Sport Fyrsti sigurinn í höfn hjá Maradona Diego Maradona fagnaði í dag fyrsta sigri sínum sem þjálfari Al Wasl liðsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al Wasl vann þá 3-0 sigur á Emirates í Etisalat-bikarnum en öll mörk liðsins komu eftir hálfleiksræðu Argentínumannsins. Fótbolti 22.9.2011 21:00 Sunna María samdi við Gróttu til þriggja ára Fylkisstelpan Sunna María Einarsdóttir hefur gert þriggja ára samning við Gróttu og mun styrkja Seltjarnarnesliðið fyrir átök vetrarins í N1 deild kvenna. Fylkir dró sig úr keppni í N1 deildinni fyrr í dag. Handbolti 22.9.2011 20:38 Pato frá í fjórar vikur Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær. Fótbolti 22.9.2011 20:30 Baldur: Eins og bikarúrslitaleikur Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri KR á Keflavíkur og átti heilt yfir mjög góðan leik. Hann hrósaði þó varamanninum Aroni Bjarka Jósepssyni sem skoraði sigurmark KR í uppbótartíma leiksins. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:10 Frans: Leiðinlegt að sjá eftir punktinum Frans Elvarsson, hinn ungi miðjumaður Keflvíkinga, skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild karla í kvöld. Keflavík tapaði þó fyrir KR á heimavelli, 3-2. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:01 Stelpurnar kláruðu Wales og unnu riðilinn sinn Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sigur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins með því að vinna 2-0 sigur á Wales í lokaleik sínum á Fylkisvellinum í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og voru því þegar búin að tryggja sér sæti í milliriðlum. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:01 Sjálfsmark Haraldar banabiti Start í undanúrslitum norska bikarsins Haraldi Frey Guðmundssyni og félögum hans í Start mistókst að tryggja félaginu sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið tapaði 0-1 á móti Aalesund í kvöld í seinni undanúrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Aalesund, sem var á heimavelli í þessum leik, mætir Birki Má Sævarssyni og félögum í Brann í bikarúrslitaleiknum. Fótbolti 22.9.2011 19:52 Kjartan Henry: Hinn rauðhærði Nesta kom til bjargar Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, lét ekki meiðsli í öxl og veikindi stöðva sig og spilaði í 90 mínútur gegn Keflavík í kvöld. Hann lagði upp eitt mark í dramatískum 3-2 sigri sinna manna. Íslenski boltinn 22.9.2011 19:51 Sörensen hefur aldrei tapað vítakeppni Danski markvörðurinn Thomas Sörensen heldur því fram að hann hafi aldrei tapað í vítaspyrnukeppni á ferlinum. Lið hans, Stoke, vann einmitt 7-6 sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í enska deildabikarnum í gær. Enski boltinn 22.9.2011 18:15 Ferguson vongóður um að Rio geti spilaði um helgina Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast til að varnarmaðurinn Rio Ferdinand geti spilað með liðinu gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Enski boltinn 22.9.2011 17:30 Anna Úrsúla kemur til Póllands í kvöld Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir ætlar ekki að láta veikindi stoppa sig frá því að spila með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á æfingamóti í Chorzow í Póllandi. Handbolti 22.9.2011 16:45 Bayern stokkið í slaginn um Götze Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í þýska boltanum er Mario Götze, leikmaður Dortmund. Fjölmörg félög vilja kaupa strákinn og þar á meðal er Bayern Munchen. Fótbolti 22.9.2011 15:30 Umfjöllun: Varamaðurinn tryggði KR dramatískan sigur Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Íslenski boltinn 22.9.2011 15:10 Vettel er ekkert kappsmál að landa meistaratitlinum um helgina Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Formúla 1 22.9.2011 14:52 Keflavík getur kvatt fallslaginn með sigri í dag Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í dag en þá mætast Keflavík og KR í frestuðum leik úr 13. umferð. Mikið er undir í leiknum í kvöld fyrir bæði lið. Íslenski boltinn 22.9.2011 14:45 Vestmannaeyjabær mun leggja fram 10-12 milljónir í nýja stúku Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær að jafna framlag Knattspyrnusambands Íslands til byggingu nýrrar stúku við Hásteinsvöll, um 10-12 milljónir króna. Kom þetta fram á Eyjafréttum í dag. Íslenski boltinn 22.9.2011 14:45 Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34 Greg Norman: Tiger mun ekki vinna fleiri risamót Ástralinn Greg Norman hefur enga trú á því að Tiger Woods muni vinna annað risamót á ferlinum. Norman segir að það sé einfaldlega of margt að trufla Tiger. Golf 22.9.2011 13:30 Fylkir ekki með í N1-deild kvenna Fylkir hefur ákveðið að draga lið sitt til baka úr keppni í N1-deild kvenna sem hefst eftir rúma viku. Samkvæmt heimildum Vísis verður þetta tilkynnt síðar í dag. Handbolti 22.9.2011 12:59 Rangnick hafði ekki úthald í að þjálfa Schalke Ralf Rangnick er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke af heilsufarsástæðum. Rangnick tók við starfinu af Felix Magath í mars á þessu ári en getur ekki meira. Fótbolti 22.9.2011 12:45 Mourinho hefur áhyggjur af útivallarforminu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, viðurkenndi í gær að hann hefði miklar áhyggjur af spilamennsku liðsins á útivelli. Real hefur þegar tapað fimm stigum á útivelli í vetur. Fótbolti 22.9.2011 12:00 Tevez skildi ekki sektina frá lögreglunni Carlos Tevez, framherji Man. City, hefur verið sektaður um rúmar 20 þúsund krónur fyrir brot á umferðarreglum. Tevez keyrði of hratt í nóvember síðastliðnum en var fyrst sektaður núna. Enski boltinn 22.9.2011 11:15 Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Golf 22.9.2011 11:03 Gerrard vill fá mínútur gegn Úlfunum Stuðningsmenn Liverpool glöddust mikið í gær þegar fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í hálft ár. Gerrard kom þá af bekknum í sigri á Brighton. Enski boltinn 22.9.2011 10:30 Cech fékk smá heilahristing en er í lagi Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að það sé í góðu lagi með markvörðinn Petr Cech en hann var fluttur á sjúkrahús í leikhléi leiks Chelsea og Fulham i gær með höfuðmeiðsli. Enski boltinn 22.9.2011 09:45 Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38 Ranieri ráðinn þjálfari Inter Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki. Fótbolti 22.9.2011 09:15 Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13 Þriggja ára martröð Hargreaves á enda Owen Hargreaves minnti óvænt á sig hjá Man. City í gær er hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Markið kom gegn Birmingham í deildarbikarnum og var nokkuð snoturt. Enski boltinn 22.9.2011 09:00 Stelpunum var fyrirmunað að skora hjá Belgum í gær - myndir Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Belga á Laugardalsvellinum í gær þrátt fyrir að vera mun betra liðið og fá fjölda færi til að tryggja sér sigurinn. Íslenski boltinn 22.9.2011 08:00 « ‹ ›
Fyrsti sigurinn í höfn hjá Maradona Diego Maradona fagnaði í dag fyrsta sigri sínum sem þjálfari Al Wasl liðsins í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Al Wasl vann þá 3-0 sigur á Emirates í Etisalat-bikarnum en öll mörk liðsins komu eftir hálfleiksræðu Argentínumannsins. Fótbolti 22.9.2011 21:00
Sunna María samdi við Gróttu til þriggja ára Fylkisstelpan Sunna María Einarsdóttir hefur gert þriggja ára samning við Gróttu og mun styrkja Seltjarnarnesliðið fyrir átök vetrarins í N1 deild kvenna. Fylkir dró sig úr keppni í N1 deildinni fyrr í dag. Handbolti 22.9.2011 20:38
Pato frá í fjórar vikur Brasilíumaðurinn Pato hjá AC Milan verður frá næstu fjórar vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik liðsins gegn Udinese í gær. Fótbolti 22.9.2011 20:30
Baldur: Eins og bikarúrslitaleikur Baldur Sigurðsson skoraði tvö mörk í 3-2 sigri KR á Keflavíkur og átti heilt yfir mjög góðan leik. Hann hrósaði þó varamanninum Aroni Bjarka Jósepssyni sem skoraði sigurmark KR í uppbótartíma leiksins. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:10
Frans: Leiðinlegt að sjá eftir punktinum Frans Elvarsson, hinn ungi miðjumaður Keflvíkinga, skoraði sitt fyrsta mark í Pepsi-deild karla í kvöld. Keflavík tapaði þó fyrir KR á heimavelli, 3-2. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:01
Stelpurnar kláruðu Wales og unnu riðilinn sinn Íslenska 19 ára landslið kvenna tryggði sér sigur í sínum riðli í undankeppni Evrópumótsins með því að vinna 2-0 sigur á Wales í lokaleik sínum á Fylkisvellinum í dag. Bæði lið höfðu unnið tvo fyrstu leiki sína og voru því þegar búin að tryggja sér sæti í milliriðlum. Íslenski boltinn 22.9.2011 20:01
Sjálfsmark Haraldar banabiti Start í undanúrslitum norska bikarsins Haraldi Frey Guðmundssyni og félögum hans í Start mistókst að tryggja félaginu sæti í bikarúrslitaleiknum í fyrsta sinn í sögu félagsins þegar liðið tapaði 0-1 á móti Aalesund í kvöld í seinni undanúrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Aalesund, sem var á heimavelli í þessum leik, mætir Birki Má Sævarssyni og félögum í Brann í bikarúrslitaleiknum. Fótbolti 22.9.2011 19:52
Kjartan Henry: Hinn rauðhærði Nesta kom til bjargar Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, lét ekki meiðsli í öxl og veikindi stöðva sig og spilaði í 90 mínútur gegn Keflavík í kvöld. Hann lagði upp eitt mark í dramatískum 3-2 sigri sinna manna. Íslenski boltinn 22.9.2011 19:51
Sörensen hefur aldrei tapað vítakeppni Danski markvörðurinn Thomas Sörensen heldur því fram að hann hafi aldrei tapað í vítaspyrnukeppni á ferlinum. Lið hans, Stoke, vann einmitt 7-6 sigur á Tottenham í vítaspyrnukeppni í enska deildabikarnum í gær. Enski boltinn 22.9.2011 18:15
Ferguson vongóður um að Rio geti spilaði um helgina Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vonast til að varnarmaðurinn Rio Ferdinand geti spilað með liðinu gegn Stoke í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Enski boltinn 22.9.2011 17:30
Anna Úrsúla kemur til Póllands í kvöld Valskonan Anna Úrsúla Guðmundsdóttir ætlar ekki að láta veikindi stoppa sig frá því að spila með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á æfingamóti í Chorzow í Póllandi. Handbolti 22.9.2011 16:45
Bayern stokkið í slaginn um Götze Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í þýska boltanum er Mario Götze, leikmaður Dortmund. Fjölmörg félög vilja kaupa strákinn og þar á meðal er Bayern Munchen. Fótbolti 22.9.2011 15:30
Umfjöllun: Varamaðurinn tryggði KR dramatískan sigur Varamaðurinn Aron Bjarki Jóesepsson var hetja KR er hann tryggði sínum mönnum sigur gegn Keflavík með marki í uppbótartíma. Lokatölur voru 3-2 fyrir KR sem er nú með þriggja stiga forystu á toppi Pepsi-deildar karla þegar tvær umferðir eru óleiknar. Íslenski boltinn 22.9.2011 15:10
Vettel er ekkert kappsmál að landa meistaratitlinum um helgina Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu segir enga auka pressu á sér að reyna vinna meistaratitil ökumanna í Formúlu 1 í Singapúr um helgina. Hann á möguleika á því ef hann nær 125 stiga forskoti á næsta ökumann í stigamótinu, jafnvel þó fimm mót verði enn eftir, þegar mótinu í Singapúr er lokið. Vettel er núna með 112 stiga forskot á Fernando Alonso hjá Ferrari í stigamóti ökumanna. Vettel ræddi stöðuna í meistarakeppninni á fréttamannafundi í Singapúr í dag. Formúla 1 22.9.2011 14:52
Keflavík getur kvatt fallslaginn með sigri í dag Einn leikur fer fram í Pepsi-deild karla í dag en þá mætast Keflavík og KR í frestuðum leik úr 13. umferð. Mikið er undir í leiknum í kvöld fyrir bæði lið. Íslenski boltinn 22.9.2011 14:45
Vestmannaeyjabær mun leggja fram 10-12 milljónir í nýja stúku Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær að jafna framlag Knattspyrnusambands Íslands til byggingu nýrrar stúku við Hásteinsvöll, um 10-12 milljónir króna. Kom þetta fram á Eyjafréttum í dag. Íslenski boltinn 22.9.2011 14:45
Dunká komin til SVFR Í gær var undirritaður samningur á milli Stangaveiðifélags Reykjavikur og Veiðifélags Dunkár um leigu á veiðirétti næstu þrjú árin. Veiði 22.9.2011 13:34
Greg Norman: Tiger mun ekki vinna fleiri risamót Ástralinn Greg Norman hefur enga trú á því að Tiger Woods muni vinna annað risamót á ferlinum. Norman segir að það sé einfaldlega of margt að trufla Tiger. Golf 22.9.2011 13:30
Fylkir ekki með í N1-deild kvenna Fylkir hefur ákveðið að draga lið sitt til baka úr keppni í N1-deild kvenna sem hefst eftir rúma viku. Samkvæmt heimildum Vísis verður þetta tilkynnt síðar í dag. Handbolti 22.9.2011 12:59
Rangnick hafði ekki úthald í að þjálfa Schalke Ralf Rangnick er hættur að þjálfa þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke af heilsufarsástæðum. Rangnick tók við starfinu af Felix Magath í mars á þessu ári en getur ekki meira. Fótbolti 22.9.2011 12:45
Mourinho hefur áhyggjur af útivallarforminu Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, viðurkenndi í gær að hann hefði miklar áhyggjur af spilamennsku liðsins á útivelli. Real hefur þegar tapað fimm stigum á útivelli í vetur. Fótbolti 22.9.2011 12:00
Tevez skildi ekki sektina frá lögreglunni Carlos Tevez, framherji Man. City, hefur verið sektaður um rúmar 20 þúsund krónur fyrir brot á umferðarreglum. Tevez keyrði of hratt í nóvember síðastliðnum en var fyrst sektaður núna. Enski boltinn 22.9.2011 11:15
Fín byrjun hjá Birgi í Austurríki á fyrsta keppnisdegi Birgir Leifur Hafþórsson hefur lokið leik á fyrsta keppnisdegi á opna austurríska meistaramótinu í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Birgir lék á 69 höggum eða 3 höggum undir pari og er hann á meðal efstu manna þessa stundina en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Golf 22.9.2011 11:03
Gerrard vill fá mínútur gegn Úlfunum Stuðningsmenn Liverpool glöddust mikið í gær þegar fyrirliði liðsins, Steven Gerrard, spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í hálft ár. Gerrard kom þá af bekknum í sigri á Brighton. Enski boltinn 22.9.2011 10:30
Cech fékk smá heilahristing en er í lagi Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir að það sé í góðu lagi með markvörðinn Petr Cech en hann var fluttur á sjúkrahús í leikhléi leiks Chelsea og Fulham i gær með höfuðmeiðsli. Enski boltinn 22.9.2011 09:45
Gott skot í Kjósinni Lítið hefur rignt í Kjósinni þetta sumarið en áin fór í flóð og litaðist fyrst 16. september. Fjögurra daga holl sem var við veiðar 15. – 19. september skilaði 125 fiskum og veiddust 60 síðasta daginn. Veiðimennirnir voru breskir og samanstóð aflinn af 103 löxum og 22 sjóbirtingum yfir 2 kg, 120 var sleppt. Enn er góð veiði og nálgast áin 1000 laxa það sem af er sumri. Veiði 22.9.2011 09:38
Ranieri ráðinn þjálfari Inter Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki. Fótbolti 22.9.2011 09:15
Affallið í um 500 löxum Veiðin í Affallinu hefur verið ágæt í sumar þó hún sé ekkert í líkingu við 2010 þegar áin var í 1000 löxum. Áin er að ná 500 löxum sem feykilega góð veiði á fjórar stangir og af því eru um 70 stórlaxar. Veiði 22.9.2011 09:13
Þriggja ára martröð Hargreaves á enda Owen Hargreaves minnti óvænt á sig hjá Man. City í gær er hann skoraði í fyrsta leik sínum fyrir félagið. Markið kom gegn Birmingham í deildarbikarnum og var nokkuð snoturt. Enski boltinn 22.9.2011 09:00
Stelpunum var fyrirmunað að skora hjá Belgum í gær - myndir Íslenska kvennalandsliðið varð að sætta sig við markalaust jafntefli við Belga á Laugardalsvellinum í gær þrátt fyrir að vera mun betra liðið og fá fjölda færi til að tryggja sér sigurinn. Íslenski boltinn 22.9.2011 08:00