Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 9. desember 2011 06:00 Búnir á því. Ágúst og Gústaf Adolf hér vel þreyttir eftir tröppuhlaupið. fréttablaðið/pjetur Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið. Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira
Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti. Ágúst og Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins, sátu saman á kaffihúsi í Santos í gær og ræddu um handbolta. „Ágúst er að kenna mér hvernig við vinnum Svartfjallaland og hann fær allar upplýsingar um Kína frá mér,“ sagði Þórir og brosti en Noregur vann Kína með 27 marka mun. „Við þurfum að halda okkar striki í varnarleiknum og leika fast gegn þeim. Það verða einhverjar áherslubreytingar í vörn og sókn, ekki miklar. Það er mikilvægast að byrja vel, Kína hefur að engu að keppa og ef þær lenda undir þá hefur þeim gengið illa að koma til baka á þessu móti,“ segir Ágúst. „Það er líka mikilvægt fyrir okkur að halda ró okkar hvað sem kemur upp á. Í liðinu eru leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á, línumaðurinn, sem ég man ekki hvað heitir, er hávaxinn og sterkur. Það er leikmaður sem dregur að sér athyglina og opnar fyrir aðra.“ Þórir kinkar kolli og er sammála því sem Ágúst segir. „Tæknileg mistök í sóknarleiknum eru einnig eitthvað sem við verðum að forðast að gera. Kína vill sækja hratt og skora úr hraðaupphlaupum. Annars snýst þetta mest um okkar lið. Ná upp stemningu, góðri vörn og bæta leik okkar jafnt og þétt,“ bætti Ágúst við. Þjálfarinn fékk ærið verkefni í gærkvöld þegar hann efndi loforð sitt um að hlaupa upp allar 22 hæðirnar á Mercure-hótelinu í Santos þar sem íslenska liðið dvelur. Gústaf Adolf Björnsson, aðstoðarþjálfari liðsins, fór með honum en þeir félagar höfðu lofað að gera þetta ef Ísland myndi vinna sigur gegn Þjóðverjum. „Ég er ekki í vafa um að þetta er nýtt hótelmet og við bættum það um þrjár mínútur í það minnsta,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir að hann hljóp upp á 22. hæðina á Mercure-hótelinu í Santos í gær. Gústaf Adolf og Ágúst voru þar með að efna loforð sem þeir gáfu stelpunum okkar fyrir Þjóðverjaleikinn. Þar lofuðu þeir að hlaupa upp á efstu hæð hótelsins ef sigur ynnist gegn þýska stálinu. Stelpurnar stóðu við sitt og þjálfararnir kláruðu verkefnið með glans. „Við vorum um 6 mínútur og þetta var ekkert mál,“ sagði Ágúst en hann átti töluvert erfitt með að tala þegar hann ræddi við Fréttablaðið.
Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sunderland - Leeds | Nýliðaslagur í norðrinu Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Sjá meira