Sport

Balotelli: Ég er ekki skúrkur

Mario Balotelli segir að það hafi ekki verið sanngjarnt að dæma hann í fjögurra leikja bann fyrir að traðka á Scott Parker í leik Manchester City og Tottenham um helgina.

Enski boltinn

Guðjón Valur: Enginn úti að aka í þessu móti

"Það hefði verið mjög gaman að vinna. Við vorum að spila frábærlega og ég hélt við værum með þá. Þeir eru bara með svo mikið stórskotalið að það er enginn hægðarleikur að klára þá," sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson eftir lokaleik Íslands á EM sem endaði með jafntefli gegn Frökkum.

Handbolti

Strákarnir geta vel við unað

Strákarnir okkar enduðu í tíunda sæti á EM í Serbíu. Vel ásættanleg niðurstaða í ljósi þeirra áfalla sem liðið varð fyrir. Margt jákvætt við leik liðsins og sóknarleikurinn í algjörum heimsklassa.

Handbolti

Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik

Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku.

Fótbolti

Gerrard: Bellamy gerði gæfumuninn í kvöld

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, skoraði í báðum leikjunum á móti Manchester City í undanúrslitum enska deildarbikarsins en Liverpool komst á Wembley eftir 2-2 jafntefli í síðari leik liðanna á Anfield í kvöld. Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í báðum leikjum þar á meðal sigurmarkið í fyrri leiknum.

Enski boltinn

Stjarnan og FH í undanúrslitin

Stjarnan og FH komust í kvöld í undanúrslit Eimskipsbikars kvenna í handbolta en þau verða í pottinum ásamt Val og ÍBV. Stjarnan vann þriggja marka sigur á HK í Digranesi en FH vann fimm marka sigur á Gróttu á heimavelli.

Handbolti

Jöfnunarmark Bellamy kom Liverpool á Wembley

Liverpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley eftir að liðið gerði 2-2 jafntefli á móti Manchester City í seinni leik liðanna í undanúrslitum keppninnar. Liverpool vann fyrri leikinn 1-0 og því 3-2 samanlagt. Liverpool mætir Aroni Einari Gunnarssyni og félögum í Cardiff City í úrslitaleiknum sem fer fram á Wembley 26. febrúar næstkomandi.

Enski boltinn

Haukakonur aftur upp fyrir KR | Vonin orðin veik hjá Val

Haukakonur endurheimtu þriðja sætið í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með því að vinna átján stiga sigur á Val, 84-66, á Ásvöllum í kvöld. Von Valskvenna á því að komast í úrslitakeppnina er nú orðin afar veik en liðið er nú tíu stigum á eftir Haukum og KR sem eru í 3. og 4. sæti.

Körfubolti