Handbolti

Alfreð og Kiel í sögubækurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð hefur náð frábærum árangri með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni.
Alfreð hefur náð frábærum árangri með Kiel í þýsku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu auðveldan sigur á botnliði Eintracht Hildesheim í þýsku úrvalsdeildinni í gær, 31-22. Sigurinn kom ekki á óvart en hann var engu að síður sögulegur.

Með sigrinum hefur Kiel unnið fyrstu sautján leiki sína á tímabili í þýsku úrvalsdeildinni, sem er metjöfnun. Lemgo gerði slíkt hið sama árið 2003.

Yfirburðir Kiel á leiktíðinni hafa verið með ólíkindum og ljóst er að mikið þarf að gerast svo að liðið endurheimti ekki þýska meistaratitilinn frá Hamburg í vor. Kiel hefur fimm stiga forystu á næsta lið, Füchse Berlin.

Kiel getur svo bætt umrætt met með sigri á Gummersbach á útivelli á öðrum degi jóla.

Fjölmargir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Kári Kristján Kristjánsson fór mikinn í góðum sigri Wetzlar á Gummersbach, 35-27, og skoraði átta mörk.

Frekari upplýsingar um þátttöku Íslendinganna í leikjum gærkvöldsins má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Magdeburg steinlá fyrir meisturunum

Hamburg vann í kvöld öruggan sigur á Magdeburg, 32-23, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Frábær síðari hálfleikur meistaranna réði úrslitum.

Arnór með tólf mörk fyrir Bittenfeld

Arnór Gunnarsson var í aðalhlutverki þegar að lið hans, Bittenfeld, vann nauman útisigur á Leipzig, 32-31, í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×