Sport

Undanúrslitin klár í 1. deild karla | Hamar náði 2.sætinu

Lokaumferð 1. deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og eftir hana er ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni 1. deildarinnar í ár. KFÍ var þegar búið að vinna deildina og tryggja sér sæti í úrvalsdeildinni en Hamar, Skallagrímur, Höttur og ÍA keppa um hitt sætið.

Körfubolti

Valskonur unnu 19 marka sigur á HK í kvöld

Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu 19 marka sigur á HK, 41-22, í Vodfone-höllinni í kvöld og komust með því upp að hlið Fram á toppi N1 deildar kvenna. Valsliðið er búið að vinna alla sjö heimaleiki sína í vetur.

Handbolti

Þórsarar skelltu nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur | Komnir í 2. sætið

Þórsarar úr Þorlákshöfn eru komnir upp í annað sæti Iceland Express deildar karla eftir tíu stiga sigur á nýkrýndum deildarmeisturum Grindavíkur, 79-69, í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Grindavík var búið að vinna tíu deildarleiki í röð fyrir leikinn í kvöld og þetta var aðeins annað deildartap Grindvíkinga á tímabilinu.

Körfubolti

Sjötti heimasigur Rhein-Neckar Löwen í röð

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Rhein-Neckar Löwen héldu sigurgöngu sinni áfram á heimavelli í kvöld þegar liðið vann þriggja marka sigur á Björgvini Pál Gústavssyni og félögum í SC Magdeburg, 30-27, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Löwen styrkti stöðu sína í fimmta sætinu með þessum sigri sem var sá sjötti í röð í SAP Arena.

Handbolti

Tap hjá bæði Sundsvall og Solna | Hlynur með 20 stig í kvöld

Sundsvall Dragons tókst ekki að komast í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld þegar liðið tapað með átta stigum á heimavelli á móti toppliði Norrköping Dolphins, 72-80. Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings töpuðu naumlega á útivelli á móti Borås Basket.

Körfubolti

Nordsjælland fyrsta danska liðið til að spila á gervigrasi

Danska úrvalsdeildarliðið FC Nordsjælland hefur ákveðið að skipta grasvelli sínum út fyrir gervigras en heimavöllur liðsins, Farum Park, verður orðinn upphitaður gervigrasvöllur í sumarlok. Nordsjælland hefur fengið leyfi danska knattspyrnusambandsins til að spila leiki sína á gervigrasi frá og með tímabilinu 2012-13.

Fótbolti

Di Matteo: Torres er frábær náungi og okkur mikils virði

Roberto Di Matteo, nýr stjóri Chelsea, virðist ætla að veðja á spænska framherjann Fernando Torres þótt að Torres hafi ekki skorað í meira en sólarhring í leikjum með Chelsea og spænska landsliðinu. Torres spilaði allar 90 mínúturnar í fyrsta leik Chelsea undir stjórn Di Matteo.

Enski boltinn

Blackburn vill fá Zenden

Steve Kean, stjóri Blackburn, er þessa dagana á eftir Hollendingnum Boudewijn Zenden sem flestir héldu eflaust að væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Enski boltinn

Mikil spenna fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í körfu

Lokaumferðin næst efstu deildar karla í körfubolta fer fram fram í kvöld. Skagamenn og Breiðablik eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar. KFÍ hefur nú þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti en liðið er deildarmeistari og fá Ísfirðingar deildarmeistarabikarinn og verðlaun í kvöld eftir leik liðsins gegn Skallagrím úr Borgarnesi.

Körfubolti

Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011

Árið 2011 jókst laxveiðin á Jöklu svæðinu um 62% frá fyrra ári og endaði laxveiðin í 565. Svæðið var veitt með 4 til 6 stöngum árið 2011. Samtals voru nýttir stangardagar 413 sem skiluðu 565 löxum eða 1,4 lax á hvern stangardag.

Veiði

Erfið byrjun hjá Rory McIlroy og Tiger Woods

Ástralinn Adam Scott og Bandaríkjamaðurinn Jason Dufner eru jafnir í efsta sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á Cadillac – meistaramótinu í golfi sem hófst í gær. Þeir léku báðir á 66 höggum eða 6 höggum undir pari á "bláa skrímslinu“ á Doral golfsvæðinu. Flestir af sterkustu kylfingum heims eru á meðal keppenda og þar má nefna Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Tiger Wods frá Bandaríkjunum.

Golf

Pepsi-deildin á Stöð 2 Sport í sumar

Sýnt verður frá keppni í efstu deild karla og kvenna í knattspyrnu, Pepsi-deildinni, á Stöð 2 Sport í sumar eins og undanfarin ár. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdarstjóri dagskrársviðs 365, staðfesti það við Vísi.

Íslenski boltinn

Ferguson beðinn um að þegja

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að ganga ansi langt í stjórnsemi sinni því það hefur nú beðið Sir Alex Ferguson, stjóra Man. Utd, að tjá sig ekki um landsliðsþjálfaramálin hjá Englandi.

Enski boltinn

Hinn fullkomni leikmaður

Lionel Messi hefur enn og aftur skráð nafn sitt í sögubækur knattspyrnunnar. Hann varð fyrsti maðurinn til að skora fimm mörk í einum leik í Meistaradeildinni og er á góðri leið með að slá öll markamet sem hann á möguleika á að slá.

Fótbolti