Sport

Sigurður Ragnar fundar með stelpunum um jólin

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur boðað 40 leikmenn til fundar á milli jóla og nýárs. Framundan er spennandi ár hjá íslenska kvennalandsliðinu en fyrsta verkefnið er hið geysisterka Algarve mót sem hefst í lok febrúar. Þetta kemur fram á KSÍ.

Íslenski boltinn

Ólafur fer ekki á EM - Guðmundur búinn að velja 21 manna hóp

Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir EM í Serbíu og landsliðsfyrirliðinn Ólafur Stefánsson er ekki í þessum hópi. Þar með er ljóst að Ólafur verður ekki með og missir því af sínu fyrsta stórmótið síðan 1993.

Handbolti

Raikkönen: Býst við að fólk hafi saknað mín!

Kimi Raikkönen mætir aftur til keppni í Formúlu 1 á næsta ári, eftir tveggja ára hlé frá íþróttinni. Hann var látinn hætta hjá Ferrari í lok ársins 2009 og Fernando Alonso tók sæti hans fyrir keppnistímabilið 2010. Raikkönen mun keppa með Lotus Renault liðinu á næsta ári og gerði tveggja ára samning við Renault eins og liðið heitir í dag, en nafni liðsins verður breytt á næsta tímabili með samþykki FIA.

Formúla 1

Myrhol: Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi

Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin.

Handbolti

Hallbera Guðný spilar í Svíþjóð næsta sumar

Hallbera Guðný Gísladóttir hefur fengið tilboð frá þremur liðum í sænsku úrvalsdeildinni og ætlar að taka næstu vikuna til að fara yfir þau. Hún á von á því að taka ákvörðun fyrir áramót og segir að það liggi nokkuð ljóst fyrir að hún sé á leið frá Val.

Íslenski boltinn

Alfreð og Kiel í sögubækurnar

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu auðveldan sigur á botnliði Eintracht Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 31-22. Sigurinn kom ekki á óvart en hann var engu að síður sögulegur.

Handbolti

Jones í myndatöku á morgun | Young frá í 2-3 vikur

Ekki er víst að Phil Jones sé kjálkabrotinn eins og fullyrt hefur verið í enskum fjölmiðlum í kvöld. Jones þurfti að fara meiddur af velli í 5-0 sigri Manchester United á Fulham en Alex Ferguson, stjóri United, segir að hann muni fara í myndatöku á morgun.

Enski boltinn