Ágúst ætlar að nýta tímann vel út í Póllandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2011 07:00 Birna Berg Haraldsdóttir spilar sína fyrstu landsleiki í Póllandi. Mydn/Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið er komið til Póllands, þar sem stelpurnar taka þátt í æfingamóti. Liðið mætir Hollandi í dag og spilar síðan einnig við Pólland og Tékkland um helgina. „Það er frábært að komast á svona mót og spila á móti svona sterkum þjóðum. Við erum búin að nýta tímann vel og ætlum að gera það enn betur á komandi dögum. Vonandi náum við fínum úrslitum en höfuðáherslan er að hreyfa aðeins liðið, skoða leikmenn og reyna að vinna með okkar leikskipulag," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við höfum æft tvisvar á dag við mjög fínar aðstæður í Póllandi og erum síðan að fara að spila við sterka andstæðinga," segir Ágúst, en hann leggur áherslu á að horfa ekki of langt. Liðið er þar með að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október, sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur á jörðinni og einbeitum okkur að næsta verkefni, sem er mjög mikilvægir leikir í Evrópukeppninni. Við erum þar í riðli með Sviss, Úkraínu og Spáni og það fara tvö lið áfram. Við eigum fína möguleika á því að komast áfram en þurfum þá að halda rétt á spilunum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera einbeitt og taka bara eitt skref í einu," segir Ágúst, sem er án lykilmanna í mótinu í Póllandi. „Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) kemur til móts við hópinn í kvöld (í gær) og við verðum að sjá til hversu mikið hún getur verið með því hún er búin að vera veik. Rakel (Dögg Bragadóttir, fyrirliði) er enn þá meidd og ég reikna ekki með henni í neinum leikjanna nema kannski hugsanlega í síðasta leiknum. Hún verður ekki með á morgun og á laugardaginn. Rut (Jónsdóttir) meiddist í leik með Tvis Holstebro tveimur dögum áður en við fórum út. Hún er heldur ekki hérna. Liðið er því breytt og það er um að gera að nýta þessa leiki í að gefa öðrum tækifæri og skoða fleiri leikmenn," segir Ágúst. Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið er komið til Póllands, þar sem stelpurnar taka þátt í æfingamóti. Liðið mætir Hollandi í dag og spilar síðan einnig við Pólland og Tékkland um helgina. „Það er frábært að komast á svona mót og spila á móti svona sterkum þjóðum. Við erum búin að nýta tímann vel og ætlum að gera það enn betur á komandi dögum. Vonandi náum við fínum úrslitum en höfuðáherslan er að hreyfa aðeins liðið, skoða leikmenn og reyna að vinna með okkar leikskipulag," sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins. „Við höfum æft tvisvar á dag við mjög fínar aðstæður í Póllandi og erum síðan að fara að spila við sterka andstæðinga," segir Ágúst, en hann leggur áherslu á að horfa ekki of langt. Liðið er þar með að hefja undirbúning sinn fyrir undankeppni EM sem hefst í október, sem og heimsmeistaramótið í Brasilíu sem fer fram í desember. „Það er gríðarlega mikilvægt að við höldum okkur á jörðinni og einbeitum okkur að næsta verkefni, sem er mjög mikilvægir leikir í Evrópukeppninni. Við erum þar í riðli með Sviss, Úkraínu og Spáni og það fara tvö lið áfram. Við eigum fína möguleika á því að komast áfram en þurfum þá að halda rétt á spilunum. Það er gríðarlega mikilvægt að vera einbeitt og taka bara eitt skref í einu," segir Ágúst, sem er án lykilmanna í mótinu í Póllandi. „Anna Úrsúla (Guðmundsdóttir) kemur til móts við hópinn í kvöld (í gær) og við verðum að sjá til hversu mikið hún getur verið með því hún er búin að vera veik. Rakel (Dögg Bragadóttir, fyrirliði) er enn þá meidd og ég reikna ekki með henni í neinum leikjanna nema kannski hugsanlega í síðasta leiknum. Hún verður ekki með á morgun og á laugardaginn. Rut (Jónsdóttir) meiddist í leik með Tvis Holstebro tveimur dögum áður en við fórum út. Hún er heldur ekki hérna. Liðið er því breytt og það er um að gera að nýta þessa leiki í að gefa öðrum tækifæri og skoða fleiri leikmenn," segir Ágúst.
Íslenski handboltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira