Sport

Landon Donovan lagði upp bæði mörkin í bikarsigri Everton

Bandaríkjamaðurinn Landon Donovan lagði upp bæði mörk Everton í 2-1 sigri á Fulham í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar en leikið var á Goodison Park í kvöld. Everton er því komið í sextán liða úrslitin en fyrr í kvöld tryggði Tottenham-liðið sér sæti í fimmtu umferðinni eftir 1-0 útisigur á Watford.

Enski boltinn

Balic: Ég hefði frekar vilja mæta Dönum

Ivano Balic, leikstjórnandi Króata, verður í sviðsljósinu þegar Króatar mæta Serbum á eftir í seinni undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Það er búist við blóðugri baráttu inn á vellinum og gríðarlega öryggisgæsla á að sjá til þess að fólk haldi friðinn á pöllunum.

Handbolti

Umboðsmaður Tevez: Carlos verður hjá Manchester City fram á sumar

Carlos Tevez er ekkert á förum frá Manchester City í janúarglugganum ef marka má nýtt viðtal við umboðsmanninn hans Kia Joorabchian. City hefur verið í viðræðum við Inter Milan, AC Milan og Paris St Germain en ekkert þeirra er tilbúið að borga þær 25 milljónir punda sem ensku bikarmeistararnir vilja fá fyrir Argentínumanninn.

Enski boltinn

Danir komnir í úrslitaleikinn á EM - unnu Spánverja 25-24

Danir eru komnir í úrslitaleik á öðru stórmótinu í röð eftir eins marks sigur á Spánverjum, 25-24, í fyrri undanúrslitaleiknum á Evrópumótinu í Serbíu. Danir töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleiknum á HM í Svíþjóð í fyrra en mæta annaðhvort Serbum eða Króötum í úrslitleiknum á sunnudaginn.

Handbolti

Makedónía tryggði sér fimmta sætið og sæti í ÓL-umspilinu

Makedóníumenn tryggðu sér fimmta sæti á EM í handbolta í Serbíu með því að vinna eins marka sigur á Slóvenum, 28-27, í leiknum um 5. sætið á mótinu. Sætið gefur Makedóníu líka sæti í umspili Ólympíuleikanna í vor en Slóvenar gætu einnig komist þangað verði Serbar Evrópumeistarar á sunnudaginn.

Handbolti

Lazarov búinn að bæta met Ólafs

Makedóníumaðurinn Kiril Lazarov hefur nú bætt met Ólafs Stefánssonar en hann er þegar kominn með sex mörk í leik sinna manna gegn Slóveníu sem nú stendur yfir á EM í handbolta.

Handbolti

Hreindýrakvóti 2012 verður 1009 dýr

Umhverfisráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta þessa árs að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1009 dýr á árinu sem er fjölgun um átta dýr frá fyrra ári.

Veiði

Dagný best í fyrsta hlutanum

Dagný Skúladóttir er besti leikmaður N1-deildar kvenna í fyrstu níu umferðunum en tilkynnt var um valið í dag. Þrír leikmenn Vals og þrír Framarar eru í úrvalsliðinu.

Handbolti

Gjaldþrot blasir við LdB Malmö

Sænska meistaraliðið LdB Malmö, lið Þóru B. Helgadóttur og Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, á í miklum fjárhagslegum vandræðum þessa stundina. Gjaldþrot blasir við verði ekki brugðist við.

Fótbolti

Ferguson: Ég er undraverk

Sir Alex Feruguson, stjóri Manchester United, er í ítarlegu viðtali við bandaríska dagblaðið New York Times í dag þar sem hann segir frá árunum sínum 25 hjá Manchester United.

Enski boltinn

Það þarf að fjárfesta í landsliðinu

Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Þ. Guðmundsson var nokkuð ánægður með leik íslenska landsliðsins á EM í Serbíu. Henry Birgir Gunnarsson settist niður með Guðmundi í Novi Sad og ræddi við hann um álagið sem fylgir því að þjálfa eitt af stóru liðunum í handboltanum.

Handbolti

Guðmundur: Mikið álag að vera í tveimur störfum

Guðmundur Guðmundsson tók við landsliðinu þegar enginn vildi taka við því af Alfreð Gíslasyni eftir EM árið 2008. Uppgangur landsliðsins hefur verið með ólíkindum alla tíð síðan þá og liðið unnið tvenn verðlaun undir stjórn Guðmundar.

Handbolti

Engin kraftaverk á Króknum

Frá því að Bárður Eyþórsson sneri til baka í körfuna og settist í brúna á Tindastóls-bátnum hefur gengi liðsins gjörbreyst. Liðið hefur nú unnið tíu af síðustu tólf leikjum sínum og er komið í undanúrslit bikarsins.

Körfubolti

Leikaraskapur af verstu gerð

Það átti sér stað hreint ótrúlegt atvik í leik Senegal og Miðbaugsgíneu í Afríkukeppninni nú á dögunum. Leikmaður að nafni Narcisse Ekanga Amia gerði sig þá sekan um leikaraskap af verstu gerð.

Fótbolti

Slóvenarnir dæma þriðja leikinn í röð hjá Dönum

Slóvenarnir Nenad Krstić og Peter Ljubič ættu að vera farnir að þekkja danska landsliðið nokkuð vel og þeir dönsku ættu jafnframt að vera búnir að læra inn á línuna hjá þeim Slóvenunum. Það má segja að dómaraparið sé orðið áskrifandi að leikjum Dana á Evrópumótinu í handbolta í Serbíu.

Handbolti