Handbolti

Stelpurnar okkar komnar áfram - Angóla vann Þýskaland

Úr leik Þýskalands og Angóla áðan.
Úr leik Þýskalands og Angóla áðan. mynd/pjetur
Það varð ljóst áðan að Ísland mun enda í fjórða sæti síns riðils á HM í Brasilíu. Stelpurnar okkar eru því komnar í sextán liða úrslit keppninnar. Sigur Angóla á Þýskalandi gerir það að verkum að úrslit leiks Íslands og Kína á eftir skipta ekki máli. Ísland verður alltaf í fjórða sæti riðilsins.

Hefði Þýskaland unnið leikinn, Ísland lagt Kína og Noregur unnið Svartfjallaland þá hefði Ísland aftur á móti lent í öðru sæti riðilsins. Engu að síður frábær árangur hjá stelpunum að vera komnar í sextán liða úrslitin.

Angóla sýndi áðan að það er engin tilviljun að liðið er að ná fínum árangri á HM er liðið vann frekar öruggan sigur á Þjóðverjum, 25-22.

Ísland mun mæta hinu firnasterku liði Rússa í sextán liða úrslitum og þar verður við ramman reip að draga.

Hér má sjá útreikningana miðað við að Ísland vinni Kína í kvöld:

Svartfjallaland, Angóla, Ísland öll með sex 6 stig:


- Noregur vinnur Svartfjallaland

Öll lið tvö stig í innbyrðisviðureignum.

Markatala:


Angóla +2

Svartfjallaland +1

Ísland -3

Niðurstaða: Ísland í fjórða sæti.

Noregur, Angóla, Ísland öll með sex stig:


- Svartfjallaland vinnur Noreg

Stig í innbyrðisviðureignum:

Noregur 4

Angóla 2

Ísland 0

(markatala skiptir ekki máli)

Niðurstaða: Ísland í fjórða sæti.

Angóla og Ísland með sex stig:


- Svartfjallaland og Noregur gera jafntefli

Angóla vann innbyrðisviðureignina gegn Íslandi.

Niðurstaða: Ísland í fjórða sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×