Sport

Meðalár í Andakílsá

Á hádegi í gær voru komnir á land 106 laxar úr Andakílsá. Þetta eru öllu raunhæfari tölur úr ánni heldur en sést hafa undanfarin ár.

Veiði

Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska

Veiði í Stóra Fossvatni hefur verið mjög góð síðustu tvær vikurnar. Í 8. viku komu 424 fiskar á land. Flestir veiddust á beitu á Síldarplaninu, en opnað var þar fyrir aðrar veiðiaðferðir en fluguveiði 1. ágúst, eins og undanfarin ár. Jafnframt hefur veiðst vel á fluguna á öðrum svæðum í vatninu. Heildarveiðin í vatninu er 2052 fiskar.

Veiði

Umfjöllun: Grindvík fjarlægist fallsætið

Grindavík vann dramatískan sigur á nágrönum sínum í Keflavík í kvöld, 2-1, með marki mínútu fyrir leikslok. Keflavík situr eftir með sárt ennið þrátt fyrir töluverða yfirburði úti á vellinum í seinni hálfleik en Grindavík skoraði úr eina skoti sínu í hálfleiknum.

Íslenski boltinn

Zlatan meiddist á móti æskufélaginu sínu

Zlatan Ibrahimovic meiddist á ökkla í æfingaleik AC Milan á móti æskufélagi sínu Malmö FF í gær en liðin gerðu 2-2 jafntefli í þessum leik. Antonio Cassano kom AC Milan í 1-0 en Svíarnir svöruðu með tveimur mörkum áður en Kevin Boateng tryggði Milanó-liðinu jafntefli í lokin.

Fótbolti

Shevchenko kjálkabrotnaði um helgina

Andriy Shevchenko, fyrrum leikmaður Chelsea og núverandi leikmaður Dynamo Kiev, fór illa út úr leik liðsins um helgina. Shevchenko hefur verið óheppinn með meiðsli á tímabilinu en hann varð fyrir því að kjálkabrotna í deildarleik um helgina.

Fótbolti

Horner: Vettel hungraður í sigur

Christian Horner hjá Red Bull segir að þrátt fyrir að Sebastian Vettel sé með gott stigaforskot í stigamóti Formúlu 1 ökumanna, þá stefni hann á sigur í hverri keppni sem hann tekur þátt í. Vettel er 85 stigum á undan Mark Webber, liðsfélaga sínum hjá Red Bull.

Formúla 1

Dalglish spenntur fyrir Paddy hjá Celtic

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, hefur leyfi eigenda Liverpool til að fjárfesta í fleiri leikmönnum og ensku slúður-blaðamennirnir skrifa um það í morgun að skoski stjórinn ætli sér að ná í Paddy McCourt, kantmann hjá Celtic.

Enski boltinn

Heitar flugur frá Veiðiflugum

Núna þegar stórir laxar eru að koma á land er auðvitað alltaf spurt hvað fiskurinn tók. Margir eiga sér uppáhalds haustflugur og sumar þeirra eru sígildar en lítið notaðar að mér finnst. Má þar nefna flugur eins og White Wing sem er frábær fluga í september veiðina þegar rökkva tekur á kvöldin. Sama má segja um Thunder & Lighting, Half & Half, Iða, Krafla svo að nokkrar séu nefndar. En tvær flugur hafa klárlega öðlast sess á þessu ári sem tískuflugur meðal þeirra sem eru að reyna ná stórlaxi þetta árið.

Veiði

Mest tveggja ára laxar af Jöklusvæðinu

Við vorum að koma af Jöklusvæðinu og það má með sanni segja að þar syndi tröllin í djúpunum. Á einum og hálfum degi settum við í þrettán laxa og náðum ekki nema þremur á land. En þeir voru allir eins, allt hrygnur um 75 sm langar.

Veiði

Wenger hrósar Joey Barton fyrir hugrekki

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var spurður út í möguleikann á því að hann fengi Joey Barton til Arsenal-liðsins eftir markalaust jafntefli við Newcastle um helgina. Barton á víst enga framtíð hjá Newcastle eftir óvinsælar yfirlýsingar sínar að undanförnu.

Enski boltinn

Ferguson: Schmeichel gerði líka mistök í fyrstu leikjunum

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það taki alla evrópska markverði dágóðan tíma að aðlagast enska boltanum. Ferguson tjáði sig um frammistöðu Spánverjans David De Gea sem hefði átt að gera mun betur í markinu sem hann fékk á sig í 2-1 sigri United á West Bromwich Albion í gær.

Enski boltinn

Þversláin klæddist svörtu og hvítu

KR vann 2-0 sigur á Þór í úrslitaleik Valitor-bikars karla á laugardag. KR-ingar tóku út allan kvótann af bikarmeistaraheppni gegn baráttuglöðum Þórsurum sem skutu fimm sinnum í þverslána. Norðanmenn voru sjálfum sér verstir og KR-ingar lönduðu sínum tólfta titli í sögu félagsins.

Íslenski boltinn

Tvöfaldur sigur hjá GR

Golfklúbbur Reykjavíkur vann sigur í karla- og kvennaflokki í Sveitakeppni GSÍ sem fram fór um helgina Þetta er annað árið í röð sem GR vinnur tvöfalt.

Golf