Sport

Augnpot Mourinho tekið til rannsóknar

Spænska knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á framgöngu Jose Mourinho í lok síðari viðureignar Barcelona og Real Madrid um spænska ofurbikarinn í síðustu viku. Mourinho stakk þá fingri í auga aðstoðarþjálfara Barcelona sem svaraði með því að slá til Mourinho.

Fótbolti

1100 laxar komnir upp fyrir Árbæjarfoss

Mikill lax er genginn upp fyrir Árbæjarfoss og þó nokkur lax mun vera kominn alla leið upp á Heiði / Bjallalæk, sem er efsta svæðið í Ytri Rangá. Mikill metnaður var settur í seiðasleppingar á efri svæðunum með það að markmiði að fá meira af laxi til að ganga upp á efri svæðin. Til að mynda var bætt við tveimur nýjum sleppitjörnum sleppt á svæðið og var 25.000 seiðum sleppt í hverja tjörn fyrir sig.

Veiði

Kyrgiakos farinn frá Liverpool

Liverpool hefur staðfest að gríski varnarmaðurinn Sotirios Kyrgiakos sé farinn frá félaginu og sé genginn til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg. Þýska félagið þurfti ekkert að greiða fyrir kappann.

Enski boltinn

Stjörnumenn tóku aftur stig af KR-ingum - myndir

Stjörnumenn juku spennuna í toppbaráttu Pepsi-deildar karla með því að taka stig af toppliði KR á KR-vellinum í gærkvöldi. Þetta var í annað skiptið í sumar sem KR og Stjarnan gera jafntefli en KR-ingar hafa aðeins tapað fjórum stigum í hinum tólf leikjum sínum í sumar.

Íslenski boltinn

LeBron James heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins

LeBron James, einn allra besti körfuboltamaður heimsins, heimsótti leikmenn Barcelona fótboltaliðsins, besta fótboltaliðs heims, á laugardagskvöldið. James hefur verið á ferðinni um Asíu og Evrópu síðustu vikurnar til að kynna fatalínu sem er með samning við hann.

Fótbolti

Ólafur Örn: Vantar að menn séu með smá ís í maganum

„Við vorum mjög ósáttir fyrir fyrri hálfleik. Allir leikmenn áttu mikið inni. Við vorum með vind í bakið og þeir pressa okkur til að sparka langt og það er erfitt að gera það á blautum velli og því fór boltinn oft aftur fyrir. Við vildum gera betur. Það áttu allir mikið inni og það kom ágætlega fram í seinni hálfleik,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn Víkingi í kvöld.

Íslenski boltinn