Alfreð: Hrikalega stoltur Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Köln skrifar 27. maí 2012 19:57 „Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt." Þannig lýsir Alfreð Gíslason líðan sinni eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með sínu liði, THW Kiel, í dag. Kiel er einnig tvöfaldur meistari heima fyrir og því hin alrómaða þrenna komin í hús hjá Alfreð, sem hafði áður unnið titilinn með Magdeburg árið 2002 og Kiel árið 2010. Kiel hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleiknum í dag og liðið spilaði einfaldlega stórkostlegan handbolta. „Við spiluðum miklu betur en í gær - vörnin var frábær og markvarslan líka," sagði Alfreð en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Hann viðurkenndi að hafa tekið sér miðvikudaginn síðasta til að undirbúa sína menn fyrir úrslitaleik gegn Atletico Madrid, þó svo að Kiel ætti eftir að spila við Füchse Berlin í undanúrslitunum og Atletico Madrid við AG frá Kaupmannahöfn. „Ég vonaðist til þess að fá AG í úrslitaleiknum því ég er hálfpartinn stuðningsmaður þess liðs, enda margir Íslendingar þar. En við mættum Atletico, spiluðum miklu betur í dag en í gær og verðskulduðum þennan titil." Kiel lenti í mótlæti í fyrri hálfleik en náði að snúa erfiðri stöðu sér í hag. Aron Pálmarsson kom inn átti stóran þátt í því. „Ég var ekki ánægður með Aron í gær því hann kom inn á og gerði tvö mistök í vörninni. Hann var líka óheppinn með skotin sín. Í dag höfðu Narcisse og Jicha ekki byrjað neitt sérstaklega vel og þá kom Aron inn og átti stórkostlegan leik. Ég var afar ánægður með hans frammistöðu." Hann treysti sér ekki til að svara því hvort að þessi árangur væri hátindurinn á hans ferli. „Ég held að ég svari þessu ekki fyrr en eftir nokkrar vikur þegar ég er búinn að gera mér betur grein fyrir þessu. En tímabilið allt hefur verið stórkostlegt. Leikmenn vilja sífellt bæta sig og eru móttækilegir fyrir þeim hugmyndum sem ég hef fram að færa." „Nú höfum við unnið þrennuna og í raun fernu ef þýski ofurbikarinn er tekinn með. Þar að auki höfum við enn ekki tapað stigi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er líklega ekki hægt að gera þetta mikið betur enn sem komið er. Ég vil þó endilega vinna síðustu tvo deildarleikina og klára deildina á núllinu." Þrátt fyrir alla velgengnina segist Alfreð ekki eiga í vandræðum með að finna áskoranir fyrir næsta tímabil. Hann fái lítinn tíma til undirbúnings fyrir næsta tímabil þar sem margir af hans leikmönnum verði á Ólympíuleikunum í sumar. Hann þurfi þar að auki að taka þátt í heimsmeistarmóti félagsliða í Katar. „Ég verð einnig með fimm nýja leikmenn á næsta tímabili og það gæti reynst mikil áskorun að komast vel í gegnum þessar fyrstu vikur tímabilsins," sagði hann. Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega stoltur. Það eina sem ég átti eftir að vinna var þrennan og ég náði henni í dag. Þetta er því stórkostlegt." Þannig lýsir Alfreð Gíslason líðan sinni eftir að hafa unnið Meistaradeild Evrópu með sínu liði, THW Kiel, í dag. Kiel er einnig tvöfaldur meistari heima fyrir og því hin alrómaða þrenna komin í hús hjá Alfreð, sem hafði áður unnið titilinn með Magdeburg árið 2002 og Kiel árið 2010. Kiel hafði betur gegn Atletico Madrid í úrslitaleiknum í dag og liðið spilaði einfaldlega stórkostlegan handbolta. „Við spiluðum miklu betur en í gær - vörnin var frábær og markvarslan líka," sagði Alfreð en viðtalið í heild sinni má sjá hér fyrir ofan. Hann viðurkenndi að hafa tekið sér miðvikudaginn síðasta til að undirbúa sína menn fyrir úrslitaleik gegn Atletico Madrid, þó svo að Kiel ætti eftir að spila við Füchse Berlin í undanúrslitunum og Atletico Madrid við AG frá Kaupmannahöfn. „Ég vonaðist til þess að fá AG í úrslitaleiknum því ég er hálfpartinn stuðningsmaður þess liðs, enda margir Íslendingar þar. En við mættum Atletico, spiluðum miklu betur í dag en í gær og verðskulduðum þennan titil." Kiel lenti í mótlæti í fyrri hálfleik en náði að snúa erfiðri stöðu sér í hag. Aron Pálmarsson kom inn átti stóran þátt í því. „Ég var ekki ánægður með Aron í gær því hann kom inn á og gerði tvö mistök í vörninni. Hann var líka óheppinn með skotin sín. Í dag höfðu Narcisse og Jicha ekki byrjað neitt sérstaklega vel og þá kom Aron inn og átti stórkostlegan leik. Ég var afar ánægður með hans frammistöðu." Hann treysti sér ekki til að svara því hvort að þessi árangur væri hátindurinn á hans ferli. „Ég held að ég svari þessu ekki fyrr en eftir nokkrar vikur þegar ég er búinn að gera mér betur grein fyrir þessu. En tímabilið allt hefur verið stórkostlegt. Leikmenn vilja sífellt bæta sig og eru móttækilegir fyrir þeim hugmyndum sem ég hef fram að færa." „Nú höfum við unnið þrennuna og í raun fernu ef þýski ofurbikarinn er tekinn með. Þar að auki höfum við enn ekki tapað stigi í þýsku úrvalsdeildinni. Það er líklega ekki hægt að gera þetta mikið betur enn sem komið er. Ég vil þó endilega vinna síðustu tvo deildarleikina og klára deildina á núllinu." Þrátt fyrir alla velgengnina segist Alfreð ekki eiga í vandræðum með að finna áskoranir fyrir næsta tímabil. Hann fái lítinn tíma til undirbúnings fyrir næsta tímabil þar sem margir af hans leikmönnum verði á Ólympíuleikunum í sumar. Hann þurfi þar að auki að taka þátt í heimsmeistarmóti félagsliða í Katar. „Ég verð einnig með fimm nýja leikmenn á næsta tímabili og það gæti reynst mikil áskorun að komast vel í gegnum þessar fyrstu vikur tímabilsins," sagði hann.
Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Sjá meira