Handbolti

Þjóðverjar ekki með á Ólympíuleikum í fyrsta sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjar voru niðurbrotnið eftir tapið í gær. Hér er Dominik Klein.
Þjóðverjar voru niðurbrotnið eftir tapið í gær. Hér er Dominik Klein. Nordic Photos / Getty Images
Í fyrsta sinn frá upphafi verður Þýskaland ekki á meðal þátttökuþjóða í handbolta á Ólympíuleikum, hvorki í karla- né kvennaflokki. Það varð ljóst eftir úrslit gærdagsins á EM í handbolta.

Þýskaland tapaði fyrir Póllandi, 33-32, í æsispennandi leik. Vegna óhagstæðra úrslita í öðrum leikjum datt liðið niður í fjórða sæti riðilsins og endaði í sjöunda sæti mótsins.

Þriðja sætið hefði dugað til að spila um fimmta sætið og þar með sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Hefði Ungverjaland unnið Króatíu hefði sjöunda sætið ef til vill dugað til en eins og má lesa um hér fyrir neðan endaði sá leikur með jafntefli og ljóst að svo er ekki.

„Það er mikil synd að liðið náði ekki markmiðum sínum," sagði Heiner Brand, þjálfari liðsins til margra ára og nú einn forráðamanna þýska handknattleikssambandsins. „Við vorum í svo góðri stöðu en það var afar sorglegt að þetta snerist allt gegn okkur á lokadeginum. Þetta er sérstaklega sárt fyrir leikmennina enda draumur allra íþróttamanna að taka þátt í Ólympíuleikum."

Á meðal sex efstu þjóðanna á EM eru þrjár sem eru að berjast um tvö laus sæti í undankeppni Ólympíuleikanna. Lið Serbíu er komið í undanúrslit og því öruggt með sæti í undankeppninni í apríl.

Slóvenía og Makedónía munu spila um fimmta sætið og þar með hitt sætið í undankeppninni. Ekki nema að Serbía verði Evrópumeistari. Þá fara Serbar beint inn á Ólympíuleikana og Slóvenía og Makedónía fara í undankeppnina, óháð því hvort liðið endar í fimmta sæti.

Það má lesa nánar um flókið fyrirkomulag á undankeppni Ólympíuleikanna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Dýrkeypt leikhlé hjá Ungverjum

Ungverjar voru hársbreidd frá sigri gegn Króötum á EM í handbolta í gær en varð að sætta sig við jafntefli eftir dramatískar lokamínútur.

Danir unnu Svía örugglega og komust í undanúrslitin

Danir kórónuðu frábæra frammistöðu sína í milliriðlunum með því að vinna sjö marka sigur á Svíum í kvöld, 31-24, og tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar. Danir komu stigalausir inn í milliriðilinn en gáfust ekki upp og unnu alla leiki sína á móti Makedóníu, Þýskalandi og Svíum.

Pólverjar unnu Þjóðverja - Dönum nægir sigur gegn Svíum

Pólverjar unnu eins marks sigur á Þjóðverjum, 33-32, í fyrsta leik dagsins í milliriðli eitt á Evrópumótinu í Serbíu og þýska liðið á því ekki lengur möguleika á því að komast í undanúrslit á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×