Sport

Ekkert óvænt í enska bikarnum

Það var ekkert um óvænt úrslit í enska bikarnum í dag. Bæði Everton og Bolton lögðu andstæðinga sína úr neðri deildum frekar sannfærandi og eru komin í átta liða úrslit keppninnar.

Enski boltinn

Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Njarðvík 77-84

Njarðvík skrifaði nýjan kafla í glæsta sögu félagsins með 84-77 sigri gegn liði Snæfells í úrslitum Powerade-bikarkeppni kvenna í körfuknatleik. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennalið Njarðvíkur vinnur stóran titil í körfubolta en Njarðvík hefur þrívegis áður leiki til úrslita. Snæfell var í fyrsta sinn í úrslitum keppninnar.

Körfubolti

Ferskir vindar um Höllina

Þrjú af fjórum félögum í bikarúrslitaleikjunum í ár hafa ekki unnið bikarinn og karlalið Tindastóls og kvennalið Snæfells spila bæði sinn fyrsta bikarúrslitaleik í Höllinni í dag. Spámenn og konur úr Iceland Express deildunum eru á því að Tindastól og Nja

Körfubolti

Hver vinnur hjá körlunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild karla (fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik karla í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn maður leiksins.

Körfubolti

Hver vinnur hjá konunum?

Fréttablaðið fékk leikmenn úr fimm efstu liðunum í Iceland Express-deild kvenna(fyrir utan bikarúrslitaliðin) til að spá fyrir um úrslit í bikarúrslitaleik kvenna í dag og að spá fyrir um hvaða leikmaður verði kosinn kona leiksins.

Körfubolti

Gylfi tekur bestu horn í heimi

Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Sigurðsson hefur slegið í gegn með Swansea í ensku úrvalsdeildinni undanfarnar vikur. Spyrnutækni Gylfa hefur vakið verðskuldaða athygli.

Enski boltinn

Engin aðgerð og Alexander spilar innan fjögurra vikna

Þrátt fyrir að Alexander Petersson sé nú að glíma við þrálát og erfið meiðsli í öxl eru forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Füchse Berlin vongóðir um að hann muni spila með liðinu á ný innan fjögurra vikna. Alexander hefur ekki kastað handbolta síðan í leik Íslands og Slóveníu á EM í handbolta í síðasta mánuði.

Handbolti

Matthías: Þetta er mikið tækifæri fyrir mig

"Fyrir svona tveimur vikum höfðu menn frá Start samband. Sögðust muna eftir mér frá því ég kom til þeirra árið 2009 og að þeir væru að leita að manni eins og mér. Þá fóru hjólin í gang og núna er allt klárt,“ sagði nýjasti liðsmaður norska liðsins Start, Matthías Vilhjálmsson.

Fótbolti

Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði

Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes.

Formúla 1

Sólveig Lára skoraði fimmtán mörk

Sólveig Lára Kjærnested skoraði fimmtán mörk í kvöld þegar Stjarnan vann 38-24 sigur á FH í N1 deild kvenna en Stjörnuliðið var fyrir leikinn búið að tapa þremur leikjum í röð í deild og bikar.

Handbolti

Snorri Steinn dæmdur í tveggja leikja bann

Snorri Steinn Guðjónsson verður ekki með AG Kaupmannahöfn í tveimur næstu deildarleikjum liðsins eftir að danska sambandið dæmdi íslenska landsliðsmanninn í tveggja leikja bann í dag. Snorri Steinn fékk rautt spjald fyrir að tefja í lok leiks gegn SöndejyskE en hann kom í veg fyrir að SöndejyskE náði að komast í lokasóknina sína og AGK fagnaði í kjölfarið 29-28 sigri.

Handbolti