Sport

Vettel og Webber vilja létta japönskum áhorfendum lífið

Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel og Mark Webber hjá Red Bull liðinu keppa í japanska Formúlu 1 kappakstrinum um næstu helgi og vonast eftir góðu móti, sem létt getur japönskum áhorfendum lífið. Japanska þjóðin hefur gengið i gegnum erfiðleika vegna náttúruhamfaranna sem voru í mars og Formúlu 1 ökumenn hafa sýnt þeim samhug í verki vegna þess.

Formúla 1

Daníel: Til í að skoða hvað sem er

Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var í dag valinn í úrvalslið Pepsi-deildar karla fyrir seinni hluta tímabilsins. Hann er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við Stjörnuna en væri til í að prófa atvinnumennskuna eins og flestir íslenskir knattspyrnumenn.

Íslenski boltinn

Downing hefur trú á Carroll

Stewart Downing, leikmaður Liverpool, telur að markið sem Andy Carroll skoraði gegn Everton um helgina gæti komið honum almennilega í gang. Þetta var fyrsta mark Carroll á leiktíðinni.

Enski boltinn

Schumacher sexfaldur sigurvegari á Suzuka brautinni

Michael Schumacher hjá Mercedes liðinu er sá Formúlu 1 ökumaður sem hefur oftast fagnað sigri á Suzuka-brautinni í Japan, en keppt verður á brautinni um næstu helgi. Mótið er það fyrsta í Asíu á árinu, en keppt verður í Suður Kóreu um aðra helgi. Brautin í Suzuka er í uppáhaldi hjá mörgum ökumönnum, og Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher, telur hana eina af þeim bestu sem notuð er á keppnistímabilinu, rétt eins og Schumacher.

Formúla 1

Fréttir úr Tungufljóti

Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður.

Veiði

Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins

Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag.

Íslenski boltinn

Gylfa hrósað fyrir þýskukunnáttu sína

Þýska dagblaðið Rhein-Neckar Zeitung segir að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim, tali nú reiprennandi þýsku aðeins rúmu ári eftir að hann kom til Þýskalands frá Reading í Englandi.

Fótbolti

Welbeck og Jones koma ekki í Laugardalinn

Þeir Danny Welbeck og Phil Jones, leikmenn Manchester United, voru í gær valdir í A-landslið Englands og koma því ekki með U-21 liðinu til Íslands fyrir leik liðanna á fimmtudaginn. Hið sama má segja um Kyle Walker hjá Tottenham.

Fótbolti

Tevez gefur skýrslu í dag

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez gefa skýrslu í rannsókn Manchester City á atvikum miðvikudagskvöldsins síðasta er Tevez mun hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu.

Enski boltinn

Lokatölur úr Andakílsá

Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar.

Veiði

Laxá í Ásum fór á 28 milljónir

Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir.

Veiði