Strákarnir geta vel við unað Henry Birgir Gunnarsson í Novi Sad skrifar 26. janúar 2012 06:00 Róbert Gunnarsson og aðrir í landsliðinu taka hér vel á móti Rúnari Kárasyni eftir að hann var valinn besti leikmaður íslenska liðsins annan leikinn í röð. Mynd/Vilhelm Strákarnir okkar luku keppni á EM í gær með góðu jafntefli gegn heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Strákarnir voru ekki fjarri því að leggja hið frábæra lið Frakka og luku keppni á sterkan og jákvæðan hátt. Fyrri hálfleikur gegn Frökkum í gær var frábær. Sóknarleikurinn stórkostlegur eins og oftast á þessu móti, vörnin sterk og Björgvin magnaður í markinu. Strákarnir náðu mest sex marka forskoti, 12-6, en misstu þann mun niður í þrjú mörk fyrir hlé. Hálfleikstölur 15-12 en íslenska liðið hefði hæglega getað leitt með meiri mun enda virtust frönsku leikmennirnir engan veginn nenna því að spila leikinn. Frakkarnir rifu sig upp í síðari hálfleik og voru komnir yfir, 16-17, eftir aðeins sex mínútur í seinni hálfleik. Eftir það var leikurinn mjög jafn og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Strákarnir misstu þó af mjög góðu tækifæri til þess að leggja loksins Frakkana. Miðað við áföllin sem liðið hefur orðið fyrir er árangurinn í Serbíu virkilega góður. Liðið fór út án helstu leiðtoga liðsins og svo var Alexander Petersson ekki með í milliriðlinum og í engu standi í riðlakeppninni. Þess utan var lykilmaður varnarleiksins, Ingimundur Ingimundarson, meiddur og spilaði minna af þeim sökum. Þjálfarinn segir að sóknarleikurinn á mótinu hafi verið sá besti sem liðið hefur sýnt lengi og hver átti von á því með Ólaf Stefánsson og Snorra Stein fjarverandi? Sóknarleikurinn var algjörlega magnaður. Aron er ekki bara efnilegur lengur heldur frábær leikmaður, Arnór Atlason alveg magnaður að öllu leyti og Guðjón Valur virðist ekki geta spilað illa á stórmóti. Frábær. Ásgeir Örn steig inn og skilaði góðu verki, Þórir traustur og Róbert virkilega sterkur á línunni. Í vörninni var Vignir Svavarsson að spila líklega sitt besta stórmót, Sverre fór vaxandi og þeir Arnór og Ásgeir Örn líka öflugir. Björgvin var lengi í gang í markinu en sýndi mikinn karakter með því að rífa sig upp og skila góðum leikjum í seinni hlutanum. Ánægjulegast af öllu er síðan innkoma nýliðanna sem allir hafa tekið miklum framförum. Rúnar hefur sýnt að hann hefur alla burði til þess að verða frábær. Gríðarlegur skrokkur, föst skot og sjálfstraustið í lagi. Verður gaman að fylgjast með honum í framhaldinu. Kári er orðinn fullskapaður línumaður í hæsta gæðaflokki og Ólafur Bjarki sýndi að hann er tilbúinn. Allir flottir. Þegar upp er staðið getur liðið vel við unað. Það vantaði ekki mikið upp á að það færi enn lengra, en frammistaðan lofar góðu fyrir næstu mót. Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira
Strákarnir okkar luku keppni á EM í gær með góðu jafntefli gegn heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Strákarnir voru ekki fjarri því að leggja hið frábæra lið Frakka og luku keppni á sterkan og jákvæðan hátt. Fyrri hálfleikur gegn Frökkum í gær var frábær. Sóknarleikurinn stórkostlegur eins og oftast á þessu móti, vörnin sterk og Björgvin magnaður í markinu. Strákarnir náðu mest sex marka forskoti, 12-6, en misstu þann mun niður í þrjú mörk fyrir hlé. Hálfleikstölur 15-12 en íslenska liðið hefði hæglega getað leitt með meiri mun enda virtust frönsku leikmennirnir engan veginn nenna því að spila leikinn. Frakkarnir rifu sig upp í síðari hálfleik og voru komnir yfir, 16-17, eftir aðeins sex mínútur í seinni hálfleik. Eftir það var leikurinn mjög jafn og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Strákarnir misstu þó af mjög góðu tækifæri til þess að leggja loksins Frakkana. Miðað við áföllin sem liðið hefur orðið fyrir er árangurinn í Serbíu virkilega góður. Liðið fór út án helstu leiðtoga liðsins og svo var Alexander Petersson ekki með í milliriðlinum og í engu standi í riðlakeppninni. Þess utan var lykilmaður varnarleiksins, Ingimundur Ingimundarson, meiddur og spilaði minna af þeim sökum. Þjálfarinn segir að sóknarleikurinn á mótinu hafi verið sá besti sem liðið hefur sýnt lengi og hver átti von á því með Ólaf Stefánsson og Snorra Stein fjarverandi? Sóknarleikurinn var algjörlega magnaður. Aron er ekki bara efnilegur lengur heldur frábær leikmaður, Arnór Atlason alveg magnaður að öllu leyti og Guðjón Valur virðist ekki geta spilað illa á stórmóti. Frábær. Ásgeir Örn steig inn og skilaði góðu verki, Þórir traustur og Róbert virkilega sterkur á línunni. Í vörninni var Vignir Svavarsson að spila líklega sitt besta stórmót, Sverre fór vaxandi og þeir Arnór og Ásgeir Örn líka öflugir. Björgvin var lengi í gang í markinu en sýndi mikinn karakter með því að rífa sig upp og skila góðum leikjum í seinni hlutanum. Ánægjulegast af öllu er síðan innkoma nýliðanna sem allir hafa tekið miklum framförum. Rúnar hefur sýnt að hann hefur alla burði til þess að verða frábær. Gríðarlegur skrokkur, föst skot og sjálfstraustið í lagi. Verður gaman að fylgjast með honum í framhaldinu. Kári er orðinn fullskapaður línumaður í hæsta gæðaflokki og Ólafur Bjarki sýndi að hann er tilbúinn. Allir flottir. Þegar upp er staðið getur liðið vel við unað. Það vantaði ekki mikið upp á að það færi enn lengra, en frammistaðan lofar góðu fyrir næstu mót.
Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Sjá meira