Handbolti

Frakkar dæma stríðið á milli Serba og Króata | Norðmenn fá úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nordine Lazaar.
Nordine Lazaar. Mynd/AFP
Það er búið að raða niður dómurum á síðustu fimm leikina á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu og það er jafnframt ljóst að íslenska dómaraparið, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, dæma ekki fleiri leiki á mótinu.

Norsku dómararnir Kenneth Abrahamsen og Arne Kristiansen munu dæma úrslitaleikinn en Þjóðverjarnir Lars Geipel og Marcus Helbig fá leikinn um bronsið.

Það var nokkur spenna að sjá hverjir fengju að það gríðarlega erfiða verkefni að dæma undanúrslitaleik Serba og Króata en þar má búast við blóðugum átökum og miklum hávaða í húsinu.

Það verða Frakkarnir Nordine Lazaar og Laurent Reveret sem fá það krefjandi verkefni að dæma þann slag en Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič dæma leik Spánverja og Dana. Frönsku dómararnir eru einnig til vara í úrslitaleiknum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×