Handbolti

Þórir: Stórkostlegur árangur hjá íslenska liðinu

Sigurður Elvar Þórólfsson. skrifar
Mynd/Pjetur
„Það hefði svo sem ekki skipt miklu máli hvort við endum í fyrsta eða öðru sæti í riðlinum. Það eru bikarleikir framundan, og til þess að ná langt í þessu móti þurfum við að vinna leiki, alveg sama gegn hverjum,“ sagði Þórir Hergeirsson eftir 28-27 sigur Noregs gegn Svartfjallalandi á heimsmeistaramótinu í handbolta í Santos í kvöld.

„Við gáfum of mikið eftir á lokakaflanum, ég var ekki ánægður með það. Það var kæruleysi í okkar leik,“ sagði Þórir sem hafði í nógu að snúast eftir leikinn við að svara spurningum frá fréttamönnum.

Hann hrósaði íslenska liðinu fyrir að komast í 16-liða úrslit á sínu fyrsta stórmóti.

„Þetta er stórkostlegur árangur, ég hef sjaldan séð eins metnaðafulla leikmenn. Mér finnst að það þurfi að hugsa vel um þetta lið og þeir sem eiga fjármagn á Íslandi ættu að setja eitthvað af því í þetta starf. Það er margt gott að gerast á Íslandi í íþróttalífinu. Kvennaliðið í fótbolta er í fremstu röð og núna er kvennaliðið í handbolta að gera frábæra hluti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti. Það er mikil framtíð í þessu liði,“ sagði Þórir Hergeirsson í kvöld við Vísi í Santos.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×