Sport

Chelsea að vinna kapphlaupið um Hazard

Eden Hazard, leikmaður Lille í Frakklandi, er sagður hafa ákveðið að ganga til liðs við Chelsea í stað Manchester liðanna í sumar, eftir miklar vangaveltur um framtíð hans á undanförnum vikum.

Enski boltinn

Hamilton ósáttur við gengi McLaren | vill taka skref fram á við

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton er alls ekki sáttur við gang mála hjá keppnisliðinu McLaren eftir keppnina í Mónakó. Hamilton endaði í fimmta sæti og liðsfélagi hans Jenson Button féll úr keppninni. Hamilton krefst þess að McLaren liðið fari að taka skref fram á við eftir afleitt gengi að undanförnu.

Formúla 1

Donald efstur á heimslistanum | 120 milljónir kr. fyrir sigurinn

Enski kylfingurinn Luke Donald sigraði á BMW meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni. Með sigrinum náði Donald efsta sæti heimslistans á ný og hann fékk um 120 milljónir kr. fyrir sigurinn í verðlaunafé. Donald á enn eftir að landa sigri á einu af risamótunum fjórum sem fram fara árlega og hann ætlar sér að brjóta ísinn sem allra, allra fyrst.

Golf

Franchitti fagnaði sigri í Indy 500 | afdrifarík mistök hjá Sato

Skoski ökumaðurinn Dario Franchitti sigraði í Indy 500 kappakstrinum sem fram fór í Indianapolis í gær. Mótið er eitt það þekktasta í kappakstursíþróttinni og var þetta í 96. sinn sem keppnin fer fram. Franchitti þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum en þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessa keppni.

Formúla 1

Sol Campbell ráðleggur stuðningsmönnum Englands að vera heima

Keppni á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu hefst eftir 11 daga en keppnin fer fram að þessu sinni í Póllandi og Úkraínu. Margir hafa áhyggjur af hvernig tekið verður á móti áhorfendum í þessum löndum og hafa fjölskyldur tveggja enskra landsliðsmanna ákveðið að verða eftir á Englandi vegna fjölmargra mála sem komið hafa upp í tengslum við kynþáttaníð í Úkraínu og Póllandi.

Enski boltinn

Þjálfari meistaraliðs Juventus yfirheyrður af lögreglu

Ítalska lögreglan hefur handtekið fyrirliða fótboltaliðsins Lazio, Stefano Mauri og Omar Milanetto fyrrum leikmann Genoa vegna gruns um að þeir hafi tekið þátt í að hagræða úrslitum í leikjum í ítalska fótboltanum. Þjálfari Ítalíumeistaraliðs Juventus, Antonio Conte, var yfirheyrður af lögreglunni í tengslum við þetta mál samkvæmt frétt Reuters.

Fótbolti

NBA: Sigurganga San Antonio heldur áfram | 19 sigurleikir í röð

Sigurganga San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA deildarinnar heldur áfram. Í nótt hafði San Antonio betur gegn Oklahoma City Thunder, 101-99, í fyrstu viðureigninni i úrslitum Vesturdeildar. Argentínumaðurinn Manu Ginobili var stigahæstur í liði San Antonio með 26 stig og þar af skoraði hann 11 stig í fjórða leikhluta.

Körfubolti

Veiði hafin í Hítarvatni

Veiði hófst í Hítarvatni um helgina og fljótlega hefst veiði veiði í Langavatni á Mýrum og Hólmavatni á Hólmavatnsheiði í Dölum.

Veiði

Grátleg niðurstaða eftir hetjulega baráttu | Myndaveisla

Leikmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gengu svekktir af velli að loknu 3-2 tapi gegn Frökkum í Valenciennes í kvöld. Íslenska liðið var örfáum mínútum frá því að skrá sig í sögubækurnar en tvö mörk undir lokin gerðu út um þá skráningu.

Fótbolti

Alfreð: Hrikalega stoltur

"Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt.“

Handbolti

Aron: Þakklátur fyrir að vera hluti af þessu liði

Aron Pálmarsson varð í dag Evrópumeistari með Kiel eftir sigur á Atletico Madrid í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Hann sagði í viðtali við Vísi í gær að það hafi verið ólýsanleg tilfinning að fá að lyfta styttunni eftirsóttu.

Handbolti

Eimskipsmótaröðin: Birgir Leifur sigraði eftir harða baráttu

Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG sigraði á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi með glæsilegum lokahring. Birgir lék Hólmsvöllinn í Leiru á 68 höggum í dag eða fjórum höggum undir pari. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR lék reyndar betur en Birgir í dag en Guðmundur var nálægt því að jafna vallarmetið. Guðmundur lék á 66 höggum í dag eða 6 höggum undir pari og endaði hann í öðru sæti á -2 samtals. Hlynur Geir Hjartarson varð þriðji á 2 höggum yfir pari vallar samtals.

Golf

Eimskipsmótaröðin: Þetta var fullkomið golfhögg

"Þetta var fullkomið golfhögg,“ sagði Einar Haukur Óskarsson kylfingur úr Keili sem gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 13. braut Hólmsvallar í Leiru í dag á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Það sem er merkilegt við höggið hjá Einari er að hann er fyrsti kylfingurinn sem nær draumahögginu af hvítum teigum á þessum velli enda er þessi par 3 braut ekkert lamb að leika sér við. Um 210 metra löng

Golf

Ólafía Þórunn: Sátt við sigurinn | Tekur tíma að komast í íslenska gírinn

"Ég er sátt við sigurinn og sérstaklega þar sem ég var með 36 pútt, ég hefði viljað hafa þau færri. Ég er búinn að jafna þetta vallarmet tvisvar og ég var aðeins farin að velta því fyrir mér að reyna að bæta það eftir að hafa verið þrjá undir pari eftir 9 holur,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir sigurinn á fyrsta mótinu á Eimskipsmótaröðinni í golfi á þessu tímabili.

Golf