Myrhol: Hef afgreitt krabbann úr mínu lífi 22. desember 2011 08:30 Myrhol er mættur aftur á línuna hjá Guðmundi og félögum í Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin. „Ég er búinn með þennan hluta lífsins. Ég lærði mikið af þessu en þetta er hluti af fortíðinni. Ég lít til framtíðarinnar," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. Myrhol er einn allra besti línumaður heimsins og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar er hann í samkeppni við Róbert Gunnarsson um stöðu í byrjunarliðinu. Endurheimti handboltalífið„Ég hef endurheimt mitt venjulega handboltalíf," bætti hann við. Hann greindist með meinið í ágúst á þessu ári, en hann er 29 ára gamall. Hann gekkst undir aðgerð og fór í lyfjameðferð. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir veikindin hinn 22. október síðastliðinn og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Reyndar var ekki áætlað að hann myndi spila á ný fyrr en í janúar næstkomandi en í október síðastliðnum bankaði hann upp á hjá Thorsten Storm, framkvæmdastjóra félagsins, og bað um að fá að vera með á ný. Storm var gáttaður en sagði síðar við þýska fjölmiðla: „Bjarte er gríðarmikill keppnismaður og afar sérstök manneskja." Mikið áfall fyrir hann og liðiðGuðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, segist seint gleyma því er hann komst að veikindum Norðmannsins. „Það var mikið áfall fyrir allt liðið er það fékk tíðindin af veikindum Bjarte. Mesta áfallið þó að sjálfsögðu fyrir hann sjálfan," segir Guðmundur, en Myrhol sneri aftur í herbúðir liðsins eftir stífa lyfjameðferð. „Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. Líkaminn hafði látið mikið á sjá eftir meðferðina. Þessi hrausti maður var orðinn mjög veiklulegur. Þetta tók greinilega sinn toll á honum." Bati Myrhol hefur verið vonum framar og hann er að spila mun meir en búist var við á þessum tíma. Batinn með ólíkindum„Hann er auðvitað ekki orðinn alveg góður og getur því ekki spilað bæði vörn og sókn. Hann spilar nær eingöngu sókn núna og hefur staðið sig frábærlega. Hann er samt ekki orðinn jafn öflugur og hann var. Batinn er samt með ólíkindum og í fyrstu þrem leikjunum eftir að hann sneri til baka var hann með 23 mörk í 25 skotum. Það er ótrúlegur árangur." Myrhol segist þó þurfa 6-9 mánuði til að koma sér í jafn gott stand og hann var í áður en hann veiktist. „Ég er nokkuð kröftugur en skortir aðallega úthald," sagði hann. Gengi Rhein-Neckar Löwen hefur þó ekki verið frábært að undanförnu. „Við höfum ekki náð þeim árangri sem við óskuðum okkur. En ég er sannfærður um að við náum okkur á strik á nýjan leik. Við viljum og ætlum okkur að gera það," sagði Myrhol. Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
Norðmaðurinn Bjarte Myrhol greindist með krabbamein í eistum fyrir aðeins fimm mánuðum. Engu að síður er hann byrjaður að spila handbolta í þýsku úrvalsdeildinni og hefur sagt skilið við veikindin. „Ég er búinn með þennan hluta lífsins. Ég lærði mikið af þessu en þetta er hluti af fortíðinni. Ég lít til framtíðarinnar," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. Myrhol er einn allra besti línumaður heimsins og spilar undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. Þar er hann í samkeppni við Róbert Gunnarsson um stöðu í byrjunarliðinu. Endurheimti handboltalífið„Ég hef endurheimt mitt venjulega handboltalíf," bætti hann við. Hann greindist með meinið í ágúst á þessu ári, en hann er 29 ára gamall. Hann gekkst undir aðgerð og fór í lyfjameðferð. Hann spilaði sinn fyrsta leik eftir veikindin hinn 22. október síðastliðinn og er hægt og rólega að ná upp fyrri styrk. Reyndar var ekki áætlað að hann myndi spila á ný fyrr en í janúar næstkomandi en í október síðastliðnum bankaði hann upp á hjá Thorsten Storm, framkvæmdastjóra félagsins, og bað um að fá að vera með á ný. Storm var gáttaður en sagði síðar við þýska fjölmiðla: „Bjarte er gríðarmikill keppnismaður og afar sérstök manneskja." Mikið áfall fyrir hann og liðiðGuðmundur Guðmundsson, þjálfari Löwen, segist seint gleyma því er hann komst að veikindum Norðmannsins. „Það var mikið áfall fyrir allt liðið er það fékk tíðindin af veikindum Bjarte. Mesta áfallið þó að sjálfsögðu fyrir hann sjálfan," segir Guðmundur, en Myrhol sneri aftur í herbúðir liðsins eftir stífa lyfjameðferð. „Ég mun seint gleyma því þegar hann kom aftur. Þá vorum við að hlaupa úti og það var áfall að sjá breytingarnar á honum. Líkaminn hafði látið mikið á sjá eftir meðferðina. Þessi hrausti maður var orðinn mjög veiklulegur. Þetta tók greinilega sinn toll á honum." Bati Myrhol hefur verið vonum framar og hann er að spila mun meir en búist var við á þessum tíma. Batinn með ólíkindum„Hann er auðvitað ekki orðinn alveg góður og getur því ekki spilað bæði vörn og sókn. Hann spilar nær eingöngu sókn núna og hefur staðið sig frábærlega. Hann er samt ekki orðinn jafn öflugur og hann var. Batinn er samt með ólíkindum og í fyrstu þrem leikjunum eftir að hann sneri til baka var hann með 23 mörk í 25 skotum. Það er ótrúlegur árangur." Myrhol segist þó þurfa 6-9 mánuði til að koma sér í jafn gott stand og hann var í áður en hann veiktist. „Ég er nokkuð kröftugur en skortir aðallega úthald," sagði hann. Gengi Rhein-Neckar Löwen hefur þó ekki verið frábært að undanförnu. „Við höfum ekki náð þeim árangri sem við óskuðum okkur. En ég er sannfærður um að við náum okkur á strik á nýjan leik. Við viljum og ætlum okkur að gera það," sagði Myrhol.
Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Cherki aðalmaðurinn í sigri City Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Fleiri fréttir Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira