Sport

Heskey yfirgefur Villa í sumar

Emile Heskey fær ekki nýjan samning hjá Aston Villa og mun því yfirgefa félagið í sumar þegar sá gamli rennur út. Brad Guzan og Carlos Cuellar fara einnig frá félaginu.

Enski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR-FH 2-0

KR-ingar eru komnir upp að hlið FH-inga í 2. sæti Pepsi-deildar karla eftir 2-0 sigur á FH í fyrsta leik fimmtu umferðar á KR-vellinum í kvöld. FH var búið að vinna þrjá leiki í röð og átti möguleika á því að komast í toppsætið en Hafnfirðingar komust lítið áleiðis gegn KR-ingum í Vesturbænum í kvöld.

Íslenski boltinn

Þurrflugunámskeið í Laxá í Laxárdal

Námskeið í þurrfluguveiði verður haldið í Laxá í Laxárdal í lok júní en áin er af mörgum talin ein allra besta silungaveiðiá á Íslandi ef ekki í heimi. Greint er frá þessu á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur, svfr.is.

Veiði

Leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði

Myndband með leiðsögn um Fjarðará í Hvalvatnsfirði er nú að finna á vef Stangaveiðifélags Akureyrar. Eins og fram hefur komið eru veiðileyfi á þetta sjóbleikjusvæði nú í sölu hjá félaginu.

Veiði

Birgir Leifur keppir á fyrsta mótinu

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst um næstu helgi og verður fyrsta mótið af alls sex haldið á Hólmsvelli í Leiru. Allir sterkustu kylfingar landsins verða á meðal keppenda á fyrsta mótinu og þar má nefna atvinnukylfinginn Birgi Leif Hafþórsson úr GKG. Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft í sumar og fram á haust á Stöð 2 sport.

Golf

Emil í lið ársins í Seríu B

Emil Hallfreðsson var í gærkvöldi valinn í lið ársins í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu fyrir góða frammistöðu með liði sínu, Hellas Verona. Frá þessu var greint á Fótbolta.net.

Fótbolti

Stóraukin umfjöllun um golfið á Stöð 2 sport í sumar

Íslenska golfsumarið verður í hávegum haft á Stöð 2 Sport í allt sumar og fram á haust. Það hefur verið tryggt með nýjum víðtækum samstarfssamningi milli Stöðvar 2 Sports og GSÍ sem kynntur var á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Golfsambandsins fyrr í dag. Samstarfið felur m.a. í sér beinar útsendingar og ítarlega umfjöllun um Eimskipsmótaröðina, golfíþróttina almennt og allt það sem viðkemur golfiðkun í vikulegum þáttum sem verða á dagskrá í allt sumar.

Golf

Ronaldo: Gef sjálfum mér tíu

Cristiano Ronaldo var ánægður með frammistöðu sína með Real Madrid á nýliðnu tímabili. Hann gefur sjálfum sér hæstu einkunn - hærri einkunn en liðinu sjálfu.

Fótbolti

Ókeypis kastnámskeið fyrir krakkana

Tvíburabræðurnir Gunnar og Ásmundur Helgasynir verða með ókeypis flugukastnámskeið fyrir börn og unglinga félagsmanna Stangveiðifélags Reykjavíkur í lok mánaðarins.

Veiði

Drogba fer frá Chelsea í sumar

Chelsea hefur staðfest að Didier Drogba muni fara frá félaginu þegar samningur hans rennur út í sumar. Hans síðasta verk var að tryggja liðinu Evrópumeistaratitilinn.

Enski boltinn

Paul di Resta í sigti Mercedes

Skotinn Paul di Resta er á radarnum hjá Mercedes-liðinu og gæti ekið fyrir liðið á næsta, ári ákveði Michael Schumacher að hætta í annað sinn á felinum.

Formúla 1