Sport

Tindastóll og KFÍ áfram í bikarnum

Þrír leikir fóru fram í Powerade-bikar karla í dag og einn í kvennaflokki. Gott gengi Tindastóls hélt áfram en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri á Njarðvík á heimavelli.

Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Keflavík 83-102

Keflavík var ekki í nokkrum vandræðum með að leggja Fjölnismenn af velli, 102-83, í 8-liða úrslitum Powerade-bikarnum. Keflvíkingar voru yfir allan leikinn og var sigur þeirra aldrei í hættu. Fjölnismenn voru einfaldlega ekki nægilega sterkir líkamlega og réðu ekkert við suðurnesjamenn.

Körfubolti

Ungverjar teknir í bakaríið | Myndir

Strákarnir okkar sýndu og sönnuðu í dag að þeir eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þeir unnu magnaðan sigur á Ungverjum, 27-21, og eru þar með komnir á blað í sínum milliriðli á EM í Serbíu.

Handbolti

Guðmundur: Horfðum mikið á okkur sjálfa

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var nokkuð léttari í lund eftir sigurinn góða á Ungverjum í dag en hann var eftir síðustu leiki. Hann var þó ekki að missa sig þó svo hann væri mjög ánægður með leikinn.

Handbolti

Arnór: Erum bestir þegar við erum kolruglaðir

Arnór Atlason fór mikinn í sigrinum gegn Ungverjum í dag en varð að hvíla talsvert í síðari hálfleik eftir að hafa fengið mikinn skell í leiknum. Lenti þá á bakinu með látum eftir að hafa keyrt inn í ungversku vörnina.

Handbolti

Ásgeir Örn: Ákváðum að brosa meira

"Við erum svo miklir pappakassar. Það er alveg með ólíkindum hvað við getum við misjafnir," sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson og hló dátt eftir sigurinn á Ungverjum í milliriðlinum í dag.

Handbolti

Redknapp: Balotelli átti að fá rautt spjald

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, var allt annað en sáttur eftir tapið gegn Manchester City í dag. Redknapp var brjálaður yfir því að Mario Balotelli hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að sparka í höfuðið á Scott Parker þegar leikmaðurinn lá í grasinu.

Enski boltinn

Bendtner kinnbeinsbrotnaði í leik gegn Swansea

Nicklas Bendtner, leikmaður Sunderland, mun að öllum líkindum hafa brotið kinnbein í gær þegar lið hans mætti Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Sunderland vann leikinn 2-0 en Bendner þurfti að yfirgefa grasið eftir aðeins tíu mínútna leik.

Enski boltinn

Jafnt hjá AZ Alkmaar og Ajax

Það var sannkallaður stórleikur í hollensku úrvalsdeildinni í dag þegar AZ Alkmaar tók á móti Ajax en þessi lið hafa barist um hollenska meistaratitilinn undanfarinn ár.

Fótbolti

Fazekas varði eins og berserkur

Nandor Fazekas, markvörður Ungverja, átti ótrúlegan leik í fyrradag þegar að hans lið gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka.

Handbolti

Hundruð vopnaðra varða fyrir utan Pens Arena

Það er farið að styttast í leik Íslands og Ungverjalands í Novi Sad. Það er fyrsti leikur dagsins af þremur í milliriðlinum og er óhætt að segja að löggæsluaðilar hafi áhyggjur af því að hér gæti soðið upp úr.

Handbolti

Guðjón Valur: Nauðsynlegt að hugsa jákvætt

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson leiddi með góðu fordæmi er strákarnir voru komnir til Novi Sad. Gekk um brosandi kátur og reyndi að smita af sér á jákvæðan hátt. Guðjón er hokinn af reynslu og hefur upplifað þetta allt saman áður.

Handbolti