Sunneva: Þoli ekki þegar Jenný ver bolta Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 9. desember 2011 07:00 Þær Jenný og Sunneva vinna vel saman og styðja hvor aðra þó svo að þær keppi innbyrðis um leiktíma með landsliðinu í Brasilíu.fréttablaðið/pjetur Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli. Sunneva og Jenný eru herbergisfélagar á Mercure-hótelinu við ströndina í Santos. Þar ræður Jenný ríkjum að sögn Sunnevu. „Ástandið er ekkert eldfimt í okkar herbergi þrátt fyrir að við séum í samkeppni. Við erum vanar þessu hjá Val, og ef önnur okkar er að finna sig þá gleðst hin bara yfir því,“ segir Sunneva og Jenný kinkar bara kolli. „Reyndar þoli ég það ekki þegar Jenný ver bolta,“ segir Sunneva og hlær en það er greinilegt að hún hefur munninn fyrir neðan nefið og lætur allt flakka. Best af öllu er að fá boltann í sig„Við vinnum saman að öllu hér á HM og þetta snýst um liðsheildina en ekki einstaklinga,“ bætir Jenný við, en hún hefur komið mjög á óvart á þessu heimsmeistaramóti. „Ég byrjaði í marki þegar ég var smástelpa með ÍR. Á æfingu nr. 2 fór ég í mark og ég hef bara verið í marki síðan. Og sé ekki eftir því. Það er bara eitthvað sem heillar mig við þetta og það besta er að fá boltann í sig – alveg sama þótt það sé vont,“ segir Jenný. Sunneva reyndi fyrir sér sem útileikmaður í eitt ár hjá yngri flokkum Fram og það var víst lítil eftirspurn eftir henni á því sviði. „Mamma tók bara fyrir augun í leikjunum hjá mér. Ég var alveg skelfilega léleg úti, spilaði vinstri skyttu og var fyrirliði, vítaskytta og allt.“ Jenný hefur það á orði að það eina sem fari í taugarnar hjá henni í sambúðinni við Sunnevu sé draslið sem hún skilji eftir sig í herberginu. „Heyrðu, róleg, við erum alveg jafnar á þessu sviði,“ segir Sunneva ákveðin og Jenný fer að hlæja. „Það er reyndar oft frekar mikið drasl hjá okkur. Föt sem eru að þorna eftir þvott úti um allt, og það fylgir okkur mesta fatadraslið, síðbuxur og svoleiðis,“ segir Jenný. Markverðirnir hafa eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir leikina hér í Santos og legið yfir myndböndum frá andstæðingunum. „Við gerðum reyndar minnst af því gegn Þýskalandi en við erum búnar að skoða kínverska liðið og erum með nokkuð góða hugmynd hvernig þær skjóta,“ segir Jenný. Þær eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og á slíku móti fá markverðirnir að kynnast nýjum hlutum. „Við fáum of fá þrumuskot á okkur í deildarkeppninni á Íslandi. Svo einfalt er það. Það eru leikmenn hérna sem eru að dúndra á staði sem við höfum varla séð. Og það er nauðsynlegt fyrir okkur og fleiri leikmenn að komast út í sterkari deild,“ segir Sunneva, sem er 21 árs gömul og ætlar sér að komast í betri deild. Jenný lék í fjögur ár í norsku úrvalsdeildinni en hún er tveggja barna móðir og segir að það sé aðeins flóknara fyrir hana að rífa sig til þess að komast í sterkari deild. Báðar segja að íslensk félagslið þurfi að hlúa betur að markvörslunni. „Mér finnst of lítið af því gert að láta einfaldlega bestu leikmennina í markið eða þá sem hafa einhverja hæfileika í að verða markverðir. Það er ekki hugsað nógu langt fram í tímann,“ segir Sunneva og Jenný kinkar kolli – enda kemst hún varla að þegar Sunneva opnar munninn. Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Markverðir eru án efa mikilvægustu leikmenn hvers handboltaliðs. Íslenska kvennalandsliðið er þar engin undantekning og þar eru fyrir Valsmennirnir Sunneva Einarsdóttir sem er 21 árs gömul og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, 29 ára. Sunneva og Jenný áttu stóran þátt í 26-20 sigri Íslands gegn Þjóðverjum og þær þurfa svo sannarlega að vera í „stuði“ gegn Kína í kvöld í lokaleiknum í A-riðli. Sunneva og Jenný eru herbergisfélagar á Mercure-hótelinu við ströndina í Santos. Þar ræður Jenný ríkjum að sögn Sunnevu. „Ástandið er ekkert eldfimt í okkar herbergi þrátt fyrir að við séum í samkeppni. Við erum vanar þessu hjá Val, og ef önnur okkar er að finna sig þá gleðst hin bara yfir því,“ segir Sunneva og Jenný kinkar bara kolli. „Reyndar þoli ég það ekki þegar Jenný ver bolta,“ segir Sunneva og hlær en það er greinilegt að hún hefur munninn fyrir neðan nefið og lætur allt flakka. Best af öllu er að fá boltann í sig„Við vinnum saman að öllu hér á HM og þetta snýst um liðsheildina en ekki einstaklinga,“ bætir Jenný við, en hún hefur komið mjög á óvart á þessu heimsmeistaramóti. „Ég byrjaði í marki þegar ég var smástelpa með ÍR. Á æfingu nr. 2 fór ég í mark og ég hef bara verið í marki síðan. Og sé ekki eftir því. Það er bara eitthvað sem heillar mig við þetta og það besta er að fá boltann í sig – alveg sama þótt það sé vont,“ segir Jenný. Sunneva reyndi fyrir sér sem útileikmaður í eitt ár hjá yngri flokkum Fram og það var víst lítil eftirspurn eftir henni á því sviði. „Mamma tók bara fyrir augun í leikjunum hjá mér. Ég var alveg skelfilega léleg úti, spilaði vinstri skyttu og var fyrirliði, vítaskytta og allt.“ Jenný hefur það á orði að það eina sem fari í taugarnar hjá henni í sambúðinni við Sunnevu sé draslið sem hún skilji eftir sig í herberginu. „Heyrðu, róleg, við erum alveg jafnar á þessu sviði,“ segir Sunneva ákveðin og Jenný fer að hlæja. „Það er reyndar oft frekar mikið drasl hjá okkur. Föt sem eru að þorna eftir þvott úti um allt, og það fylgir okkur mesta fatadraslið, síðbuxur og svoleiðis,“ segir Jenný. Markverðirnir hafa eytt miklum tíma í að undirbúa sig fyrir leikina hér í Santos og legið yfir myndböndum frá andstæðingunum. „Við gerðum reyndar minnst af því gegn Þýskalandi en við erum búnar að skoða kínverska liðið og erum með nokkuð góða hugmynd hvernig þær skjóta,“ segir Jenný. Þær eru báðar að stíga sín fyrstu skref á stórmóti og á slíku móti fá markverðirnir að kynnast nýjum hlutum. „Við fáum of fá þrumuskot á okkur í deildarkeppninni á Íslandi. Svo einfalt er það. Það eru leikmenn hérna sem eru að dúndra á staði sem við höfum varla séð. Og það er nauðsynlegt fyrir okkur og fleiri leikmenn að komast út í sterkari deild,“ segir Sunneva, sem er 21 árs gömul og ætlar sér að komast í betri deild. Jenný lék í fjögur ár í norsku úrvalsdeildinni en hún er tveggja barna móðir og segir að það sé aðeins flóknara fyrir hana að rífa sig til þess að komast í sterkari deild. Báðar segja að íslensk félagslið þurfi að hlúa betur að markvörslunni. „Mér finnst of lítið af því gert að láta einfaldlega bestu leikmennina í markið eða þá sem hafa einhverja hæfileika í að verða markverðir. Það er ekki hugsað nógu langt fram í tímann,“ segir Sunneva og Jenný kinkar kolli – enda kemst hún varla að þegar Sunneva opnar munninn.
Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita