frábæra veiði og enduðu með 80 laxa á 4 dögum og þar af voru 70-75% tveggja ára lax.

Veiði

Mikil bleikjuveiði í Hópinu

Holl sem var að veiðum í Gljúfurá í Húnaþingi lauk veiðum í dag með 9 laxa og missti annað eins. Töluvert af laxi var í ánni en þess má geta að nú er eingöngu veitt á flugu en það virðist ekki koma að sök því nokkrir af þessum löxum komu upp í "dæmigerðum" maðkastöðum að sumra mati.

Veiði

Westerfeld semur við Ajax í Höfðaborg

Hollendingurinn Sander Westerveld, fyrrum markvörður Liverpool, hefur skrifað undir tveggja ára samning við Ajax Cape Twon í Suður-Afríku. Westerveld hefur verið á mála hjá Monza í neðri deildum Ítalíu undanfarin ár.

Fótbolti

Urriðinn á Hrauni

Þótt rólegt hafi verið í bleikjunni það sem af er sumri hefur urriðaveiðin austur í Laxá staðið fyrir sínu. Svæðið á Hrauni er þar ekki undanskilið og hafa menn á köflum verið þar í miklum ævintýrum. Urriðinn er vel haldinn og nóg virðist vera af honum og ekki skemmir fyrir að einn og einn lax veiðist.

Veiði

Tiger í tómu tjóni á fyrsta degi á PGA-mótinu

Tiger Woods byrjaði skelfilega á PGA-meistaramótinu í golfi sem fram fer í Johns Creek í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Woods lék fyrstu 18 holurnar á 77 höggum eða sjö höggum yfir pari og er hann eins og er í 100. sæti á mótinu.

Golf

UEFA vísar Olympiakos Volos úr Evrópudeildinni

Gríska knattspyrnufélaginu Olympiakos Volos hefur verið vísað úr Evrópudeildinni. Félagið átti að mæta Paris Saint Germain í 4. umferð forkeppninnar í næstu viku en varð uppvíst um hagræðingu úrslita í heimalandinu.

Fótbolti

Bleikjan orðin fáliðuð í Elliðavatni

Fyrir rúmum tuttugu árum var svipað hlutfall af bleikju og urriða í Elliðavatni en nú hefur það breyst. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, segir margt benda til þess að nú á seinni árum sé bleikjan orðin ansi fáliðuð í vatninu. Tilraunaveiðar undanfarinna ára sýni að hlutfall bleikju í vatninu sé tæplega 10 prósent og urriða um 90 prósent.

Veiði

Sækir sér í soðið í Elliðavatn

Elliðavatn er lítil veiðiperla innan borgarmarkanna. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Bleikjan á undir högg að sækja. Geir Thorsteinsson veiðimaður hefur stundað veiði í vatninu í 56 ár.

Veiði