Sport

Ennþá verið að veiða gæs í Landeyjum

Nú þegar stuttri rjúpnavertíð er lokið hafa flestir veiðimenn lagt byssunum sínum og snúið sér að amstri jólanna en það eru þó einhverjir sem eru ennþá í veiðihug og þá kemur nokkuð á óvart að heyra af gæsaskyttum í Landeyjum.

Veiði

Tevez vill semja við Boca Juniors

Sólstrandargæjinn Carlos Tevez segist vera búinn að fá nóg af endalausum ferðalögum á milli Argentínu og Evrópu og þess vegna vilji hann semja við uppeldisfélag sitt, Boca Juniors.

Enski boltinn

Staða átta Formúlu 1 ökumanna óljós fyrir 2012

Vegna tilkynningar Torro Rosso um nýja ökumenn liðsins í gær, þá er ljóst að aðeins fjögur ökumannssæti eru laus í Formúlu 1 á næsta ári og átta ökumenn sem kepptu á þessu tímabili hafa ekki verið staðfestir hjá neinu keppnisliði enn sem komið er.

Formúla 1

Valið stendur á milli heiðursins eða peninganna

AC Milan er ekki til í að spenna bogann of hátt vegna Carlosar Tevez og vilja forráðamenn félagsins að hann komi til félagsins á réttum forsendum. Vegna þess að hann sé metnaðarfullur knattspyrnumaður. Ekki vegna peninganna.

Fótbolti

Haukaliðið með tak á KR - myndir

Haukakonur unnu frábæran 70-58 sigur á KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi en það voru mörg óvænt úrslit í umferðinni í gær en þrjú efstu liðin, Keflavík, Njarðvík og KR, töpuðu öll sínum leikjum.

Körfubolti

Schumacher kemur til greina sem næsti forseti Kölnar

Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, gæti orðið næsti forseti þýska úrvalsdeildarliðsins Kölnar en Schumacher er einn af tuttugu nöfnum, sem ráðgjafi félagsins hefur lagt til, samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

Fótbolti

Albanir réðu ítalskan þjálfara fyrir undankeppni HM 2014

Albanía verður með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 og fyrri leikur þjóðanna fer fram í Albaníu næsta haust. Albanir ákváðu að fá 55 ára Ítala til að stýra landsliðinu í þessari undankeppninni en í riðlinum eru einnig Noregur, Slóvenía, Sviss og Kýpur.

Fótbolti

Neymar kláraði sitt en hvað gerir Messi?

Neymar skoraði eitt marka brasilíska liðsins Santos þegar liðið vann 3-1 sigur á japanska liðinu Kashiwa Reysol í undanúrslitum í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem stendur nú yfir í Japan. Santos mætir annaðhvort Barcelona eða Al-Sadd frá Katar í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudaginn.

Fótbolti

HM kvenna 2011: Spánn sló út Brasilíu eftir mikla dramatík

Spánn varð fjórða og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum á HM kvenna í handbolta í Brasilíu eftir dramatískan sigur á heimastúlkum í Brasilíu. Spánn mætir Noregi í undanúrslitunum á föstudaginn en í hinum leiknum spila Danmörk og Frakkland.

Handbolti

Rijkaard orðaður við PSG

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er á meðal þeirra sem koma til greina sem þjálfari hins nýríka liðs PSG í Frakklandi. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

Fótbolti

Rhein-Neckar Löwen datt út úr þýska bikarnum í kvöld

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Rhein-Neckar Löwen duttu út fyrir þýsku meisturunum í HSV Hamburg í sextán liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í kvöld. HSV Hamburg vann leikinn 33-32 í framlengingu en Michael Kraus skoraði sigurmark Hamburg af vítalínunni.

Handbolti

AG með fimm stiga forskot eftir öruggan sigur á Viborg

AG Kaupmannahöfn vann öruggan 29-23 sigur á Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Þetta var fjórtán sigur liðsins í sextán deildarleikjum á þessu tímabili og liðið er nú með fimm stiga forskot á KIF Kolding á toppi deildarinnar.

Handbolti

Haukakonur unnu KR aftur og nú í DHl-höllinni

Haukakonur unnu tólf stiga sigur á KR, 70-58, í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld og hafa þar með unnið báða leiki sína á móti KR-konum í vetur. Liðin mætast síðan í 16 liða úrslitum bikarsins í byrjun janúar. Haukar eru nú aðeins tveimur stigum á eftir KR og með betri árangur í innbyrðisleikjum.

Körfubolti

Guardiola sakar Marca um lygar

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að það sé ekkert hæft í þeim fregnum að félagið muni reyna að selja framherjann David Villa í janúar.

Fótbolti

Aron með fimm mörk þegar Kiel sló Füchse Berlin úr úr bikarnum

Alfreð Gíslason hafði betur á móti Degi Sigurðssyni í 16 liða úrslitum þýska bikarsins í Berlín í kvöld. THW Kiel vann Füchse Berlin 39-28 og tryggði sér sæti í átta liða úrslitunum. Kiel er ríkjandi bikarmeistari og hefur unnið þýska bikarinn fjórum sinnum á síðustu fimm árum.

Handbolti

Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár

Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan.

Formúla 1

Helena með níu stig í flottum sigri í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta stigaleik í Meistaradeildinni í vetur þegar hún var með níu stig í 106-66 stórsigri Good Angels Kosice á króatíska liðinu Gospic CO í dag. Good Angels Kosice hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum í sínum riðli og á mjög góða möguleika á því að komast áfram

Körfubolti

Eigandi Nets vill verða forseti Rússlands

Milljarðamæringuinn Mikhail Prokhorov, eigandi New Jersey Nets, stendur í ströngu þessa dagana. Hann er að reyna að búa til stórlið í NBA-deildinni og hefur einnig ákveðið að bjóða sig fram til forseta í Rússlandi gegn Vladimir Pútin.

Körfubolti