Sport

Pistillinn: Aðallinn í heimsókn hjá kónginum

„Til að vinna hér þarftu að standast mikla pressu, komast yfir margar hindranir og mátt ekki setja út á ákvarðanir dómarans. Ögranirnar og hótanirnar sem hann þarf að líða eru með ólíkindum. Það þarf kraftaverk til þess að vinna hér,“ sagði hundfúll en unglegur Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, að loknu 3-3 jafntefli gegn Liverpool á Anfield árið 1988. Ferguson taldi ákvarðanir dómarans hafa kostað lið sitt sigur á erkifjendunum sem voru í sérflokki.

Enski boltinn

Leikskipulag og liðsheild lykilþættir

Lars Lagerbäck var í gær ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu. Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi þjálfari ÍBV, verður aðstoðarmaður hans. Verkefni Lagerbäcks verður að koma Íslandi á HM í Brasilíu 2014.

Íslenski boltinn

Lars hættur að taka í vörina

Þegar menn hugsa um Svíþjóð dettur flestum í hug munntóbak eða snus. Ótrúlegur fjöldi Svía tekur í vörina og það þykir hinn eðlilegasti hlutur í Svíþjóð. Það lá því beint við að spyrja Svíann hvort hann notaði munntóbak?

Íslenski boltinn

Gerrard byrjar á móti United

Liverpool mun tjalda öllu sem til er þegar liðið fær Englandsmeistara Manchester United í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í sannkölluðum risaleik á Anfield í hádeginu.

Enski boltinn

Button á McLaren fljótastur á lokaæfingunni

Jenson Button á McLaren reyndist fljót æiastur á síðustu æfingu Formúlu 1 liða í fyrir tímatökuna, sem verður í nótt á kappakstursbrautinni í Yenomag í Suður Kóreu. Button varð 0.289 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren, en Mark Webber á Red Bull náði þriðja besta tíma og var 0.833 á eftir Button. Sebastian Vettel á Red Bull náði aðeins með níunda besta tíma, en lenti í tvígang í því að Torro Rosso ökumaður var fyrir honum í brautinni í hröðum hring. Brautin í Suður Kóreu var þurr, en tvær fyrstu æfingarnar höfðu farið fram í rigningu og ekki eru líkur á rigningu í tímatökunni. Tímatakan er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 04.45 í nótt og verður í opinni dagskrá og endursýn kl. 11.45 á laugardag.

Formúla 1

Ingi Þór: Enginn liðsbragur á þessu

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells var alls ekki sáttur við frammistöðu deildarmeistaranna frá síðustu leiktíð þrátt fyrir góðan sigur á Haukum 89-93 á útivelli í kvöld.

Körfubolti

Stjörnumenn byrja vel - unnu fjórtán stiga sigur á Króknum

Stjarnan fór í góða ferð á Sauðárkrók í kvöld og vann 14 sigur á heimamönnum í Tindastól, 105-91, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla. Stjarnan var með örugga forystu stærsta hluta leiksins en kláruðu þó ekki leikinn endanlega fyrr en með góðum spretti í upphafi fjórða leikhlutans.

Körfubolti

Njarðvíkingar burstuðu nýliða Valsmanna á Hlíðarenda

Njarðvíkingar unnu 29 stiga stórsigur á Valsmönnum, 92-63, í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta. Báðum þessum liðum var spáð falli úr deildinni í árlegri spá forráðamanna, þjálfara og fyrirliða en Njarðvíkingar áttu ekki í miklum vandræðum með nýliða Vals í kvöld.

Körfubolti

Hanna: Vorum allar staðráðnar í að ná í sigur

"Við gáfumst aldrei upp og héldum haus, það var alveg sama hver kom inná, við vorum allar staðráðnar í að ná í sigur,“sagði Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir 36-34 sigur gegn HK-stúlkum í kvöld.

Handbolti

Mancini veit ekkert hvað verður um Carlos Tevez

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að Carlos Tevez muni spila aftur fyrirr City en annars var enskum blaðamönnum tilkynnt um það að þeir mættu ekki spyrja um mál tengdum argentínska framherjanum þegar Mancini mætti til að ræða um leik City og Aston Villa sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Enski boltinn

Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann.

Fótbolti