Sunneva: Þoli ekki þegar Jenný ver bolta Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 9. desember 2011 07:00 Þær Jenný og Sunneva vinna vel saman og styðja hvor aðra þó svo að þær keppi innbyrðis um leiktíma með landsliðinu í Brasilíu.fréttablaðið/pjetur Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli. Sunneva og Jenný eru herbergisfélagar á Mercure-hótelinu við ströndina í Santos. Þar ræður Jenný ríkjum að sögn Sunnevu. „Ástandið er ekkert eldfimt í okkar herbergi þrátt fyrir að við séum í samkeppni. Við erum vanar þessu hjá Val, og ef önnur okkar er að finna sig þá gleðst hin bara yfir því,“ segir Sunneva og Jenný kinkar bara kolli. „Reyndar þoli ég það ekki þegar Jenný ver bolta,“ segir Sunneva og hlær en það er greinilegt að hún hefur munninn fyrir neðan nefið og lætur allt flakka. Best af öllu er að fá boltann í sig„Við vinnum saman að öllu hér á HM og þetta snýst um liðsheildina en ekki einstaklinga,“ bætir Jenný við, en hún hefur komið mjög á óvart á þessu heimsmeistaramóti. „Ég byrjaði í marki þegar ég var smástelpa með ÍR. Á æfingu nr. 2 fór ég í mark og ég hef bara verið í marki síðan. Og sé ekki eftir því. Það er bara eitthvað sem heillar mig við þetta og það besta er að fá boltann í sig – alveg sama þótt það sé vont,“ segir Jenný. Sunneva reyndi fyrir sér sem útileikmaður í eitt ár hjá yngri flokkum Fram og það var víst lítil eftirspurn eftir henni á því sviði. „Mamma tók bara fyrir augun í leikjunum hjá mér. Ég var alveg skelfilega léleg úti, spilaði vinstri skyttu og var fyrirliði, vítaskytta og allt.“ Jenný hefur það á orði að það eina sem fari í taugarnar hjá henni í sambúðinni við Sunnevu sé draslið sem hún skilji eftir sig í herberginu. „Heyrðu, róleg, við erum alveg jafnar á þessu sviði,“ segir Sunneva ákveðin og Jenný fer að hlæja. „Það er reyndar oft frekar mikið drasl hjá okkur. Föt sem eru að þorna eftir þvott úti um allt, og það fylgir okkur mesta fatadraslið, síðbuxur og svoleiðis,“ segir Jenný. Markverðirnir hafa eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir leikina hér í Santos og legið yfir myndböndum frá andstæðingunum. „Við gerðum reyndar minnst af því gegn Þýskalandi en við erum búnar að skoða kínverska liðið og erum með nokkuð góða hugmynd hvernig þær skjóta,“ segir Jenný. Þær eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og á slíku móti fá markverðirnir að kynnast nýjum hlutum. „Við fáum of fá þrumuskot á okkur í deildarkeppninni á Íslandi. Svo einfalt er það. Það eru leikmenn hérna sem eru að dúndra á staði sem við höfum varla séð. Og það er nauðsynlegt fyrir okkur og fleiri leikmenn að komast út í sterkari deild,“ segir Sunneva, sem er 21 árs gömul og ætlar sér að komast í betri deild. Jenný lék í fjögur ár í norsku úrvalsdeildinni en hún er tveggja barna móðir og segir að það sé aðeins flóknara fyrir hana að rífa sig til þess að komast í sterkari deild. Báðar segja að íslensk félagslið þurfi að hlúa betur að markvörslunni. „Mér finnst of lítið af því gert að láta einfaldlega bestu leikmennina í markið eða þá sem hafa einhverja hæfileika í að verða markverðir. Það er ekki hugsað nógu langt fram í tímann,“ segir Sunneva og Jenný kinkar kolli – enda kemst hún varla að þegar Sunneva opnar munninn. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli. Sunneva og Jenný eru herbergisfélagar á Mercure-hótelinu við ströndina í Santos. Þar ræður Jenný ríkjum að sögn Sunnevu. „Ástandið er ekkert eldfimt í okkar herbergi þrátt fyrir að við séum í samkeppni. Við erum vanar þessu hjá Val, og ef önnur okkar er að finna sig þá gleðst hin bara yfir því,“ segir Sunneva og Jenný kinkar bara kolli. „Reyndar þoli ég það ekki þegar Jenný ver bolta,“ segir Sunneva og hlær en það er greinilegt að hún hefur munninn fyrir neðan nefið og lætur allt flakka. Best af öllu er að fá boltann í sig„Við vinnum saman að öllu hér á HM og þetta snýst um liðsheildina en ekki einstaklinga,“ bætir Jenný við, en hún hefur komið mjög á óvart á þessu heimsmeistaramóti. „Ég byrjaði í marki þegar ég var smástelpa með ÍR. Á æfingu nr. 2 fór ég í mark og ég hef bara verið í marki síðan. Og sé ekki eftir því. Það er bara eitthvað sem heillar mig við þetta og það besta er að fá boltann í sig – alveg sama þótt það sé vont,“ segir Jenný. Sunneva reyndi fyrir sér sem útileikmaður í eitt ár hjá yngri flokkum Fram og það var víst lítil eftirspurn eftir henni á því sviði. „Mamma tók bara fyrir augun í leikjunum hjá mér. Ég var alveg skelfilega léleg úti, spilaði vinstri skyttu og var fyrirliði, vítaskytta og allt.“ Jenný hefur það á orði að það eina sem fari í taugarnar hjá henni í sambúðinni við Sunnevu sé draslið sem hún skilji eftir sig í herberginu. „Heyrðu, róleg, við erum alveg jafnar á þessu sviði,“ segir Sunneva ákveðin og Jenný fer að hlæja. „Það er reyndar oft frekar mikið drasl hjá okkur. Föt sem eru að þorna eftir þvott úti um allt, og það fylgir okkur mesta fatadraslið, síðbuxur og svoleiðis,“ segir Jenný. Markverðirnir hafa eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir leikina hér í Santos og legið yfir myndböndum frá andstæðingunum. „Við gerðum reyndar minnst af því gegn Þýskalandi en við erum búnar að skoða kínverska liðið og erum með nokkuð góða hugmynd hvernig þær skjóta,“ segir Jenný. Þær eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og á slíku móti fá markverðirnir að kynnast nýjum hlutum. „Við fáum of fá þrumuskot á okkur í deildarkeppninni á Íslandi. Svo einfalt er það. Það eru leikmenn hérna sem eru að dúndra á staði sem við höfum varla séð. Og það er nauðsynlegt fyrir okkur og fleiri leikmenn að komast út í sterkari deild,“ segir Sunneva, sem er 21 árs gömul og ætlar sér að komast í betri deild. Jenný lék í fjögur ár í norsku úrvalsdeildinni en hún er tveggja barna móðir og segir að það sé aðeins flóknara fyrir hana að rífa sig til þess að komast í sterkari deild. Báðar segja að íslensk félagslið þurfi að hlúa betur að markvörslunni. „Mér finnst of lítið af því gert að láta einfaldlega bestu leikmennina í markið eða þá sem hafa einhverja hæfileika í að verða markverðir. Það er ekki hugsað nógu langt fram í tímann,“ segir Sunneva og Jenný kinkar kolli – enda kemst hún varla að þegar Sunneva opnar munninn.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira