Handbolti

HM 2011: Angóla - Þýskaland í beinni á Stöð 2 Sport

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Angóla hafði betur gegn Íslandi en Afríkumeistararnir mæta Þjóðverjum í kvöld.
Angóla hafði betur gegn Íslandi en Afríkumeistararnir mæta Þjóðverjum í kvöld. Mynd/Pjetur
Ákveðið hefur verið að sýna leik Angóla og Þýskalands í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þar sem um þýðingamikinn leik er að ræða fyrir íslenska landsliðið. Leikurinn hefst klukkan 17.00.

Ísland mætir Kína klukkan 21.30 í kvöld en ef Angóla hefur betur gegn Þýskalandi í kvöld hefur sá leikur enga þýðingu. Ísland verður þá öruggt áfram í 16-liða úrslitin en kæmist þá ekki ofar en í fjórða sæti A-riðils.

Verði það tilfellið mun Ísland mæta heimsmeistaraliði Rússlands í 16-liða úrslitunum á sunnudaginn kemur.

Leikur og Angóla og Þýskalands verður afar athyglisverður þar sem að Þjóðverjar verða einfaldlega að vinna leikinn til að eiga möguleika á sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Angóla hefur þó komið á óvart með góðri frammistöðu í Brasilíu.

Ísland á þó enn möguleika á öðru eða þriðja sæti A-riðils með sigri á Kína og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum, eins og lesa má um hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

HM 2011: Ísland á enn möguleika á 2.-5. sæti í A-riðli

Stelpurnar okkar geta enn náð öðru sætinu í A-riðli á HM 2011 í Brasilíu með sigri á Kína og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Sterk lið bíða Íslandi í 16-liða úrslitunum ef stelpurnar komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×