Sport

Spurs vill fá Kaká í janúar

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er hrifinn af stórum stjörnum og setur markið hátt í leikmannamálum. Hann vill nú fá Brasilíumanninn Kaká frá Real Madrid í janúar.

Enski boltinn

Söluskrá SVFR

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á Söluskrá SVFR 2012. Mun hún berast félagsmönnnum í næstu viku en birtast á rafrænu formi á vefnum www.svfr.is fyrir helgi.

Veiði

Carrick: Erum í betri stöðu en í fyrra

Miðjumaðurinn Michael Carrick hjá Man. Utd segir að það sé engin krísa hjá liðinu og það sé nákvæmlega þar sem það vill vera. Liðið sé tilbúið í að berjast um enska meistaratitilinn allt til enda.

Enski boltinn

Eins og að missa Ólaf Stefánsson

Rakel Dögg Bragadóttir var ekki með á þessu heimsmeistaramóti vegna meiðsla, en hún sleit krossband í hægra hné rétt fyrir mótið. Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari þekkir vel til Rakelar enda er hann þjálfari Levanger í Noregi þar sem Rakel hefur leikið undanfarin ár.

Handbolti

HM 2011: Ísland endaði í tólfta sæti

Fjórðungsúrslitunum á HM í Brasilíu lauk í kvöld með öruggum sigri heimamanna á Fílabeinsströndinni, 35-22. Þar með er ljóst hvernig liðin raðast niður í 9.-16. sæti keppninnar og enduðu stelpurnar okkar í tólfta sæti, eins og áður hefur verið greint frá.

Handbolti

Teiknimyndaþættir um Mourinho

Vinsældir Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, og það miklar að nú á að ráðast í gerð teiknimyndaþátta þar sem portúgalski þjálfarinn verður í aðalhlutverki.

Fótbolti

Lampard: Við urðum að vinna þennan leik

Frank Lampard var hetja Chelsea í kvöld þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti toppliði Manchester City. Lampard skoraði markið úr víti aðeins níu mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsta tap City í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Enski boltinn

HM kvenna 2011: Þær dönsku sluppu með skrekkinn á móti Japan

Sigurganga danska kvennalandsliðsins í handbolta á HM í Brasilíu endaði næstum því í sextán liða úrslitum keppninnar í kvöld þegar þær unnu 23-22 sigur á móti Japan í framlengdum leik í sextán liða úrslitum keppninnar. Danir og Norðmenn komust því í átta liða úrslitin en Íslands og Svíþjóð eru úr leik.

Handbolti

Chelsea fyrsta liðið til að vinna Man City í deildinni í vetur

Frank Lampard kom inn á sem varamaður og tryggði Chelsea 2-1 sigur á toppliði Manchester City á Brúnni í kvöld en þetta var fyrsta tap City-liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. City er nú "bara" með tveggja stiga forskot á Manchester United og nú er Chelsea komið upp í þriðja sætið, sjö stigum á eftir toppliðinu.

Enski boltinn

Arsenal án bakvarða

Brasilíski bakvörðurinn Andre Santos hjá Arsenal verður frá æfingum og keppni næstu þrjá mánuðina hið minnsta. Hann er meiddur á ökkla og þarf að leggjast undir hnífinn fræga.

Enski boltinn

Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil

Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt.

Formúla 1