Handbolti

Myndband: Þjálfararnir „hlupu“ upp 23 hæðir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þeir Ágúst Þór Jóhannsson og Gústaf Adolf Björnsson gerðu sér lítið fyrir og hlupu upp 23 hæðir á hóteli íslenska kvennalandsliðsins í Santos í Brasilíu.

Það gerðu þeir því þeir voru búnir að lofa leikmönnum að taka þetta erfiða tröppuhlaup ef Ísland myndi vinna Þýskaland - sem og stelpurnar gerðu með glæsibrag á miðvikudagskvöldið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi var hlaupið á heldur misjöfnum hraða en þeir skiluðu sér þó á endanum alla leið á 23. hæð á aðeins fimm mínútum og 30 sekúndum eða svo.

Sjón er sögu ríkari.


Tengdar fréttir

Ágúst: Ekki í vafa um að ég setti nýtt hótelmet í tröppuhlaupi

Ísland og Kína eigast við í lokaleiknum í A-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld í Arena Santos. Með sigri tryggir Ísland sér sæti í 16-liða úrslitum og Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska liðsins, vonast til þess að Ísland haldi áfram að taka skref upp á við á þessu heimsmeistaramóti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×