Sport

Ótrúlegur sigur Arsenal

Arsenal sló Aston Villa út úr ensku bikarkeppninni með 3-2 sigri á heimavelli sínum í dag. Aston Villa komst í 2-0 en Arsenal sýndi mikinn karakter, skoraði þrjú mörk á sjö mínútum og tryggði sér sigur.

Enski boltinn

Skelfileg mistök hjá varamarkverði Newcastle

Ole Soderberg, markvörður varaliðs Newcastle, vill líklega sem fyrst gleyma 6-0 tapinu gegn Manchester United á fimmtudagskvöld. Auk þess að þurfa að heimta knöttinn sex sinnum úr marki sínu gerði hann skelfileg mistök þegar heimamenn komust í 2-0.

Enski boltinn

Sesum fékk pílu í augað - gæti misst sjónina

Handknattleiksmaðurinn Zarko Sesum fékk pílu í augað þegar hann gekk af velli að loknum sigri Serba á Króötum í undanúrslitum Evrópumótsins í handknattleik í gær. Talið er líklegt að hann missi sjón á auganu. AFP-fréttastofan greinir frá þessu.

Handbolti

Leik lokið: Valur - Stjarnan 24-15 | Valskonur aftur á toppinn

Valskonur náðu aftur toppsætinu í N1 deild kvenna eftir öruggan níu marka sigur á Stjörnunni, 24-15, í Vodafone höllinni í dag. Stjarnan hékk í Valsliðinu í fyrri hálfleik en í þeim seinni áttu Stjörnukonur engan möguleika. Valur er þar með tveggja stiga forskot á Fram en Framliðið á leik inni á móti HK á þriðjudagskvöldið.

Handbolti

Leikmenn QPR og Chelsea tókust ekki í hendur

Nú stendur yfir viðureign QPR og Chelsea í 4. umferð enska bikarsins í knattspyrnu. Leikmenn liðanna heilsuðust ekki fyrir leikinn líkt og tíðkast og hefur enska knattspyrnusambandið sent frá sér yfirlýsingu þess vegna.

Enski boltinn

Fæstir að hugsa um fótboltann

Aldrei þessu vant eru fæstir að hugsa um sjálfan fótboltann í þessum leik. Ég hef orðið mjög var við það hjá stuðningsfólki beggja liða,“ segir Kristján Atli Ragnarsson, ritstjóri á Kop.is, íslenskri stuðningsvefsíðu Liverpool.

Enski boltinn

Allra augu beinast að þessum leik

Sigurður Hlöðversson, útvarpsmaður, hugmyndasmiður og ritari Stuðningsmannaklúbbs Manchester United á Íslandi, sér ekki fyrir sér nein risavandamál tengd stórleiknum á Anfield í dag.

Enski boltinn

Leikurinn sem allir óttast

Andrúmsloftið er spennuþrungið fyrir stórleik Liverpool og Manchester United í enska bikarnum, sem fram fer í dag, vegna atburða síðustu mánaða. Kjartan Guðmundsson velti fyrir sér viðureigninni sem margir hræðast að gæti endað í vitleysu – leysist upp í

Enski boltinn

Kuyt tryggði Liverpool sigur á United

Varamaðurinn Dirk Kuyt var hetja Liverpool á Anfield í dag þegar liðið lagði Manchester United 2-1 í 4. umferð enska bikarsins. Hollendingurinn skoraði sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok.

Enski boltinn

Brighton sló út Newcastle

B-deildarlið Brighton Hove & Albion gerði sér lítið fyrir og sló úrvalsdeildarlið Newcastle út í enska bikarnum í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins var sjálfsmark Mike Williamson, varnarmanns Newcastle.

Enski boltinn

Rekinn út úr húsi eftir eina flottustu troðslu ársins

Þær finnast varla flottari troðslurnar í körfuboltanum en sú sem Markel Brown náði í leik Oklahoma State og Missouri í bandaríska háskólakörfuboltanum í vikunni. Stærsta fréttin var þó sú að þetta var það síðasta sem strákurinn fékk að gera í leiknum.

Körfubolti

Wilshere finnur enn til í ökklanum

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, hefur ekkert spilað með liði sínu á tímabilinu vegna meiðsla og það lítur út fyrir að leikmaðurinn þurfi nú að bíða enn lengur eftir að komast aftur inn á völlinn.

Enski boltinn

Grindvíkingar áfram á sigurbraut | Páll Axel með á ný

Grindvíkingar gefa ekkert eftir í Iceland Express deild karla í körfubolta og eru áfram með sex stiga forskot á toppnum eftir 34 stiga heimasigur á Fjölni í kvöld, 107-73. Grindavíkurliðið hefur nú unnið fimm deildarleiki í röð og alls tólf af þrettán deildarleikjum sínum í vetur.

Körfubolti

Xavi: Leikmenn Real Madrid kunna ekki að tapa

Xavi Hernandez, miðjumaður Barcelona, talaði illa um leikmenn Real Madrid í nýjum myndbroti sem var tekið upp af Barca TV þegar Xavi hélt að hann væri ekki í mynd. El Mundo birti myndbandið á heimasíðu sinni.

Fótbolti