Sport

Þórir: Stórkostlegur árangur hjá íslenska liðinu

„Það hefði svo sem ekki skipt miklu máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Það eru bikarleikir framundan, og til þess að ná langt í þessu móti þurfum við að vinna leiki, alveg sama gegn hverjum,“ sagði Þórir Hergeirsson eftir 28-27 sigur Noregs gegn Svartfjallalandi á heimsmeistaramótinu í handbolta í Santos í kvöld.

Handbolti

Ferdinand: Við komum til baka

Rio Ferdinand segir að leikmenn Manchester United muni koma sterkir til baka í ensku úrvalsdeildinni um helgina eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeildinni í vikunni.

Enski boltinn

HM 2011: Norsku stelpurnar tryggðu sér efsta sætið

Noregur tryggði sér efsta sætið í A-riðli í kvöld með 28-27 sigri gegn Svartfjallandi á heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna hér í Santos. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi en Norðmenn misstu niður ágætt forskot sitt sem liðið hafði megnið af leiknum. Noregur mætir Hollendingum eða Suður-Kóreu í 16-liða úrslitum.

Handbolti

Umfjöllun: Ísland - Kína 23-16

Ég held að það séu fáir sem hafi búist við því að íslenska kvennalandsliðið færi í gegnum riðlakeppni með 60% vinningshlutfall á sínu fyrsta heimsmeistaramóti frá upphafi. Frábær árangur og 23-16 sigur liðsins gegn Kína í kvöld sýnir að liðið getur landað sigrum án þess að leika vel. Já, Ísland er komið í 16-liða úrslit og mætir heimsmeistaraliði Rússa á sunnudaginn í borginni Barueri. Risaverkefni, en Ísland ætlar ekki að henda inn hvíta handklæðinu áður en ráðist verður í atlögu gegn Rússunum.

Handbolti

Stelpurnar okkar komnar áfram - Angóla vann Þýskaland

Það varð ljóst áðan að Ísland mun enda í fjórða sæti síns riðils á HM í Brasilíu. Stelpurnar okkar eru því komnar í sextán liða úrslit keppninnar. Sigur Angóla á Þýskalandi gerir það að verkum að úrslit leiks Íslands og Kína á eftir skipta ekki máli. Ísland verður alltaf í fjórða sæti riðilsins.

Handbolti

Mourinho skrópar á blaðamannafundinn fyrir El Clasico

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, mætir ekki á blaðamannafundinn fyrir stórleik Real Madrid og Barcelona. El Clasico fer fram á Estadio Santiago Bernabéu í Madrid á morgun en þetta er fyrri deildarleikur liðanna á tímabilinu og eftir hann getur Real verið búið að ná sex stiga forskot á erkifjendur sína.

Fótbolti

Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári

Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum.

Formúla 1

Jólalög á æfingu hjá stelpunum okkar

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tók létta æfingu í morgun í Centro Universitario Lusiada háskólanum. Það er greinilega komin jólastemning í leikmenn því Rakel Dögg Bragadóttir spilaði jólalög eins og engin væri morgundagurinn í hljómflutningstækjum landsliðsins.

Handbolti

Chris Paul var kominn til Lakers en David Stern sagði nei

NBA-deildin stoppaði stór skipti í nótt en þá leit allt út fyrir það að leikstjórnandinn Chris Paul myndi spila við hlið Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers í vetur. Bandarískir fjölmiðlar segja að aðrir eigendur deildarinnar hafi kvartað og því hafi David Stern, yfirmaður NBA, ákveðið að leyfa ekki skiptin.

Körfubolti

Vötn og Veiði komin út

Stangaveiðiárbókin Vötn og Veiði er nýlega komin í verslanir, en árbók um stangaveiði hefur þar með komið út í einni mynd eða annarri allt frá árinu 1988.

Veiði

Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir

Óhætt er að segja að misvísandi túlkanir á útboðum í laxveiðiár hafi borist úr röðum LV, Landsambands veiðifélaga, síðustu daga. Í nýjasta fréttabréfi LV , sem er aðeins sent í pósti til landeigenda, er t.d. að finna mjög einhæfa túlkun á útboðum sem ekki hafa farið fram. Að þær sem afstaðnar eru bendi til að hinar leiði til hækkana.

Veiði

Sunneva: Þoli ekki þegar Jenný ver bolta

Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli.

Handbolti

Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi

Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti.

Handbolti